Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 80
MENNING80 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 SVARTUR FÖSTUDAGUR 25% afsláttur af öllu frá með kóðanum black22 Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.10-14 E mil Hjörvar Petersen stígur enn og aftur á slóðir hins dulræna í hrollvekj- andi spennusögunni Dauðaleit. Líkt og í síðustu skáld- sögu sinni, Hælinu, gerist Dauðaleit að mestu leyti á æskuslóðum höf- undar, í Kópavogi en yfirnáttúruleg og dulræn öfl marka söguna sérstaklega rétt eins og aðrar sögur Emils, Víghólar, Ó Kar- ítas og Hælið. Rannsókn- arlögreglu- maðurinn Hall- dór Kjartansson er aðalsöguhetjan sem fær á sitt borð undarlegt mál þar sem ung- lingsstúlka hverfur í undirgöngun- um í Hamraborg í Kópavogi með afar dularfullum hætti - nánast eins og jörðin hafi gleypt hana. Málið grefur þó upp skugga fortíðar, atvik sem hefur markað líf Halldórs frá barnæsku þegar besti vinur hans hvarf með svipuðum hætti á sama stað árið 1994 á meðan Halldór var með honum. Vinurinn fannst aldrei og hefur Halldór í raun ekki náð að vinna úr atvikinu að fullu. Hann fær í kjölfarið yfirdrifinn áhuga á því dulræna og sérhæfir sig á fullorðinsaldri í mannshvörfum hjá lögreglunni þar sem samstarfs- félagar kunna misvel að meta þennan óvísindalega áhuga hans. Halldór er þó sannfærður um að dulrænu öflin, sem hann trúir að hafi komið að hvarfi vinar hans, hafi einnig tekið stúlkuna og ákveður að fara eigin leiðir í rannsókninni - með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Halldór uppgötvar fljótt að fleiri dularfull mannshvörf tengjast máli ungmennanna tveggja. Dauðaleit heldur manni alveg frá upphafi til enda og fær mann aðeins til að svitna inni á milli en þó ekki þannig að það hafi áhrif á svefn. Eitthvað er um klisjur í bókinni en höfundur hnýtir vel alla enda í söguþræðinum og svarar flestum þeim spurningum sem lesandi fær við lesturinn. Sagan er að mörgu leyti fremur einföld og fær lesandi ekki mikið rými til geta í eyðurnar eða ímynda sér og er að sumu leyti mataður af upplýsingum. Bókin er þó fyrir vikið auðlesin en stíll höfundar er afar þægilegur, auðvelt að koma sér inn í bókina og festast í söguþræðinum. Það mætti segja að einfaldleikinn henti hljóðbókar- forminu nokkuð vel en lesandi á auðvelt með að gera eitthvað annað á meðan á hlustun stendur án þess að detta auðveldlega út. Ofanrituð naut þess að lesa bókina „með eyrunum“ en gluggaði af og til í önnur form hennar en hún kom fram í þremur formum, sem hljóðbók, rafbók og innbundin. Bókin er frábær hljóðbók enda er Hjörtur Jóhann Jónsson, sem les bókina inn á Storytel, frábær lesari og kemur sögunni, sem er sögð í þriðju persónu út frá upplifun Hall- dórs, vel frá sér. Drungalegar sögur af svæðinu Höfundur lýsir umhverfi listilega vel og virðist hafa kynnt sér mikil- vægar staðsetningar í sögunni, eins og Hamraborg, vel og hjálpar les- anda þannig að sjá staðsetninguna ljóslifandi fyrir sér. Höfundur sækir efnivið sinn einnig í raunverulegar gamlar þjóðsögur sem eiga að hafa gerst í Hamraborg og á svæðinu í kring og fléttar þær með skemmti- legum hætti inn í söguna. Flogaveiki kemur víða við sögu í bókinni en höfundur virðist einnig hafa kynnt sér nokkuð vel ýmis ein- kenni sem flogaveikir geta upplifað sem spila stóran og áhugaverðan part í sögunni. Persónur sögunnar eru margar með áhugaverða sögu og tengjast margar í gegnum áföll í æsku en þær eru þó margar, aðrar en aðal- persónan Halldór, fremur grunnar svo lesandi getur átt erfitt með að tengjast þeim. Fullkomin afþreying með heimilisstörfunum Dauðaleit er skemmtileg afþrey- ing og frábær fyrir þá sem hafa gaman af léttum hrollvekjum og glæpasögum og er fullkomin til að stytta sér stundir yfir heimilisstör- funum. Ég átti erfitt með að slíta mig frá söguþræðinum og hafði gaman af því að fá létta gæsahúð á nokkrum stöðum í sögunni. Hún skilur þó ekkert sérstaklega mikið eftir sig en er frábær til dægrastyttingar og óhætt að mæla með henni fyrir hrollvekju- og spennusagna- aðdáendur. Skuggar fortíðar vakna Morgunblaðið/Eggert Heldur Dauðaleit eftir Emil Hjörvar Petersen hélt rýni frá upphafi til enda. BÆKUR RÓSA MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR Skáldsaga Dauðaleit Eftir Emil Hjörvar Petersen. Lesin af Hirti Jóhanni Jónssyni. Storytel, 2022. Æ vintýri Freyju og Frikka - Á kafi í Kambódíu er önnur bókin um samnefnd tvíbura- systkini sem aftur eru á faraldsfæti, leita uppi ævintýri og komast jafnvel í háska. Í síðustu bók fóru þau til Galapagoseyja með pöbbum sínum, en nú eru þau komin til Kambódíu með mömmu sinni, sem ekki er nú minna spennandi, sérstaklega fyrir Frikka sem dreymir um að verða fornleifafræðingur. Í Kambódíu kynnast systkinin loftfimleikastráknum San Li sem vinnur líka að mikilvægu verkefni í sögufræga hofinu Angor Wat. Áður en þau vita af fara dularfullir atburðir að gerast og þau komast á snoðir um fyrirætlanir fólks sem hefur eitthvað misjafnt í hyggju. Erfitt er að vita hverjum er hægt að treysta og jafnvel fornleifafræðingar sem á vegi þeirra verða eru hugsanlega ekki allir þar sem þeir eru séð- ir. San Li lendir í undarlegu slysi og Freyja týnist og kemst í lífsháska þegar hún strýkur af hótelinu til að reyna að komast að því hvað er í gangi í hofinu. Bókin er skemmtilega uppsett bæði sem bréf sem Frikki skrifar til pabba þeirra og sem frásögn Freyju sem notast við upptökutæki til að skrásetja það sem er að gerast hverju sinni og eru upptökurnar líka ætlaðar pöbbunum. Umhverfishljóð sem heyrast í hljóðbókinni gera mikið fyrir söguna og hún verður enn meira lifandi fyrir vikið. Maður sogast hálfpartinn inn í hana og upplifir sig stundum eins og í leikhúsi. Spennan magnast upp jafnt og þétt og verður sagan æsispennandi og nær hámarki þegar Frikki og mamma krakkanna eru að leita að Freyju. Það er höfundurinn sjálfur, Felix Bergsson, sem ljær Frikka rödd sína og Þuríður Blær Jóhannsdóttir talar fyrir Freyju. Bæði gera þau það lista- vel, enda vant fólk hér á ferðinni. Ævintýri Freyju og Frikka - Á kafi í Kambódíu er einstaklega vel skrifuð, spennandi og uppfull af húmor og nýtur sín afar vel í formi hljóðbókar í frábærum leiklestri. Æsispennandi og uppfull af húmor Ljósmynd/Margrét Helga Weisshappel Vön „Það er höfundurinn sjálfur, Felix Bergsson, sem ljær Frikka rödd sína og Þuríður Blær Jóhannsdóttir talar fyrir Freyju. Bæði gera þau það listavel, enda vant fólk hér á ferðinni,“ skrifar gagnrýnandimeðal annars. HLJÓÐBÓK SÓLRÚN LILJA RAGNARSDÓTTIR Barnasaga Ævintýri Freyju og Frikka - Á kafi í Kambódíu Eftir Felix Bergsson. Felix Bergsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir lesa. Storytel 2022. 1 klst. og 54 mín. Óttar fjallar um ævi og endalok Jónasar Óttar Guðmundsson geðlæknir segir fráævi og enda- lokumJónasarHallgrímssonar á fundi semFélag áhugamanna um söguBessastaðaskóla stendur fyrir í Íþróttahúsinu áÁlftanesi ámorgun, laugardag, kl. 14. „Jónas var einn frægasti skólasveinn Bessa- staðaskóla. Í lifanda lífi naut hann lítillar aðdáunar á Íslandi en nokkru eftir dauða sinn var Jónas tekinn í helgramanna tölu í bókmenntamusteri þjóðarinnar. Í Íslandssögu Jónasar fráHriflu eru Jónas og aðrir Fjölnismenn gerðir að hetjum í þjóðfrelsisbaráttu þjóðarinnar á 19. öld,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur fram aðÓttarætli að varpa ljósi á það hvermaðurinn á bak við glasmyndina hafi verið. „Kvennamál Jónasar hafa alltaf verið Íslending- umhugleikin ogmenn hafa rifist umhver sé í raun konan í lífi skáldsins.“ Jónas Hallgrímsson Dýr uppstilling opnuð í Galleríi Fold Dýr uppstilling nefnist sýning sem Karl Jóhann Jónsson opnar í Galleríi Fold við Rauðarárstíg á morgun, laugardag. Karl Jóhann útskrifaðist úr málaradeild MHÍ 1993 og með gráðu í listkennslu við LHÍ árið 2006. Hann á að baki bæði fjölda einka- og samsýn- inga. Tvívegis hefur hann tekið þátt í portrettkeppninni Portræt Nu sem er haldin á vegum Carlsberg-safnsins í Friðriks- borgarhöll í Danmörku. Um sýningunaDýr uppstilling segir Karl Jóhann: „Frá upphafi hefur realismi í einhverri mynd verið í aðalhlutverki og ég hoppa á milli þess að mála uppstillingar, dýr og umhverfi. Að mála fólk hefur þó alltaf verið þungamiðjan hjá mér, bæði að mála persónuleg portrett og að mála eftir pöntun- um. Á þessari sýningu er lögð áhersla á uppstillingar og dýr. Upplifun mín er alltaf að ég sé að mála portrett, þó viðfangið séu hlutir eða dýr. Um leið leik ég mér að skilgreiningum hefðar- innar, hvenær dýrið er orðið að uppstillingu og uppstilling orðin portrett.“ Matur Ein mynda Karls Jóhanns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.