Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 38
FRÉTTIR Erlent38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 Sex milljónir manna í straffi lCovid-reglur hertar í Zhangzhou Kínversk stjórnvöld ákváðu í gær að setja samkomubann á um sex millj- ónir íbúa borgarinnar Zhangzhou, auk þess sem gripið verður til víð- tækra skimana vegna Covid-19. Nýj- um tilfellum kórónuveirunnar hefur fjölgað mjög í Kína síðustu daga, en stjórnvöld þar hafa stranga stefnu um „núll smit“ gagnvart faraldrinum. Samkomubannið nær til nokkurra hverfa í borginni og má enginn íbúi þeirra yfirgefa svæðið nema hann geti framvísað neikvæðu prófi og sérstöku leyfi frá yfirvöldum. Þá hefur íbúum verið ráðlagt að halda sig heima við nema brýna nauðsyn beri til. 31.444 ný tilfelli voru skrásett í Kína á miðvikudaginn, og hafa þau ekki verið fleiri í landinu frá upphafi faraldursins, sem var í borginni Wuhan í árslok 2019. Þó að hin nýju tilfelli séu einungis lágt hlutfall af kínversku þjóðinni hefur hvert nýtt tilfelli strangar aðgerðir í för með sér, þar sem kínversk stjórnvöld hafa ver- ið iðin við að setja á samkomu- eða jafnvel útgöngubann á heilar borgir í þeirri von um að hægt sé að koma böndum á faraldurinn þannig. Hafa hinar hörðu aðgerðir leitt til nokkurrar þreytu meðal almennings, og hafa mótmæli og jafnvel óeirðir brotist út vegna þeirra. Þannig brutust út á miðvikudaginn óeirðir meðal verkamanna við iPhone-verk- smiðju í Zhangzhou, þar sem þeir mótmæltu lökum aðstæðum sínum og því að laun og bónusar hefðu verið vangoldin. Foxconn-fyrirtækið, sem er frá Taívan-eyju, rekur verksmiðjuna og sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem beðist var afsökunar á því að villa í launakerfi þess hefði leitt til villu við útborganir launa. Þá myndi fyrirtækið gera sitt besta til að greiða úr öðrum áhyggjum og kröfum starfsmanna sinna. AFP Sýnataka Reglulega er skimað fyrir kórónuveirunni í Kína. sínar til þess að halda verunum gang- andi. Úkraínska orkumálaráðuneytið lýsti því yfir í gær að búið væri að tengja verin öll aftur við orkunet landsins. Þá varð einnig rafmagnslaust í Moldóvu, nágrannaríkis Úkraínu, en orkunet þess er tengt því úkraínska. Maia Sandu, forseti Moldóvu, fundaði í gær með þjóðaröryggisráði landsins til að ræða orkumál, en sendiherra Rússlands var kallaður á teppið vegna rafmagnsleysisins í fyrradag. Sendi Patriot til Úkraínu Mariusz Blaszczak, varnarmálaráð- herra Póllands, sagði í gær að hann hefði óskað eftir því við þýsk stjórn- völd, að Patriot-loftvarnarkerfi, sem Þjóðverjar vilja senda til Póllands, verði þess í stað sent til Úkraínu til að verja vesturhluta landsins. Sagði Blaszczak að með því gætu Úkraínumenn varið sig gegn frekari árásum og rafmagnsleysi, á sama tíma og þeir myndu tryggja öryggi við landa- mæri Póllands og Úkraínu. Boð Þjóðverja kom í kjölfar atviksins í síðustu viku, þar sem tveir Pólverjar féllu þegar eldflaug sprakk skammt frá þeim í bænum Przewodow, sem er skammt frá landamærum Póllands og Úkraínu. Er talið líklegast að um úkraínska loftvarnarflaug hafi verið að ræða. Þjóðverjar hafa einnig sent Patriot-kerfið til Slóvakíu, sem einnig á landamæri að Úkraínu. Christine Lambrecht, varnarmála- ráðherra Þýskalands, sagði að beiðni Pólverja yrði borin undir Atlantshafs- bandalagið, þar sem boð Þjóðverja hefði verið hugsað sem leið til þess að styrkja varnir bandalagsríkjanna í austri og koma í veg fyrir svipuð atvik og það í síðustu viku. Sagði Lambrecht að þar sem Patriot-kerfið væri hluti af sam- eiginlegum loftvörnum bandalagsins yrði að ræða uppástungu Pólverja við bandamenn. Tefur inngönguSvía ogFinna Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði í gær að ungverska þingið myndi staðfesta aðild Finna og Svía þegar það kæmi aftur saman á nýju ári í febrúar 2023. Ungverjar og Tyrkir eru nú einu þjóð- irnar sem eiga eftir að staðfesta aðild norrænu þjóðanna tveggja. Ungverska stjórnarandstaðan hefur sakað Orbán um að tefja málið vegna deilna hans við Evrópusambandið, en sambandið hefur neitað að veita fjármagni vegna heimsfaraldursins til Ungverjalands nema stjórnvöld þar standi að umbótum í spillingarmálum. Framkvæmdastjórn ESB lýsti því yfir í gær að hún teldi Ungverja ekki hafa gert nægar umbætur til þess að réttlæta það að veita landinu fé úr sam- eiginlegum sjóðum, en málið verður skoðað á fundi framkvæmdastjórnar- innar í næstu viku. Um 70% af íbúum Kænugarðs þurftu að lifa án rafmagns í fyrrinótt, þar sem erf- iðlega gekk að koma orkuverum aftur í gang eftir loftárásir Rússa í fyrradag. Vítalí Klitsjkó, borgarstjóri Kænugarðs, sagði að starfsmenn borgarinnar hefðu unnið hörðum höndum að því að koma aftur á aðgangi borgarbúa að rafmagni og heitu vatni, en þrátt fyrir það væru enn nærri tveir-þriðju hlutar Kænu- garðs rafmagnslausir. Kíríló Tímósjenkó, aðstoðarskrif- stofustjóri forsetaembættis Úkraínu, lýsti því yfir síðar um daginn að búið væri að koma rafmagni aftur á í öllum héruðum Úkraínu, en að mikilvægir innviðir hefðu verið tengdir á ný fyrst. Gerði Tímósjenkó ráð fyrir að almennir borgarar myndu smátt og smátt fá aftur rafmagnstengingu. Veður fer nú ört kólnandi í Úkraínu, og var hitastigið í Kænugarði í gær rétt um frostmark. Hefur alþjóðaheil- brigðisstofnunin WHO varað við því að gríðarlegur fjöldi Úkraínumanna gætu orðið fyrir miklum áhrifum í vet- ur vegna kuldans, og að allt að þrjár milljónir gætu endað á flótta vegna skorts á hita. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti reyndi að stappa stálinu í þjóð sína á samfélagsmiðlum, en hann sagði að „ljósið hefði alltaf betur gegn myrkr- inu.“ Bætti Selenskí við að innrásarlið Rússa myndi aldrei skilja það, því að þeir hefðu þurft að lifa við langan tíma í algjöru myrkri. Staðfest var í gær að tíu manns hefðu fallið, þar af eitt nýfætt barn, og um 50 særst í árásum Rússa á mið- vikudaginn. Rússneska varnarmála- ráðuneytið neitaði hins vegar í gær að Rússar hefðu ráðist á Kænugarð, og sagði að skemmdir þar hefðu komið vegna þess að loftvarnir Úkraínumanna hefðu brugðist og fallið á borgina. Engin sönnunargögn voru hins vegar sett fram fyrir þessum fullyrðingum. Búið að tengja verin aftur Öll þrjú kjarnorkuver Úkraínumanna, sem þeir ráða enn yfir, urðu rafmagns- laus vegna árásanna á miðvikudaginn og þurftu að treysta á varaaflstöðvar Glímt við rafmagnsleysið lÚkraínumenn keppast við að laga orkuinnviði eftir árásir RússalSelenskí segir að „ljósið“ hafi ávallt beturlPólverjar vilja að Patriot-kerfið verði sent til Úkraínu Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is AFP/Yuriy Dyachyshyn Myrkvun Kona gengur ummyrkvuð stræti Lvív, í vesturhluta Úkraínu, í fyrrakvöld eftir árásir Rússa. Fordæma ofbeldi Írans- stjórnar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í gær ofbeld- isverk íranskra stjórnvalda gegn friðsömum mótmælendum og samþykkti að setja á fót nefnd til að rannsaka harkalegar aðgerðir þeirra til að kveða mótmælin niður. 25 af aðildarríkjum ráðsins sam- þykktu tillöguna sem Þjóðverjar og Íslendingar stóðu að. 16 ríki sátu hjá, en einungis sex ríki, Armenía, Eritrea, Kína, Kúba, Pakistan og Venesúela, greiddu atkvæði gegn henni. Volker Türk, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sagði á fund- inum í gær að það þyrfti að binda enda á hið ónauðsynlega ofbeldi Íransstjórnar, sem hefði leitt til þess að rúmlega 300 manns hefðu fallið fyrir hendi öryggissveita Írans. Þá hefðu um 14.000 manns verið handteknir vegna mótmæl- anna. Sagði Türk það vera ótrúlega háa tölu og fordæmdi um leið að írönsk stjórnvöld hefðu látið dæma sex manns til dauða fyrir þátttöku í mótmælunum. Annalena Baerbock, utanríkis- ráðherra Þýskalands, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ávörpuðu báðar fundinn, sem haldinn var í Genf, og hvöttu þær til þess að tillagan um óháðu rannsóknarnefndina yrði samþykkt. Sagði Þórdís óskiljan- legt að nokkur stjórnvöld veldu að brjóta svo grimmilega á mann- réttindum eigin þegna, á sama tíma og hún hrósaði hugrekki Írana fyrir að krefjast frelsis og jafnréttis. AFP/Valentin Flauraud Genf Ofbeldi klerkastjórnarinnar var mótmælt fyrir utan fundinn. lTillaga Íslands og Þýskalands samþykkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.