Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 60
60 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 ✝ Sigríður Pálmadóttir fæddist á Akureyri 30. september 1923. Hún lést á Landspítalanum 15. nóvember 2022. Foreldrar hennar voru Pálmi Anton Loftsson, forstjóri Skipaútgerðar rík- isins, f. 17. septem- ber 1894, d. 18. maí 1953, og Guðríður Vilhjálms- dóttir tónlistarkennari, f. 28. júní 1898, d. 2. september 1925. Systir Sigríðar er Guðríður, f. 12. júní 1925, d. 29. desember 1998, maki Garðar Hólm Páls- son, f. 2. janúar 1916, d. 31. júlí 1984. Uppeldissystir Sigríðar er Ingibjörg Stefánsdóttir, 9. ágúst 1929, d. 8. febrúar 2002, maki Steinunn Hreinsdóttir, f. 16. ágúst 1958. Barn Más og Steinunnar er Styrmir, f. 20. febrúar 1992, sambýliskona Snædís Anna Valdimarsdóttir, f .23. júlí 1991. Börn Más og Sig- rúnar Andrésdóttur, f. 17. maí 1944, d. 3. ágúst 1978, eru: a) Davíð, f. 28. maí 1968, maki Lilja Ragnhildur Einarsdóttir, f. 10. desember 1973. Barn þeirra er Styrkár Jökull, f. 11. júní 2003. Fyrir átti Davíð son- inn Arnór Kára. Barn Arnórs Kára er Úlfur Þór, f. 25. janúar 2021, móðir Margrét Unnars- dóttir, f. 1. apríl 1991. 2) Gunn- ar Már, f. 15. mars 1971. Börn hans og Línu Rutar Wilberg (skilin), f. 11. mars 1966, eru Sigrún, f. 18. maí 1998, d. 20. maí 1998, Már, f. 19. nóvember 1999, Nói, f. 19. júlí 2004. 3) Harpa, f. 27. nóvember 1975, maki Hrafnhildur Gunnarsdótt- ir, f. 17. maí 1964, barn þeirra er Hólmfríður Bóel, f. 31. ágúst 2018. Þá er Már faðir Helga Þórs, f. 3. apríl 1984, d. 28. júní 2008. 2) Guðríður Unnur Gunnars- dóttir, f. 17. mars 1947. Barn hennar er Gunnsteinn Þórisson, f. 16. september 1987, faðir Þórir Steingrímsson, f. 24. ágúst 1946. Maki Ingunn Odds- dóttir, f. 28. nóvember 1985. 3) Gunnhildur, f. 22. nóvem- ber 1950, maki Björn Jóhann Björnsson, f. 22. júní 1949. Börn þeirra eru: a) Björn Bragi, f. 22. júlí 1980, maki Torfhildur Jóns- dóttir, f. 15. mars 1985. Börn þeirra Freyja Sigríður, f. 9. september 2010, Björn Bene- dikt, f. 19. nóvember 2012, Ísa- bella, f. 17. apríl 2015. b) Sigríð- ur Mjöll, f. 11. maí 1988. Sigríður starfaði sem bóka- vörður um árabil við Borg- arbókasafn Reykjavíkur. Hún hafði áhuga á andlegum mál- efnum og var náttúruunnandi. Eftir andlát Gunnars flutti Sig- ríður í þjónustuíbúð að Norð- urbrún. Útför Sigríðar verður gerð frá Áskirkju í dag, 25. nóv- ember 2022, og hefst athöfnin kl. 10. maki Árni H. Guð- mundsson, f. 8. apríl 1928, d. 22. febrúar 2007. Systurnar Sig- ríður og Guðríður fluttust eftir andlát móður sinnar til Reykjavíkur og ól- ust upp hjá móður- ömmu sinni, Sigríði Hansdóttur, fyrstu árin, en áttu síðar heimili hjá föður sínum og stjúpu, Thyru Loftsson, tann- lækni í Reykjavík. Hinn 23. júní 1945 giftist Sigríður Gunnari Helgasyni frá Hlíðarenda í Fljótshlíð, f. 10. apríl 1925, d. 24. október 2006. Börn Sigríðar og Gunnars eru: 1) Már, f. 4. desember 1944, Í dag kveð ég elskulega tengdamóður mína Sigríði Pálmadóttur með þökk fyrir einstaka vináttu sem aldrei bar skugga á, en hún andaðist á Landakoti 15. nóvember sl. Ekki er ætlunin að rekja ævi hennar og störf en aðeins minnast á mannkosti hennar og viðhorf, en hún var einstök kona og gædd þeirri náðargáfu að laða fram það besta í fólki. Þegar ég fyrst kom á fallegt heimili tengdaforeldra minna í Efstasundi fyrir 34 árum, þá blasti við hlýja og alúðleiki sem hefur umvafið mig alla tíð, enda sómafólk í alla staði og höfð- ingjar heim að sækja. Eftir að Gunnar kvaddi eru ferðir okkar hjóna með (tengda)móður okk- ar innanlands sem og utan sér- lega eftirminnilegar, sem við höfum oft rifjað upp og hent gaman að. Þar eru ofarlega í huga ferðirnar til Akureyrar, Vestmannaeyja og Kaupmanna- hafnar þar sem mannlífið var skoðað með mikilli eftirvænt- ingu, kvöldstundirnar ljúfar, hvort sem grillað var heima eða snætt við fallegt sólsetur í Ný- höfninni í takt við harmóníku- tóna og iðandi mannlíf. Sirrí var fallegt mannsbarn, hlý og gæfurík. Þrátt fyrir erf- iða æsku kunni hún þá list að gefa af sér án skilyrða, fanga augnablikið og sjá fegurðina í hversdagsleikanum. Mildi og gæska voru höfuðdyggðir og með hlýlegri framkomu og brosmildi dró hún fram hið já- kvæða og kom hinu góða til leiðar, enda annáluð fyrir gæsku og bjartsýni. Hún talaði ætið vel um fólkið sitt sem hún unni svo mjög og gjarnan hvarf hugurinn að sveitinni á Hlíð- arenda, þar sem þau Gunnar reistu sér bústað á fallegri spildu við Hlíðarendakirkju. Á heimili sínu á Norðurbrún, þar sem hún dvaldi síðustu ævi- ár sín, lágu á stofuborðinu bækur um gullvæg gildi og ým- is spakmæli, og las ég stöku sinnum eitt og eitt gullkorn, okkur til gamans. Sirrí trúði því að í sérhverjum manni byggi grundvallarkærleikur; ef hann hlustar á þessa innri röddu og breytir samkvæmt henni þá er leiðin að betri heimi greiðari. Hún kunni þá list að hlusta, talaði af mildi og lagði þannig grunn að mann- kærleika sem hún ræktaði eins og kostur var. Höfuðmálið er ekki hamingjan heldur ferða- lagið að farsældinni sem þarf að huga að hverju sinni til að takast á við sjálfan sig og hlut- ina. Ég áttaði ég mig á því að hún hafði gefið mér mikinn styrk, sem fólst ekki í fátæk- legum orðum heldur í þeirri gefandi góðvild, viðurkenningu og gagnkvæmu trausti sem styrkti vinarþel. Daginn áður en hún kvaddi og mátturinn var tekinn að þverra, þá söng ég fyrir hana kvæðið „Í Hlíðarendakoti“ og ekki var laust við að sú and- artaksuppljómun sem við blasti hafi bært huga hennar og borið hann heim á æskuslóðir. Lífið heldur áfram, jólin nálgast og það er skrýtið til þess að hugsa að Sirrí verði ekki með okkur á aðfangadag eins og venja var síðustu ár, en um leið er kært að vita að ferðalagi hennar er lokið að sinni og hún komin í sveitina fögru, sameinuð fólkinu sínu. Ég kveð af auðmýkt og kær- leika og þakka ástkærri tengdamóður minni fyrir gæfu- ríka samleið og bið Guð að blessa minningu hennar. Þín Steinunn. Elsku amma mín Sirrí fékk að sofna svefni sínum langa. Það er ekki langt síðan ég átti gott spjall við ömmu og ég Sigríður Pálmadóttir ✝ Linda Finn- bogadóttir Venegas fæddist á Siglufirði 18. maí árið 1942. Linda lést á Huntington- sjúkrahúsinu í Pasadena, Los Angeles, 5. októ- ber 2022. Foreldrar Lindu voru Finnbogi Halldórsson skip- stjóri, fæddur í Ólafsfirði 3. apríl árið 1900, látinn 27. mars 1954 og Jóna Friðrikka Hildigunn Franzdóttir, fædd á Dalvík 26. september 1910, látin 11. janúar 1965. Systkini Lindu eru: 1) Karl Daníel, f. 25.11. 1928 á Siglu- firði, kvæntur Ragnhildi Jóns- dóttur, f. 26.2. 1930, d. 9.8. 2015, 2) Víðir, f. 20.4. 1930 í Vestmannaeyjum, kvæntur Karen Magnúsdóttur, f. 4.4. ur frá Siglufirði ásamt for- eldrum sínum og systkinum árið 1946. Linda útskrifaðist sem hjúkrunarkona frá Hjúkrunarkvennaskóla Ís- lands ásamt tvíburasystur sinni, Björk, árið 1963 og starfaði sem slík í Reykjavík, á Ísafirði, Vestmannaeyjum, Akranesi, Englandi og síðar árum saman í Los Angeles í Kaliforníu en þangað fluttist hún árið 1973. Linda var afar elsk að landi sínu og þjóð, ekki síst sinni stóru fjölskyldu sem býr á Íslandi og reyndar víðar. Tíðar heimsóknir hennar til Íslands vöktu jafnan mikla til- hlökkun og gleði hjá henni, systkinum hennar og fjöl- skyldum. Linda og systkini hennar voru einkar náin og tækniframfarir nýttu Linda og Björk systir hennar og bræður sér til fulls og talaði Linda til Íslands daglega ár- um saman. Bálför Lindu hefur farið fram í kyrrþey og duftker hennar verið jarðsett í Foss- vogskirkjugarði að hennar eigin ósk. 1931, d. 29.3. 2018, 3) Hólmar, f. 21.2. 1932 í Vest- mannaeyjum, d. 14.4. 2008, var kvæntur Sigrúnu Hallgrímsdóttur. Þau skildu. Seinni kona Hólmars var Karitas Guð- mundsdóttir, f. 15.8. 1945. 4) Björk, f. 18.5 1942 á Siglufirði, gift Ólafi Stein- grímssyni f. 5.1 1942. Systk- inabörn Lindu eru eru átján. Linda giftist Raul Venegas, f. 13.11. 1937, og eignuðust þau tvær dætur: 1) Letta Björk, f. 20.3. 1972, gift Felipe Lara, 2) Carlota Björk, f. 28.8. 1976. Barnabörn Lindu eru fimm, Andres og Finnbogi og Julian, Sebastian og Zia. Linda fluttist til Reykjavík- Elsku Linda frænka okkar er fallin frá og er sárt saknað. Þrátt fyrir að hafa búið í Am- eríku alla okkar tíð, þá var hún stór partur af lífi okkar systk- ina. Linda var eineggja tví- burasystir mömmu og voru þær um margt mjög líkar. Það var auðvelt að ruglast á þeim í síma og þær deildu kækjum, húmor, hreyfingum og fjöldamörgu öðru. Þær systur voru afskap- lega nánar og það reyndi oft á mömmu að systir hennar byggi svona langt í burtu. Áður en farsímar og FaceTime voru í boði þá notuðu þær kassettu- tæki og „töluðu saman“ nær daglega. Mamma setti tækið á upptöku á meðan hún sinnti húsverkum eða yfir kaffiboll- anum á morgnana og sagði systur sinni frá okkar daglega lífi. Linda gerði eins í Kali- forníu og svo sendu þær spól- urnar fram og til baka í pósti. Fyrir vikið fylgdust þær grannt með lífi hvor annarrar og gátu gefið umhyggju, góð ráð og annað, sem þær annars hefðu átt erfitt með vegna fjarlægð- arinnar. Með tæknilegum fram- förum gátu þær að lokum talað saman í mynd og hringdust þær á nær daglega undanfarinn áratug. Linda frænka var sér- lega hlý kona, gestrisin og örlát og það var gott að sækja hana heim. Hún hélt alltaf við tungu- málinu sínu með lestri á ís- lenskum bókum, en einstaka sinnum henti það hana að rugla saman íslenskum og enskum orðum, oft með mjög skondnum afleiðingum. Til dæmis hrósaði hún einhvern tímann góðri mál- tíð með því að segja á ensku: „This was a wonderful meal, give my compliments to the kokk.“ Linda hló alltaf hátt og snjallt að sjálfri sér við þessar aðstæður enda hafði hún góða kímnigáfu og tók ekki sjálfa sig of hátíðlega. Hún var hörkutól, oft aðeins of mikið þannig að fólkið i kringum hana áttaði sig ekki alltaf á þegar hún þurfti að hægja aðeins á. Þegar hún kom í heimsóknir til Íslands á seinni árum, þá báru mamma og pabbi hana á höndum sér. Þau þrjú undu sér einstaklega vel saman og fóru í mörg góð ferðalög í gegnum árin. Pabbi kippti sér ekkert við að sofa stundum í gestaherberginu svo þær systur gætu setið uppi í rúmi og spjallað saman langt fram á nótt. Linda var einstak- lega góð amma, ekki bara við sín eigin barnabörn, heldur líka barnabörnin hennar mömmu. Hún fylgdist alltaf grannt með öllu sem þeim viðkom og hringdi oft til að bjóða góð ráð, sýna stuðning og ástúð þegar eitthvað bjátaði á hjá okkur. Börnin okkar minnast hennar með mikilli gleði, því hún var skemmtileg frænka, gaf góðar gjafir, hlustaði vel og var alltaf svo hlý. Það er stórt skarð höggvið í fjölskylduna með frá- falli elsku Lindu okkar og hún mun svo sannarlega lifa áfram í minningunni. Hugur okkar er hjá dætrum hennar, Lettu Björk og Carlotu, sem eru að læra að lifa án mömmu sinnar. Við kveðjum þig með sárum söknuði, elsku frænka okkar. Takk fyrir að vera þú. Með sorgarkveðjum, Sigrún Ólafsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Orri Ólafsson, makar og börn. Það var sárt að fá þær fréttir að Linda, okkar elskulega föð- ursystir, hefði kvatt eftir stutt veikindi. Linda og Björk ein- eggja tvíburasystur, svo nánar að þær voru stundum eins og ein manneskja, missir Bjarkar er því mikill á þessari sorg- arstundu. Þær systur áttu þrjá bræður sem voru töluvert eldri en þær, alla tíð hefur verið eft- irtektarvert hve fallegt og kær- leiksríkt samband hefur ríkt á milli þeirra systkina. Þau systkinin misstu foreldra sína langt fyrir aldur fram og voru þær systur þá ungar að árum. Björk og Linda voru eftir það heimagangar á heimilum bræðra sinna, þær komu oft í mat heim til okkar þegar við systur vorum börn, pössuðu okkur ef foreldrarnir brugðu sér af bæ og gistu einnig oft, sem okkur systrum þótti skemmtilegt. Þegar við hugsum um Lindu minnumst við einstakrar mann- eskju, hún var svo ljúf og já- kvæð og sá allt það góða í fólk- inu sínu og lífinu öllu. Linda var einnig afskaplega glæsileg, fínleg og falleg með dökka, þykka hárið sitt, alltaf svo fal- lega klædd með fallega brosið sitt. Linda elskaði Ísland en hún hafði búið í Los Angeles í Kali- forníu öll sín fullorðinsár. Þar ytra stofnaði hún sína fjöl- skyldu og eignaðist yndislegu dætur sínar þær Lettu Björk og Carlotu Björk og eru barna- börnin orðin fimm. Linda var mikil fjölskyldumanneskja og þrátt fyrir að búa langt frá stórfjölskyldunni voru sam- skiptin mikil. Linda heimsótti Ísland eins oft og henni var unnt, einnig hringdi hún oft í fjölskyldumeðlimi, bæði systk- ini sín og börn þeirra og lagði mikið á sig til að vera í góðum tengslum og fylgjast með hverjum og einum. Margir úr fjölskyldunni hafa heimsótt Lindu til Ameríku, einnig hafa systkinabörn hennar mörg hver dvalið hjá henni um lengri eða skemmri tíma, sem au pair eða annað. Heimilið hennar stóð alltaf opið fyrir fjölskylduna og margir eiga dýrmætar minn- ingar um dvöl eða heimsókn til Lindu. Linda var mikill matgæðing- ur og eldaði dásamlegan mat. Við minnumst veislumáltíða sem Linda eldaði oft ofan í fjölda manns þegar hún var á Íslandi, sérstaklega þegar hún hélt mexíkóskar veislur sem hún var snillingur í, við elsk- uðum það. Linda heimsótti Ísland í hinsta sinn síðastliðið sumar, fyrir samverustundir þá erum við systur þakklátar. Við minnumst Lindu með mikilli hlýju um leið og við sendum eftirlifandi systkinum Lindu, Kalla, pabba okkar Víði og Björk og frænkum okkar Lettu og Carlotu og þeirra börnum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Minningin um yndislega konu mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Anna Jóna, Stella, Berglind og Harpa. Linda frænka, Linda mín. Kveðjuorðin mín til frænku minnar voru einkar erfið, á myndsíma frá Hafnarfirði til Los Angeles. Því þar var ég að kveðja Lindu frænku hinstu kveðju en Linda hefur verið svo stór hluti af lífi mínu frá því ég fæddist þó hún hafi lengstum búið í Los Angeles. Það hefur þó fátt komið í veg fyrir að Linda frænka hafi heimsótt föðurlandið sitt ótal sinnum og ég farið og heimsótt hana og fjölskyldu hennar mörgum sinnum. Í gegnum árin okkar hefur Linda föðursystir mín frekar verið eins og systir mín en frænka. Það segir mikið um þessa stórkostlegu konu sem hún var. Linda var svo ljúf, hún var svo glaðvær, hún var góð- mennskan uppmáluð, og Linda var glæsileg yst sem innst. Linda mín var systir hans pabba míns og þau áttu ein- stakt samband. Fallegasta systkinasamband sem ég hef séð. Amma og afi, foreldrar hennar, dóu fremur ung frá þeim systkinum sem leiddi til þess að foreldrar mínir urðu þeim tvíburasystrum Lindu og Björk eins og foreldrar og því styrktust tengslin enn frekar. Linda var einstök móðir dætra sinna, Lettu og Carlotu, einstök amma, einstök systir og mágkona og ekki síst dásamleg frænka okkar systk- inabarna hennar sem mörg hver heimsóttu Lindu um lengri eða skemmri tíma og undu þar í dásamlegu skjóli hennar. En Linda mín hafði heimþrá, hún saknaði Íslands og því hvílir hún á Íslandi þar sem hún var lögð til hinstu hvílu í kyrrþey. Hafðu þökk fyrir allt og allt, dásamlega Linda frænka mín. Hvíldu í friði. Þú ert komin heim. Þín elsk- andi bróðurdóttir, Jóna Dóra Árið er 1960. Í anddyri Hjúkrunarskóla Íslands safnast saman hópur af ungum stúlkum sem ætla að gera hjúkrun að ævistarfi sínu. Þær voru allar mér ókunnar en fljótlega beind- ist athygli mín að tveimur dökkhærðum stúlkum sem voru næstum alveg eins. Þær voru klæddar einstaklega fallegum fötum, alveg eftir nýjustu tísku. Þetta voru tvíburarnir Linda og Björk. Árin í heimavistinni í Hjúkr- unarskólanum voru gefandi og skemmtileg og við sem hófum nám þarna haustið 1960 bund- umst vináttuböndum sem aldrei hafa rofnað. Ég kynntist Lindu og Björk mjög fljótt og við urðum góðar vinkonur þó að við kæmum úr ólíku umhverfi, ég sveitastelp- an en þær ekta borgarstúlkur úr Reykjavík sem höfðu meira að segja ferðast til útlanda. Eftir að námi lauk og við brautskráðar hjúkrunarkonur tók alvara lífsins við. Minningarnar eru margar, dvölin í Englandi í enskunámi var mikil upplifun. Heimkomnar nokkrum árum síðar leigðum við Linda saman íbúð vestur í bæ, við unnum þá báðar á Slysavarðstofunni. Hollsystur okkar voru flestar komnar með eiginmenn og jafn- vel börn og þar á meðal Björk. Þetta var skemmtilegur tími, sambúðin gekk vel, Linda var mér reyndar mikið fremri í öllu heimilishaldi og matargerð. En brátt var frjálsræðinu lokið og við fórum hvor í sína áttina. Linda fór til Bandaríkj- anna og kynntist þar Raoul eig- inmanni sínum og þau eignuð- ust tvær yndislegar dætur. Vináttan hélst með bréfa- skriftum og Linda kom til Ís- lands eins oft og kostur var. Þá var oft glatt á hjalla hjá okkur hollsystrunum, og við ræddum saman eins og árin hefðu þurrkast út. Það var mér mikil ánægja að fá tækifæri til að heimsækja Lindu og fjölskyldu hennar til Los Angeles þegar ég var á ferð í Bandaríkjunum 1988. Mér var svo vel tekið af þeim öllum og Linda fór með mig um allt og sýndi mér margt og mikið í þessari stórkostlegu borg. Linda Finnboga- dóttir Venegas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.