Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 26
FRÉTTIR Innlent26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 Garðatorg 6 | Kringlunni | sími 551 5021 | vefverslun – aprilskor.is Apríl 5 ára Í tilefni af því verður 20% afsláttur af öllum skóm og fatnaði frá AOC og 15% afsláttur af skarti frá mjöll. Verið velkomin í verslun okkar á Garðatorgi 6 og í Kringlunni 2. hæð. Afslátturinn er einnig í vefverslun aprilskor.is vera innan um umræðu í arkitektúr og skipulagi alla mína ævi,“ segir hann frá. Þau hjónin hafi þá eitt sinn verið í kvöldgöngu í miðbæ Reykja- víkur og Sigurlaug kona Páls þá spurt: „Hefurðu tekið eftir því að við endum alltaf hérna, alltaf á þessum stað?“ Voru þau þá stödd á gatnamótum Laugavegar og Skólavörðustígs. Með alla arkitekt- úrumræðuna á bakinu hugsaði Páll með sér að þarna væri eitthvað sem hefði aðdráttarafl umfram aðra staði. Sjálfbærar borgir „Ég fór að velta því fyrir mér hvort til væru fræði sem tækju á þessu atriði og fer að gúggla og finn þá umhverfissálfræði sem leiðir til þess að ég fer til Sydney 2007 að læra fagið til meistaragráðu,“ segir hann frá. Þetta var við Háskólann í Sydney, arkitektúrdeild. Í framhaldinu hafi Páll farið að velta því fyrir sér hvers lags arkitektúr og hönnun skiptu mestu máli fyrir vellíðan og heilsu fólks. Hvað skapaði jákvæðust áhrif í umhverfinu. Hélt Páll náminu áfram til doktorsgráðu og fjallaði í lokaverkefni sínu um hvernig þétta mætti byggð án þess að ganga á þessar sálfræðilegu þarfir, eðli og atferli fólks. Tók hann svo að starfa að fagi sínu á Íslandi auk þess að starfa töluvert með Guðrúnu móður sinni við arkitektúr. Við fráfall henn- ar tók Páll við teiknistofunni og hélt áfram á vegferð sinni innan umhverfissálfræðinnar auk þess að skapa sér rannsóknarfarveg við Háskólann í Reykjavík. Í doktorsnáminu notfærði hann sér þrívídd og leikjavélar við rannsóknir sínar og hafði fyrir heimflutning sinn verið í sambandi við tölvunarfræðideild HR þar sem skólabróðir úr leikskóla, Hannes Högni Vilhjálmsson, sérfræðingur í þrívídd og sýndarveruleika, hafi hist fyrir. „Við tökum upp samstarf og höfum verið að vinna verkefnið „Sjálfbærar borgir framtíðarinnar“ frá 2014 sem er að þróa rann- sóknargrunn til að nota sýndar- veruleika og þrívídd í rannsóknum á áhrifum umhverfisins á okkur og upp úr þessu brölti varð fyrirtækið Envalys til.“ Grátt, kalt og dautt Sálfræðileg endurheimt er hugtak sem þeir Hannes hafa verið að horfa til og felst í því hvernig um- hverfið geti hjálpað okkur að hlaða batteríin í dagsins önn. „Þegar við erum að takast á við alls konar viðfangsefni í daglega lífinu, þau geta verið sálfræðileg, líkamleg, til dæmis að fara á milli staða, auk félagslegra áskorana, göngum við Páll Jakob Líndal heitir maður, doktorsmenntaður í umhverfissál- arfræðum hinum megin á hnettin- um, í Ástralíu, og hefur farið mik- inn í opinberri umræðu nýverið þar sem hann boðar mannkyni nýtt og betra líf taki það að gefa harðsnún- um fræðum hans gaum. Páll, sem er sonur Páls Líndals heitins, ráðuneytisstjóra, lögmanns, rithöfundar og eins fróðasta manns um sögu Reykjavíkur, og Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts heitinnar, á sér þó fleiri hliðar en umhverfis- vísindi sín. Þessi tæplega fimmtugi doktor telur þá iðju að sökkva sér í ískalt vatn hressandi umfram aðrar athafnir mannlegs lífs. Morgunblaðið sér þess vissulega engin tormerki að kynna fræði Páls fyrir lesendum sínum rétt eins og Aristóteles siðfræði Níkomakkosar, þó það nú væri, en fyrst var honum gert að útskýra hneigð sína til frostmarks. Æ sér gjöf til gjalda segir orðatiltækið. Hlutlaust ástand „Þetta er þannig að í mjög langan tíma hef ég haft áhuga á hugarfari, hvernig þú getir tekið hausinn á þér og unnið með hann þannig að hann sé hvetjandi, upplífgandi og styrkj- andi, þannig að það sé eitthvert gagn að honum,“ segir Páll þar sem hann hefur tekið sér bólfestu í fundarsal hótels í Reykjavík og mælt sér þar mót við blaðamann. Eitt af því sem heillar hann við köldu böðin er að þau setja hann í algerlega hlutlaust ástand. „Þegar þú ferð í ískalt bað er það eina sem þú hugsar um að þú vilt komast upp úr, núna! Með því að þjálfa hausinn á þér í því að taka stjórnina sjálfur yfir þessum með- fæddu viðbrögðum ert þú farinn að stjórna, en ekki einhver frumstæð neyðarviðbrögð,“ útskýrir Páll. Til þess þurfi að sleppa takinu á óþægindunum og gefa sjálfum sér algjöran frið. „Þegar það tekst er ástandið þannig að hugurinn tæmist og þú hugsar ekki um neitt nema baráttuna við það að rjúka upp úr. Það eina sem kemst að er sú vinna og þá hverfa allar áhyggj- ur lífsins þar sem ekkert kemst að nema að komast upp úr,“ segir umhverfissálfræðingurinn. Lært að hafa stjórn Hann hóf ferilinn í baðkari sínu heima, gerði öndunaræfingar og náði einbeitingunni áður en hann smeygði sér ofan í ískalda martröð- ina. Kveðst Páll hafa dregið mikinn lærdóm af hinum hollenska Wim Hoff er kenni öndunaræfingar kuldafíkla á YouTube. Á honum hefur hann mikið dálæti. „Þetta snýst um að missa ekki andardráttinn í eitthvert rugl, þú verður að anda hægt og djúpt. Þannig vann ég mig upp í þessu, fór svo að fara í kalda pottinn í laugunum og í kjölfar þess í alls konar ár og læki. Þetta þjálfast upp og maður verður betri, þetta verður allt þessi hugarreynsla. Og þetta hefur breytt mínu hugarfari yfir höfuð. Þegar þú ert búinn að læra að hafa stjórnina við þessar aðstæður yfirfærirðu það á aðrar aðstæður í lífinu. Geti ég haldið ró minni í á sem er á leið út í sjó hlýt ég að geta haldið ró minni þegar ég er að fara að halda fyrirlestur fyrir fimmtíu-hundrað manns eða selja einhverja hugmynd. Þetta setur hlutina í eitthvert samhengi sem að mínu mati er ákaflega sterkt,“ segir Páll. Næsti Pavarotti Við getum ekki látið dæluna ganga um köld böð daglangt, blaðamaður hefur prófað einu sinni og þarf mikið til að endurtaka þá athöfn. Páll er umhverfissálfræðingur sem fyrr segir, menntaður í Ástralíu. Hvernig kemur þetta til? „Það er þannig að árið 2004 er ég í klassískum óperusöng, ætlaði að verða næsti Pavarotti, það gekk ekki eftir. Ég er að reyna að finna út úr hlutunum, er með sálfræði- bakgrunn og líka líffræði, búinn að á orku okkar og getu til að takast á við verkefnin. Við þurfum því að hlaða batteríin til að geta haldið áfram,“ útskýrir Páll. Höfuðatriðið sé þá að rannsaka hvaða þættir veiti hina eftirsóttu sálfræðilegu endurheimt og um leið hvaða þættir hafi gagnstæð áhrif. Þar sé til dæmis náttúra almennt talin betri en umhverfi úr steinsteypu þótt byggt umhverfi geti vissulega verið mjög gefandi að þessu leyti. „Þá erum við komin með eitthvað sem rannsóknir sýna að ýti undir þetta ferli endur- heimtar. Grátt, kalt, hrátt og dautt umhverfi gerir það ekki,“ útskýrir sálfræðingurinn. Rosalegt ef ekki á að nýta Djúpavogshreppur hafi á sín- um tíma til dæmis sýnt fræðum þessum mikinn áhuga en önnur sveitarfélög flest ekki verið alveg tilbúin til að opna budduna fyrir sálfræðilega endurheimt. „Þarna er skref sem þarf bara að stíga, nú er mikil uppbygging fram undan í íbúðarhúsnæði og það er alveg rosalegt ef við ætlum ekki að nýta þetta tækifæri sem hér er fyrir framan okkur og læra eitthvað af þessu svo við þróumst eitthvað í þekkingu á því hvernig á að byggja upp manneskjulegt og gott um- hverfi,“ segir Páll. Hann játar að nokkuð sé á bratt- ann að sækja við að vekja áhuga á þessu hugðarefni þeirra Hannesar. „Við sem samfélag erum ekki nægj- anlega vísindalega þenkjandi þegar kemur að sálfræðilegum áhrifum umhverfis á fólk, þeir sem eru að vinna þetta eru ekki vísindamenn, þá á ég við arkitekta og hönnuði, þetta eru ólíkar greinar og það sem við erum að gera á að koma sem viðbót við og leiðbeiningar og hjálp inn í skipulags- og hönnunarferlið,“ heldur hann áfram. „Hvað er ég þá að gera? Ekki sé verið að ógna ferlinu á nokkurn hátt né fullyrða að arki- tektar og hönnuðir viti ekki hvað þeir eru að gera. „Ég lifi og hrærist í umhverfissálfræði frá degi til dags og arkitekt, þótt hann kunni ýmislegt fyrir sér, þarf að hyggja að mörgum öðrum þáttum. En ef hann getur sinnt því sama og ég, með því að hafa umhverfissálfræði sem hliðargrein, og ég hef menntað mig og sérhæft mig í, hvað er ég þá að gera?“ spyr Páll. „Þetta eru ekki upplýsingar sem eru gerðar til að koma í bakið á fólki, þetta eru upplýsingar sem eiga að hjálpa okkur að búa til betra umhverfi og hafa betra sam- félag. Um það snýst þetta,“ segir Páll Jakob Líndal, umhverfissál- fræðingur og áhugamaður um köld böð, að lokum. lPáll Jakob Líndal öðlast fullkomna stjórn við ísköld böðlÆtlaði að verða næsti Pavarotti lHeillaðist af umhverfissálfræðilHvaða þættir í umhverfi okkar veita sálfræðilega endurheimt Hóf ferilinn í eigin baðkari Sólrík Páll Jakob Líndal ásamt Sigurlaugu Gunnarsdóttur konu sinni og börnum, Guðrúnu Helgu og Páli Jakob. Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.