Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 46
46 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes • www.gaeludyr.is
Jólagjafir
gæludýranna
færðu hjá
okkur
Það er mannlegt
eðli að leitast við að
smækka heiminn til
að reyna að skilja
hann. Því er skilj-
anlegt að fólk treysti
þeim fréttamyndum
sem fjölmiðlar mála
fyrir það af heim-
inum.
Íslenskir frétta-
miðlar fá erlendar
fréttir sínar frá fréttaveitunum,
AP, Reuters og AFP. Stærsta
hlutfall fréttanna þaðan eða 80%
kemur hins vegar frá hugs-
anaveitum eða Think tanks, sem
stofnaðar eru af ofurríkum mönn-
um í ákveðnum tilgangi. Hlutverk
þeirra er að skrifa texta til að
sannfæra almenning um að hags-
munir almúgans séu hinir sömu og
hinna ríku eigenda og búa jafnvel
til tilhæfulausar fréttir ef það
hentar betur. Þessum textum er
síðan dreift til fréttaveitnanna,
sem sömu aðilar hafa keypt ein-
mitt í því skyni að dreifa áróðr-
inum áfram til fjölmiðla hins vest-
ræna heims.
Markmið þessara auðmanna er
að komast yfir allar auðlindir jarð-
ar og til að ná því hafa þeir m.a.
fjárfest í vopna- og lyfjafram-
leiðslufyrirtækjum. Til að viðhalda
eftirspurn eftir vopnum og lyfjum
hefja þeir ný stríð þegar sér fyrir
endann á öðrum og finna upp nýja
sjúkdóma eða búa til nýja með til-
raunum með vírusa. Að auki má
alltaf nota þessa vírusa sem efna-
vopn og slá þannig tvær flugur í
einu höggi.
Þeir vilja eyðileggja landamæri,
uppræta hinar ólíku menningar-
hefðir og trúarbrögð og grafa
undan einstaklingnum. Fækka
helst mannkyninu og hræra rest-
inni saman í einn graut sem þeir
ætla að stjórna sjálfir.
Til að fá ekki almenning upp á
móti sér þurfa þeir að stjórna um-
ræðunni og þar koma þessar
hugsana- og fréttaveitur inn. Hef-
ur þeim tekist svo vel ætlunarverk
sitt að hver sá sem dirfist að
koma með aðra skoðun er nú úti-
lokaður, smánaður og missir jafn-
vel starfið. Þeir
stjórnmálamenn sem
andmæla þessari
stefnu og bjóða upp á
aðra leið eru kallaðir
popúlistar og allt gert
til að grafa undan
trúverðugleika þeirra.
Stjórna með
ótta og hatri
Besta leiðin til að
stjórna hópi fólks er
með ótta, skömm og
hatri. Þess vegna eru
fundnir upp ýmsir óvinir til að
hræðast, eins og til dæmis hin
ógnandi vá hlýnunar á jörðu. 700
loftslagsvísindamenn hafa afsann-
að þessa kenningu en samt er
henni haldið að okkur með alls
kyns áróðri. Það er ekkert nýtt að
hitastig hækki og hefur það gerst
mörgum sinnum undanfarin ár-
þúsund. Sjávarborð mun ekki
hækka um metra þótt allir jöklar
á jörðu bráðni. Ísbirnir eru langt
frá því að vera í útrýmingarhættu,
en vísindakonan sem rannsakar þá
fær ekki umfjöllun um niðurstöður
sínar.
Það má ekki segja sannleikann,
því halda verður fólki föngnu í
ótta og skelfingu öllum stundum.
Þeir sem dirfast að koma með
aðra skoðun eru kallaðir fasistar,
missa jafnvel vinnuna eða grafið
er undan trúverðugleika þeirra.
En að bæla niður andsnúna orð-
ræðu, beint eða óbeint, er hins
vegar hreinn og klár fasismi.
Þetta birtist greinilega í allri
umfjöllun um hinn nýafstaðna vír-
us. Af hverju mátti ekki efast um
sannleiksgildi vísindanna um vír-
usinn og bólusetningarnar? Af
hverju mátti ekki fjalla um
snemmtækar meðferðir gegn
Covid? Af hverju fjalla fjölmiðlar
ekki um vísindaniðurstöður sem
ganga þvert á skilaboð yfirvalda?
Vísindi sem ekki má gagnrýna eru
ekki vísindi, heldur áróður.
Í staðinn er umræðan ein-
strengingsleg. Ef þú ert ekki með
okkur í liði ertu andstæðingur
sem vill að fólk deyi.
Umræðunni er stjórnað. Vest-
rænir fréttamiðlar eru ekki lengur
hlutlausir og flestir í eigu þessara
auðmanna eða styrktir af auðvald-
inu á einhvern hátt. Til dæmis
hafa lyfjafyrirtækin lagt sig fram
við að styrkja helstu fréttaþætti
vestanhafs og einn aðili fjármagn-
ar alla umræðu um heilbrigðismál
á BBC.
Þeir fréttamenn sem vilja setja
fram stærra samhengi eða gagn-
rýna stefnuna eru reknir eða
fréttirnar ekki birtar. Kannski er
það ástæðan fyrir 45% fækkun ís-
lenskra fjölmiðlamanna undanfar-
in ár. Starf þeirra fáu sem eftir
eru felst nú frekar í að þýða áróð-
urinn beint frá erlendu fréttaveit-
unum en að leita sannleikans. Svo
gagnrýnum við aðra heimshluta
fyrir að skerða málfrelsi.
Fólk treystir fjölmiðlum til að
uppfræða um það sem er að ger-
ast í heiminum, en í raun eru þeir
aðallega að fræða okkur um hvað
við eigum að óttast og hvern við
eigum að fordæma og leggja í ein-
elti.
Því fleiri sem byrja að sjá í
gegnum áróður fjölmiðlanna því
fyrr missa þeir vald sitt. Gott ráð
er að skoða marga fjölmiðla, inn-
lenda og erlenda. Ef fjölmargir
vestrænir fjölmiðlar eru með sömu
fyrirsögnina næstum orðrétt er
nokkuð víst að það sé áróður,
þýddur beint frá hinum ensku
fréttaveitum. Eins ef fréttin er
beinlínis skrifuð til að vekja sterk-
ar tilfinningar eins og ótta eða
fordæmingu.
Hættum að taka fréttum sem
algildum sannleika. Leitum frekar
uppi fréttafólk sem áður starfaði
hjá stóru fjölmiðlunum og er nú
sjálfstætt að flytja fréttir af því
sem raunverulega er að gerast í
heiminum.
Fréttablaðið afþakkaði að birta
þessa grein.
Hildur
Þórðardótttir » Íslenskir fjölmiðlar
fjalla ekki um það
sem er að gerast í heim-
inum, heldur einungis
það sem fréttaveiturnar
mata þá á.
Hildur Þórðardótttir
Höfundur er rithöfundur.
hildur.thordardottir@gmail.com
Ertu með eða á móti?
Enn geysist Ole
Anton Bieltvedt fram
á ritvöllinn með sínar
tárvotu fabúleringar.
Grein hans hefst á
ófagurri lýsingu á
elgskálfi í Noregi
sem orðið hafði fyrir
skoti veiðimanns og
særst illa. Við getum
auðvitað öll verið
sammála um að slík
tilvik eru afar óæski-
leg og reynt skuli af fremsta
megni að hindra að slíkt gerist.
En hvaða erindi á þessi sorg-
lega saga við Íslendinga? Er eitt-
hvað í henni sem hægt er að
heimfæra upp á hreindýraveiðar á
Íslandi?
Á Ole er helst að skilja að ís-
lenskir hreindýraveiðimenn séu
ýmist ölvaðir, væsklar eða konur
sem ekki hafi burði til að halda á
byssu og hitta sæmilega. Af því,
og uppreikningi út frá elgsveiðum
í Noregi, dregur hann svo þá
ályktun að 100 til 150 hreindýr
dragnist slösuð um hreindýraslóð-
ina eftir hvert veiðitímabil innan
um þúsundir hræja (600 á ári) af
kálfum sem drepist hafa úr
hungri eftir að mæðurnar eru
skotnar frá þeim. Ætli reynsla
þeirra sem farið hafa þúsundir
kílómetra um veiðislóðirnar sé
ekki marktækari.
Já, það er svört mynd sem
dramadrottningin dregur upp, og
ekki spöruð skrautmælgin:
„Píslarganga saklausra og varnar-
lausra dýra“ skal það heita, það
dugar ekkert minna. Fyrst og
fremst sýnir hún hugaróra og
ekki síður yfirgripsmikla van-
þekkingu Oles.
Gott dæmi um vanþekkingu
hans er að hann heldur því fram
að 7-8 vikna hreinkálfar standi
varla í fæturna. Ekkert er fjær
sanni. Hreindýrskálfar standa á
fætur nánast strax eftir burð, og
eru farnir að hlaupa strax á
fyrstu dögunum.
Elgir lifa í skógum, særður elg-
ur hverfur auðveldlega inn í skóg-
inn og erfiðleikum getur verið
bundið að finna hann til að klára
verkið. Þessar að-
stæður eru ekki fyrir
hendi á Íslandi og því
út í hött að yfirfæra
einhverjar áætlaðar
tölur frá norskum
elgsveiðum. Auk þess
eru með íslenskum
veiðihópum vel vopn-
færir veiðieftirlits-
menn sem sjá til þess
að særð dýr fari ekki
á flæking þá örsjaldan
dýr fellur ekki í fyrsta
skoti. Íslenskir hrein-
dýraveiðimenn eru upp til hópa
vant útivistarfólk með ríkan metn-
að til að standa vel að veiðunum.
Ásakanir um annað eru rógur af
verstu sort.
Ég veit að engu tauti verður
komið við Ole Anton Bieltvedt og
hans hugaróra, manninn sem
helst telur það mæla á móti
rjúpnaveiðum að rjúpan sé svo
fallegur fugl. Veiðum bara ljóta
fugla!
Ole verður tíðrætt um sakleysi
dýranna sem veidd eru, það yrði
nú áfall ef gefin yrðu út hrein
sakavottorð fyrir þorsk og loðnu,
en allir vita jú að bæði sauðfé og
nautgripir eru bullandi sek, og því
réttdræp. Eða þannig.
Þessi skrif mín eru ekki til þess
hugsuð að sannfæra Ole um eitt
eða neitt, heldur einungis til þess
að hann komist ekki upp með að
bera svona fjarstæðu á borð fyrir
alþjóð án athugasemda og ekki er
ætlast til að hann svari á nokkurn
hátt.
Kjósi hann hins vegar að gera
það er það bara til bóta því þeim
mun meira sem hann skrifar því
minna mark er tekið á honum.
Dramadrottning
fer hamförum
Árni Árnason
Árni Árnason
» Á Ole er helst að
skilja að íslenskir
hreindýraveiðimenn
séu ýmist ölvaðir,
væsklar eða konur
sem ekki hafi burði
til að halda á byssu.
Höfundur er vélstjóri.