Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 84
Í lausasölu 822 kr. Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr. PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr. Sími 569 1100 Ritstjórn ritstjorn@mbl.is Auglýsingar augl@mbl.is Áskrift askrift@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 329. DAGUR ÁRSINS 2022 MENNING Sigur Rós lýkur tónleikaferðalagi sínu í Laugardalshöll í kvöld Hljómsveitin Sigur Rós endar umfangsmikla tón- leikaferð sína um heiminn með tónleikum í kvöld í Laugardalshöll. Tónleikaferðalagið er það fyrsta í fimm ár hjá hljómsveitinni og hefur hún komið fram í Norð- ur-Ameríku, Asíu og Evrópu. Tónleikarnir verða sendir út í beinu streymi á Veeps og munu strengjakvar- tettinn Amiina og hljómsveitin Brassgat í bala koma fram með Sigur Rós. Miðasala á tónleikana fer fram á vefnum Tix.is og er orðið uppselt í stúku. ÍÞRÓTTIR Stórsigrar Stjörnunnar og Tindastóls í úrvalsdeildinni Stjarnan og Tindastóll unnu stórsigra í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöld þegar þau fengu lið Grindavíkur og Breiðabliks í heimsókn. ÍR vann sigur á Þór frá Þorlákshöfn í hörkuleik í Breiðholtinu og náði sér í dýrmæt stig í botnbaráttunni. » 67 10% AF ÖLLUM VÖRUM 25% AF VANDYCK & BRINKHOUSE MJÚKVÖRU 30-50% AF VÖLDUM VÖRUM 50% AF ÖLLU Í OUTLETI SVARTUR FÖSTUDAGUR ÚT NÓVEMBER ALLT FYRIR GÓÐAN SVEFN OG BETRI HEILSU WWW.SVEFNOGHEILSA.IS Svefn heilsa& Ingvar S. Jónsson hefur gjarnan verið kallaður faðir körfuboltans í Hafnarfirði. Jón Arnór og Pétur, synir hans, eru báðir fyrrverandi landsliðsmenn í körfu og hafa auk þess getið sér gott orð sem þjálfar- ar, eins og pabbinn. Synir þeirra, Kári Jónsson og Hilmar Péturs- son, voru í fyrsta skipti saman í landsliðinu í vor og svo aftur fyrir skömmu, þegar íslenska landsliðið tók á móti landsliði Georgíu og lék síðan á móti liði Úkraínu í Ríga í Lettlandi í undankeppni HM 2023. „Ég er stoltur af þessu,“ segir Ingvar. Einar Ólafsson, þjálfari ÍR, var íþróttakennari í Langholtsskóla, þegar Ingvar var í skólanum. „Þar kynntist ég körfubolta og Einar sáði fræjunum,“ rifjar Ingvar upp. „Síðan var ég í körfu öll kvöld og um helgar þegar ég var í Reyk- holti í Borgarfirði, þar sem ég tók landsprófið.“ Í Íþróttakennara- skólanum á Laugarvatni hafi karfa verið í hávegum höfð undir leiðsögn Antons Bjarnasonar. Eftir útskrift 1972 hafi hann byrjað að spila með Haukum í Hafnarfirði samfara íþróttakennslu og fljót- lega bætt við sig þjálfun, sem hann hafi sinnt í aldarfjórðung. „Ég byrjaði að þjálfa fyrir al- gjöra tilviljun,“ segir Ingvar. Hann hafi verið á æfingu og í kjölfarið hafi verið æfing hjá yngri strákum. Þjálfarinn hafi ekki mætt og þar sem enginn hafi fengið að fara inn í salinn án þjálfara hafi strákarnir beðið sig um að stjórna æfingunni. „Ég gerði það og þar með var þjálfaraferillinn kominn í gang.“ Margfaldur meistari Ingvar sá um uppbygginguna hjá Haukum. Lið hans varð Íslands- meistari í minni-bolta 1974 og 4. flokkur, undir hans stjórn, var fyrsti Íslandsmeistari Hauka í flokkakeppni, braut ísinn tímabilið 1975-76. Á hálfum öðrum áratug urðu unglingaflokkar í Haukum 14 sinnum Íslandsmeistarar með Ingvar sem þjálfara. Í þessum liðum voru drengir sem áttu eftir að vera í fremstu röð. „Þarna voru meðal annars strákar eins og Pálmar Sigurðsson, Kristján Ara- son, sem valdi svo handboltann, og Ívar Ásgrímsson auk annarra. Strákarnir mínir þvældust með pabba gamla og Jón Arnar varð fljótlega stjarna, Kári er ekki ósvipaður honum.“ Barnabörnin eru 12 og nánast öll í körfubolta. „Eplið og eikin eru vel við lýði,“ gantast Ingvar með. Hann segir stundum hafa verið krefjandi að þjálfa börnin sín og sérstaklega hafi hann þurft að gæta þess að hampa þeim ekki of mikið. „Stundum liðu þau fyrir það, en þetta er öðruvísi með barnabörnin. Ég horfi á þau eins oft og ég get, sé til dæmis alla leiki hjá Hilmari í Þýskalandi á netinu, og læt í mér heyra.“ Hann segist benda Kára og Hilmari á ýmislegt sem betur megi fara, en hann ráði engu lengur, hættur að vinna og þjálfa. „Kannski taka þeir tillit til þess sem ég segi. Í það minnsta taka þeir því ekki illa þegar ég ræði við þá um boltann og ég er endalaust stoltur af því að eiga tvo stráka í landsliðinu.“ lIngvar S. Jónsson faðir körfuboltans íHafnarfirði Afi tveggja í körfu- boltalandsliðinu Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í Laugardalshöll Kári Jónsson, Ingvar S. Jónsson og Hilmar Pétursson á landsliðsæfingu fyrir skömmu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.