Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 28
FRÉTTIR
Innlent28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022
1
Var, er og verður Birna
Ingibjörg Hjartardóttir
The 13 yule lads
of Iceland
Brian Pilkington
Gættu þinna handa
Yrsa Sigurðardóttir
1
3
7
9
8
10
6
4
Metsölulisti
Vikuna 16. nóvember - 22. nóvember
Húðbókin
Lára G. Sigurðardóttir
Sólveig Eiríksdóttir
5
Reykjavík glæpasaga
Ragnar Jónasson
Katrín Jakobsdóttir
Játning
Ólafur Jóhann Ólafsson
Eden
Auður Ava Ólafsdóttir
Kyrrþey
Arnaldur Indriðason
Á sporbaug
Anna S.Þráinsdóttir
Elín E.Einarsdóttir
Amma glæpon
enn á ferð
David Walliams
BLACK
FRIDAY
30%
afsláttur af völdum
vörumerkjum
Kaupaukar
fyrir fyrstu 20 sem versla í DÚKA Smáralind & Kringlunni
duka.is
Kringlan &
Smáralind
„Núna fer í hönd aðventan sem er
skemmtilegur tími í kirkjustarfinu.
Það er einhver helgi yfir þessum
tíma þegar ljósin lýsa upp myrkrið
og jólalögin fara að óma,“ segir
sr. Guðrún Karls Helgudóttir,
sóknarprestur í Grafarvogskirkju í
Reykjavík. Þar verður nú næstkom-
andi sunnudag haldin aðventuhátíð
barnanna sem hefst kl. 11. Þar
verður boðskapur jólanna kynntur
börnunum, með tónlist, helgileik og
gleði. Allir eru velkomnir en börn
í Grafarvogi eru sérstaklega boðin
velkomin með sínu fólki.
Ágæturmillivegur
„Við buðum skólunum að koma í
heimsókn eins og venjulega á að-
ventunni en ákváðum jafnframt að
bjóða upp á okkar eigin dagskrá og
segja skólunum frá henni. Skólarnir
völdu að koma ekki og benda vænt-
anlega foreldrum á þessa dagskrá
en heimsóknir skóla í kirkjuna á
aðventunni hafa undanfarin ár verið
á forsendum skólanna en ekki kirkj-
unnar. Við erum í góðum tengslum
við alla skólana í Grafarvogi og það
hefur ekkert breyst. Okkur í kirkj-
unni þykir ekki gott að kirkjuheim-
sóknir skapi togstreitu og jafnvel
deilur. Skólastjórnendur eru settir
í erfiða stöðu við að taka ákvörðun
um hvort fara eigi í slíka heimsókn.
Ég tel okkur þarna hafa fundið ágæt-
an milliveg þegar kemur að börnum
og aðventunni í kirkjunni. Ég held
að fólk sé nokkuð sátt við þetta fyrir-
komulag,“ segir sr. Guðrún.
Sóttvarnir komu í veg fyrir
samkomuhald í kirkjum lands-
ins fyrir jólin 2020 og 2021. Gilti
það jafnt um helgihald, athafnir,
aðventusamkomur og heimsóknir
skólabarna. „Veiran breytti svo
mörgu í samfélaginu, eins og við
fundum svo vel fyrir í kirkjunni.
Það hafa því ekki verið kirkjuheim-
sóknir frá skólunum síðan 2019,“
segir sr. Guðrún. „Við höldum áfram
okkar góðu tengslum við skólana
í hverfinu. Einhverjir þeirra halda
sínar útskriftir í kirkjunni á vorin og
það er ekkert að breytast. Kirkjan
er í samstarfi við svo mörg félög
og stofnanir í hverfinu eins og vera
ber.“
Kirkjan ómar öll
Óhætt er að segja að í Grafarvogs-
kirkju verði líflegt starf nú um
helgina. Fyrst er aðventustund
barnanna fyrir hádegi sem fyrr er
getið. Kl. 13 er Selmessa í Kirkjusel-
inu í Spöng og í kirkjunni sjálfri er
svo sænsk messa kl. 15. Um kvöldið
er svo aðventuhátíð sem hefst kl.
20. Þar verður mikil tónlist og Ellen
Kristjánsdóttir söngkona flytur
hugleiðingu. Kirkjan ómar öll, eins
og sungið er í sálminum góða.
lGrafarvogur á sunnudaginnlHelgileikur, tónlist og gleði
Aðventuhátíð fyrir
börnin í kirkjunni
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Prestur Lýsa upp myrkrið og jólalögin óma,“ segir sr. Guðrún Karls Helgudóttir um kirkjustarfið á aðventu.