Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 58
58 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022
✝
Anna Guðrún
Hafsteins-
dóttir fæddist í
Reykjavík 18. jan-
úar 1945. Hún
lést á Landspít-
alanum 14. nóv-
ember 2022.
Foreldrar
hennar voru hjón-
in Jakobína
Sigurveig Péturs-
dóttir, f. 9. febr-
úar 1917, d. 24. janúar 1993,
og Hafsteinn Eyvindur Gísla-
son, f. 24 október 1914, d. 28.
desember 1976.
Systkini hennar eru Dóra,
f. 1936, Pétur Vatnar, f. 1939,
Ingjaldur Sveinbjörn, f. 1943,
og Jarþrúður, f. 1948. Hálf-
systur, samfeðra, Hallfríður
Guðrún, f. 1962, og Halldóra
Jóhanna, f. 1970.
Anna Guðrún giftist árið
1966 Grétari Guðna Guð-
mundssyni, bifreiðarstjóra og
framreiðslumanni, f. 10. ágúst
1945 í Vestmannaeyjum.
Börn þeirra eru: 1) Haf-
steinn Helgi, f. 1966, Maki
Anna Margrét Eiríksdóttir, f.
nutu þar samveru í nokkra
áratugi.
Anna Guðrún og Grétar
reistu sér sælureit í Eyjum
2012.
Einnig ferðaðist hún mikið
bæði með Grétari og vinkon-
um sínum; allt frá Havaí í
vestri til Egyptalands í austri.
Innanlands með TKS var mik-
ið farið um óbyggðir landsins.
Einnig gekk hún Jakobsveg-
inn með Benný mágkonu.
Hún hafði mjög gaman af
því að spila og fór í Bridge-
skólann 2015 og spilaði
bridge með tveimur hópum.
Einnig var hún í Málfunda-
félaginu Hörpu, var í JC Vík,
í stjórn Ættfræðifélagsins og
sat einnig í sóknarnefnd Sel-
tjarnarneskirkju.
Hún sótti námskeið um
fornsögurnar hjá Endur-
menntun HÍ, hjá Jóni Böðv-
arssyni og Magnúsi Jónssyni,
og fór á söguslóðirnar til
Grænlands, Orkneyja og víð-
ar með þeim hópum. Einnig
fóru þau um Norður-Evrópu
til að kynna sér fornsög-
urnar.
Anna Guðrún flutti á Sel-
tjarnarnes 1975 og bjó þar til
æviloka.
Útför Önnu Guðrúnar fer
fram frá Seltjarnarneskirkju í
dag, 25. nóvember 2022,
klukkan 13.
1968, sonur þeirra
er Jón Grétar, f.
1996. Börn Önnu
Margrétar eru
Hörður, f. 1988,
sambýliskona
Linda Bergdís
Jónsdóttir, f.
1992, sonur þeirra
Alexíus Þór, f.
2008, og Linda
Björg, f. 1990, d.
2006. 2) Hrafn-
hildur Helena, f. 1968, maki
Jens Söndergaard, f. 1958.
Börn þeirra eru Anna Björk,
f. 2006, og Oliver Helgi, f.
2008. 3) Heiðbjörk Hrund, f.
1971.
Anna Guðrún gekk í Mela-
skóla og Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar á Hringbraut.
Hún útskrifaðist þaðan 1961.
Hún vann hjá Samvinnutrygg-
ingum og Skýrsluvélum í ár-
daga tölvuvæðingarinnar og
síðan hjá Erfðafræðinefnd til
starfsloka.
Árin 1975-1976 byrjuðu
systkinin að reisa sum-
arbústað í Skorradal og
nefndu hann Bínubæ. Þau
Haustið 2008 vorum við svo
lánsamar að kynnast Önnu
Gunnu (eins og hún var kölluð)
á bridgenámskeiði. Í framhaldi
var ákveðið að stofna bridgehóp
og höfum við spilað saman síð-
an.
Við fórum mörg sumur út úr
bænum að spila, eins og í Mun-
aðarnes og Skorradal, vikuferð í
sumarhús Sigríðar Rutar í Flat-
ey og vikuferð til Alicante, þar
sem við spiluðum uppi á þaki í
sólinni. Í síðustu ferð okkar
saman var haldið til Vest-
mannaeyja þjóðhátíðahelgina
2020, þegar covid var í hámarki.
Þá buðu þau hjónin, Anna
Gunna og Grétar, okkur að
dvelja í húsi sínu þar og nutum
við þess virkilega að vera sam-
an í góðu yfirlæti þeirra. Grétar
fór með okkur um eyjuna og
fræddi okkur um sögu og stað-
hætti. Anna Gunna var dul kona
sem flíkaði lítið sínum tilfinn-
ingum og sinni líðan, sérstak-
lega eftir að hún veiktist af
krabbameininu sem að lokum
tók hana alla.
Hún var föst fyrir, tók alltaf
málstað lítilmagnans og sagði
aldrei styggðaryrði um nokkurn
mann. Hún var líka sannur vin-
ur vina sinna.
Það voru mikil forréttindi
fyrir okkur þrjár að fá að kynn-
ast henni
Blessi þig Guð,
sonurinn sem
hefur frelsað þig
með þjáningu sinni og dauða.
Veit henni, Drottinn, þína
eilífu hvíld og lát þitt
eilífa ljós lýsa henni.
Við sendum Grétari, börnum
og öðrum aðstandendum inni-
legar samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning Önnu Guðrúnar.
Megi hún hvíla í friði.
Rósa, Sigríður Rut
og Ásthildur.
Kær vinkona er látin eftir
nokkurra ára baráttu við ill-
vígan sjúkdóm. Við vorum
nokkrar skólasystur úr gagn-
fræðaskóla sem stofnuðum
saumaklúbb á sjöunda áratugn-
um sem Anna var frumkvöðull
að. Anna var ung þegar hún
kynntist Grétari sem varð
hennar lífsförunautur og fylgd-
um við hinar fast á eftir. Þá
byrjaði lífsbaráttan fyrir alvöru.
Börnin fæddust hvert af öðru
og allt sem því fylgir, þá var
gott að hittast eftir eril dagsins
og ræða landsins gagn og nauð-
synjar. Anna hafði ríka kímni-
gáfu og var fróð um menn og
málefni. Hún sá oft spaugilegar
hliðar á tilverunni og átti til að
henda inn gamansömum inn-
slögum í umræðuna, sem var
hin mesta skemmtun að. Anna
var fróðleiksfús og tók hún
nokkra áfanga í fornsögum við
Endurmenntun Háskóla Íslands
og í framhaldi hvers áfanga var
farið á söguslóðir bæði innan-
lands og utan og hafði hún unun
af. Ættfræði var Önnu hugleik-
in og var hún formaður Ætt-
fræðifélagsins um tíma. Þegar
Íslendingabók kom út gaf hún
okkur útprentaðar ættartölur
og sýndi okkur það, svart á
hvítu, að við værum allar skyld-
ar í sjötta til sjöunda lið. Síð-
ustu mánuði var farið að halla
undan fæti hjá vinkonu okkar
og sáum við hvert stefndi, en
hún kvartaði aldrei og leið alltaf
vel er hún var spurð. Fyrir
rúmum mánuði fór hún til
Keflavíkur í jarðarför eigin-
manns góðrar vinkonu, það
gerði hún frekar af vilja en
mætti, hún var trygg allt til
enda. Nú er komið að leiðarlok-
um og við biðjum guð að blessa
minningu okkar kæru vinkonu.
Við sendum Grétari, börnum
þeirra og öðrum aðstandendum
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hvíl í friði.
Málmfríður, Guðlaug,
Margrét, Guðný, Hulda,
Elín og Guðbjörg.
Kveðja frá sóknarnefnd
Seltjarnarneskirkju
Sú sorgarfregn barst í síð-
ustu viku að vinkona okkar,
Anna Guðrún Hafsteinsdóttir,
væri látin eftir harða og hetju-
lega baráttu við illvígan sjúk-
dóm.
Anna Guðrún kom inn í
sóknarnefnd Seltjarnarnes-
kirkju fyrir nokkrum árum.
Hún hafði þá þegar gert sig
gildandi í kirkjustarfinu ásamt
eiginmanni sínum Grétari. Þau
hjón voru afar samtaka í starfi
sínu og velvild í garð kirkj-
unnar. Þau hafa gefið kirkjunni
stórgjafir og nú síðast í haust
gaf Anna Guðrún kirkjunni gott
píanó til nota fyrir sunnudaga-
skólastarfið og barnakór kirkj-
unnar. Hlýhugur og rausnar-
skapur fólks eins og Önnu
Guðrúnar er ómetanlegur.
Anna Guðrún sótti guðsþjón-
ustur og sóknarnefndarfundi í
kirkjunni fram undir það síð-
asta og naut við það stuðnings
eiginmanns síns. Hún lagði
góðan skerf til umræðna í
hópnum. Hún var góðum gáfum
gædd og með sérstaka tegund
af lífsgleði sem gerði það að
verkum að það var gott að vera
nálægt henni. Þótt Anna Guð-
rún hafi ekki alltaf verið orð-
mörg þá skipti aðild hennar
máli fyrir starfsandann í sókn-
arnefndinni. Í veikindum sínum
sýndi hún mikið æðruleysi.
Andlát Önnu Guðrúnar er
ekki einasta mikill missir fyrir
fjölskyldu hennar heldur einnig
okkur, félaga hennar í sókn-
arnefndinni og aðra sem notið
hafa stuðnings hennar og starfa
í kirkjunni. Það er því með ein-
lægu þakklæti sem við minn-
umst Önnu Guðrúnar og biðjum
fyrir henni, eftirlifandi eigin-
manni hennar og fjölskyldunni.
Vottum við þeim okkar dýpstu
samúð.
Haf þú þökk fyrir allt og allt.
Fyrir hönd sóknarnefndar
Seltjarnarneskirkju,
Svana Helen
Björnsdóttir, formaður
sóknarnefndar
Seltjarnarneskirkju
Frá fyrstu tíð bar ég ómælda
virðingu fyrir Önnu Gunnu.
Hún var ekki bara með ein-
dæmum ættfróð og klár heldur
var hún barnabarn, dótturdótt-
ir sjálfs nestors ættfræðinnar,
Péturs Zóphóníassonar. Þessa
stofnanda og fyrsta formanns
Ættfræðifélagsins. Og hún
gerði heldur ekki endasleppt
við þetta ættaráhugamál. Ára-
tugum saman var hún virk í
Ættfræðifélaginu, var með-
stjórnandi og ritari í mörg ár
og formaður Ættfræðifélagsins
okkar í fimm ár. Hún vann
einnig ötullega að Manntalinu
1910 og var ætíð til staðar þeg-
ar eitthvað var um að vera í fé-
laginu. Hún var einstaklega
fróð um menn og málefni og
þekking hennar á ættum og
tengslum var einstök. Leiðir
okkar lágu saman í þessu sam-
eiginlega áhugamáli okkar allt
frá miðjum níunda áratugnum.
Þegar áhrifa Íslendingabók-
ar fór að gæta á landslýð, hrað-
fækkaði félögum í Ættfræði-
félaginu, þar sem menn töldu
sig í Íslendingabókinni hafa
fengið þau ættartengsl sem
þeir höfðu áhuga á, áttuðu sig
ekki á að það eru sögurnar sem
gæða ættfræðina lífi. Þá stóð
Anna Gunna, sem formaður,
um tíma andspænis þeirri stað-
reynd að hún gæti þurft að
leggja niður þetta hjartfólgna
sköpunarverk Péturs afa síns,
Ættfræðifélagið. Sem betur fer
kom ekki til þess. Allt til hinsta
dags var Anna Gunna virk í fé-
laginu okkar, sat í stjórninni og
lagði þar áfram allt gott til mál-
anna með fróðleik sínum og já-
kvæðni.
Við kveðjum hana með virð-
ingu og þökk.
Fyrir hönd stjórnar Ætt-
fræðifélagsins,
Guðfinna Ragnarsdóttir,
ritstjóri Fréttabréfs
Ættfræðifélagsins.
Anna Guðrún
Hafsteinsdóttir
Í dag kveðjum við
Lucie Einarsson
sem var eiginkona
Sólbergs föðurbróð-
ur okkar.
Lucie ólst upp í Danmörku og
átti danska móður en faðir henn-
ar var íslenskur, frá Arnardal í
Skutulsfirði. Hún kom sem ung
stúlka til Íslands til að kynnast
landi föður síns og vann á berkla-
hælinu á Vífilsstöðum. Þar
kynntist hún Sólberg sem hafði
veikst af berklum. Eftir að hann
útskrifaðist fóru þau heim til Bol-
ungarvíkur og hófu búskap á
æskuheimili hans, Sólbergi, hjá
foreldrum hans. Lucie bjó því öll
sín fullorðinsár í nágrenni við
æskuslóðir föður síns.
Börnin voru orðin þrjú er fjöl-
skyldan flutti í nýbyggt hús sitt á
sömu lóð. Þá var afi nýdáinn svo
amma flutti í íbúð í nýja húsinu
en okkar fjölskylda settist að á
Sólbergi. Upp frá því var náið
sambýli og samgangur á milli
fjölskyldnanna tveggja og Lucie
og Sólberg órjúfanlegur hluti af
tilverunni alla tíð.
Lucie fylgdi framandi blær þar
sem hún hafði alist upp í Dan-
mörku og talaði með dönskum
hreim. Hún átti foreldra og
systkini þar en samskiptin á þeim
tíma voru í formi sendibréfa og
pakkasendinga. Hún bar með sér
siði og venjur sem okkur þóttu
spennandi en hún aðlagaðist líf-
inu hér á landi og tókst af miklu
æðruleysi á við verkefni sín sem
íslensk húsmóðir á barnmörgu
heimili.
Lucie átti fallega hluti og hafði
✝
Lucie Ein-
arsson fæddist
3. september 1936.
Hún lést 8. nóv-
ember 2022.
Útför hennar fór
fram 19. nóvember
2022.
yndi af blómum. Það
mótaði hana að hafa
alist upp á stríðs-
tímum og var hún
afar hagsýn, skipu-
lögð og reglusöm.
Að þess tíma hætti
sá hún að mestu um
uppeldi barnanna
og lét þau lesa og
læra þótt hún hefði
ekki enn náð mjög
góðum tökum á ís-
lenskunni.
Okkur systkinunum þótti gam-
an að heimsækja hana og sitja í
eldhúsinu hjá henni og spjalla.
Þrátt fyrir að hún ræki stórt
heimili fann maður aldrei að hún
hefði ekki tíma eða að maður
væri að trufla hana. Hún kom
reglulega í morgunkaffi til
mömmu og voru þær góðar vin-
konur.
Það sem einkenndi Lucie ekki
síst var umhyggja hennar fyrir
fólkinu í kringum hana og áhugi á
því sem var að gerast.
Er Sólberg lést fyrir ári höfðu
þau fagnað 65 ára brúðkaupsaf-
mæli.
Í nábýlinu við okkar fjölskyldu
ríkti alla tíð góð vinátta og hlý
fjölskyldutengsl. Eftir dauða
pabba bjó mamma lengi ein og
sýndu Lucie og Sólberg henni
einstaka umhyggju og vitjuðu
hennar daglega.
Okkar lán var að fá að alast
upp í stórfjölskyldu, með Lucie
og Sólberg og börnum þeirra auk
ömmu í næsta húsi. Við erum afar
þakklát fyrir þeirra hlýhug og
vináttu við okkur og foreldra
okkar alla tíð.
Við sendum okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur til Ásgeirs, Bjarna,
Betu Jónu, Sölva, Maríu og fjöl-
skyldna þeirra.
Björg, Elísabet, Ása,
Jón Guðni, Ragna og
Ingibjörg, systkinin
frá Sólbergi.
Lucie
Einarsson
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
KRISTÍN INGUNN HARALDSDÓTTIR,
Kiddý í Haga,
lést fimmtudaginn 17. nóvember á
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Patreksfirði.
Útför hennar fer fram frá Hagakirkju föstudaginn 2. desember
klukkan 14. Útförinni verður streymt og má nálgast hlekk á
bit.ly/hagakirkja. Hlekk á streymi má einnig nálgast á
mbl.is/andlat.
Björg G. Bjarnadóttir Eiríkur Jónsson
Margrét Á. Bjarnadóttir Kristján Finnsson
Jóhanna B. Bjarnadóttir Árni V. Þórðarson
Hákon Bjarnason Birna J. Jónasdóttir
J. Kristín Bjarnadóttir
Haraldur Bjarnason María Úlfarsdóttir
Gunnar I. Bjarnason Regína Haraldsdóttir
og ömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUNNAR ÞÓRÓLFSSON
frá Stórutungu,
Bárðardal,
lést á dvalarheimilinu Hvammi síðastliðinn
mánudag. Útför fer fram frá Húsavíkurkirkju mánudaginn
28. nóvember klukkan 14.
Þorgerður Kjartansdóttir
Valdemar Gunnarsson Ingunn Heiða Aradóttir
Kristbjörg Gunnarsdóttir Jónas Kristjánsson
Guðrún Vilborg Gunnarsd. Ægir Berg Elísson
Kjartan Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn