Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
SKEIFAN 11
108 RVK.
SPORTÍS SPORTIS.IS
S:520-1000
BLACK FRIDAY
ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR!
G I L D I R Ú T 2 8 . N Ó V . - E I N N I G Í V E R S L U N
árum. „Við höfum ekkert fengið af
þeim sparnaði.“
Þá vekur Valmundur einnig athygli
á því að trygging lágmarkslauna hafi
ekki hækkað frá árinu 2019. „Þar eig-
um við inni rúmlega hundrað þúsund
krónur. Áður höfum við alltaf samið
um hækkun á kauptryggingu þó svo
að við höfum verið samningslausir.
Það er ekki í boði núna. Þannig virð-
ist útgerðin vilja hafa þetta. Þetta
hefur kannski ekki mikil áhrif á
starfandi sjómenn í dag, en ef menn
veikjast þá eru lágmarkslaunin þegar
hlutnum sleppir það sem gildir, bæði
hjá útgerðinni og það sem styrktar-
sjóðir félaganna miða við.“
Sjómönnum fer fækkandi
Þorskkvótinn hefur verið skertur
um 24% eða 50 þúsund tonn frá
fiskveiðiárinu 2019/2020, auk þess
sem útgefinn kvóti í ufsa hefur verið
skertur um 12%, um 42% í gullkarfa
og 49% í djúpkarfa. Vegna þessa hef-
ur skipum verið ýmist lagt eða verk-
efnum þeirra fækkað svo ummunar.
Spurður hvort þessi þróun hafi verið
vaxandi áhuggjuefni meðal sjómanna
svarar Valmundur því játandi.
„Reynt hefur verið að finna önn-
ur pláss á öðrum skipum fyrir þá
sjómenn sem hafa verið á þessum
skipum sem hefur verið lagt. Auð-
vitað er minna eftir af kökunni
þegar kvóti minnkar, en sem betur
fer hefur afurðaverð komið á móti
skerðingum. Gengið hefur lækkað
svolítið sem kemur okkur til góða. En
sjómönnum fer klárlega fækkandi.
Samkvæmt staðgreiðsluskrá eru
atvinnusjómenn nú innan við þrjú
þúsund talsins.
Þetta helst samt ekki svona að ei-
lífu og það er ljóst að þegar afurða-
verð lækkar væri gott að vera búinn
að semja og verja þann samning.
Við heyrum það núna að menn eru
mjög ósáttir við að það sé ekki búið
að semja í þrjú ár. Á síðastliðnum
áratug erum við búnir að vera með
samninga í gildi í þrjú ár. Þetta er
óþolandi ástand.“
Aðalástæða þess að ekki hefur tek-
ist að landa kjarasamningi milli sjó-
manna og útgerða er krafa sjómanna
um aukið mótframlag í lífeyrissjóð
til jafns við aðra launþega. „Okk-
ur finnst útgerðin hafa borð fyrir
báru að klára þessi mál við okkur.
Við höfum boðið þeim að taka þetta
inn á einhverj-
um árum,“ seg-
ir Valmundur
Valmundsson,
formaður Sjó-
mannasambands
Íslands.
K jarasamn-
ingar sjómanna
hafa verið laus-
ir í um þrjú ár
og viðurkennir
Valmundur að
viðræðurnar hafi strandað aðeins.
„Við hittumst að vísu hjá ríkissátta-
semjara þrisvar í haust og hittumst
þar aftur á mánudag og er það venju-
legur fundur. Maður veit ekki hvort
það er eitthvað að þokast en það er
léttara yfir þessu núna.“
Ólafur Helgi Marteinsson, formað-
ur Samtaka fyrirtækja í sjávarút-
vegi, sagði viðtali í Morgunblaðinu
í ágúst síðastliðnum að málið væri
„mjög snúið að leysa“. Sagði hann
kröfur sjómanna hafa það í för með
sér að stærri hlutur af því sem skipt
væri milli þeirra og útgerðar færi til
sjómanna án þess að útgerðir hefðu
möguleika til hagræðingar á móti.
Hafna skerðingu
skiptaprósentu
„Krafan frá útgerðinni er sú –
eftir að við sigldum okkur niður á
það að við vildum fá þessi lífeyris-
sjóðsréttindi – að það eigi að koma
á móti skerðing á skiptaprósentu til
sjómanna. Það kemur ekki til greina
í okkar huga. Við vitum að þetta
hækkar launakostnað hjá útgerðinni
en við teljum okkur eiga þetta inni.
Við erum að bjóða að halda skipta-
prósentunni í 70% til að hjálpa þeim
við orkuskipti, en krafan okkar var
upphaflega hækkun skiptaprósentu
í 74% og ef þeir vilja ekki taka í
mál að greiða þennan lífeyrissjóð
þá höldum við þessari kröfu [um
skiptaprósentuna] til streitu,“ segir
Valmundur. Hann bendir á að skipta-
prósentan hafi haldist óbreytt í 70% í
mjög langan tíma, þrátt fyrir að olíu-
notkun og olíuverð miðað við afurða-
verð hafi hríðlækkað á undanförnum
lSjómenn víkja ekki frá kröfu um aukið mótframlaglLækkuðu kröfu um aukna skiptaprósentu til að
mæta orkuskiptumlFundað á ný á mánudaglLaunatrygging hefur ekki hækkað frá árinu 2019
Viðræður strandaámótframlagi
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Ljósmynd/Síldarvinnslan: Þorgeir Baldursson
Samningar Sjómenn bíða eftir því að takist að semja en þeir hafa verið án kjarasamnings í þrjú ár.
HAGSTÆÐ LAUN
Viðmiðunar-
verð hátt
Viðmiðunarverð Verðlags-
stofu skiptaverðs, sem er til
grundvallar lágmarkslaunum
sjómanna, hefur hækkað mikið
undanfarin misseri.
Bara frá nóvember 2021
til nóvember 2022 hefur
viðmiðunarverð á slægðum
þorski hækkað um 9,3%, en
15,6% í ýsu, 9% í ufsa og 3%
í karfa.
Hækkanirnar eru enn meiri
sé miðað við júní 2021 til
nóvember 2022. Á því tímabili
nemur hækkun viðmiðunar-
verðs þorsks 51%, ýsu 34%,
ufsa 41% og karfa 7%.
Valmundur
Valmundsson
Afurðaverð á markaði
23. nóvember,meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 447,97
Þorskur, slægður 544,16
Ýsa, óslægð 365,86
Ýsa, slægð 349,27
Ufsi, óslægður 305,67
Ufsi, slægður 341,30
Djúpkarfi 248,00
Gullkarfi 313,72
Blálanga, slægð 338,94
Langa, óslægð 317,93
Langa, slægð 379,70
Keila, óslægð 159,12
Keila, slægð 258,32
Steinbítur, óslægður 221,57
Steinbítur, slægður 398,19
Skötuselur, slægður 665,48
Skarkoli, óslægður 10,00
Skarkoli, slægður 522,60
Þykkvalúra, slægð 852,03
Langlúra, óslægð 194,00
Langlúra, slægð 326,00
Sandkoli, óslægður 79,69
Sandkoli, slægður 118,45
Gellur 1.052,74
Hlýri, slægður 396,71
Hrogn/þorskur 10,00
Lúða, slægð 641,28
Lýsa, óslægð 129,73
Lýsa, slægð 161,00
Náskata, slægð 51,00
Skata, slægð 43,21
Undirmálsýsa, slægð 43,11
Undirmálsþorskur, óslægður 293,81
Undirmálsþorskur, slægður 298,89