Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 68
MENNING68 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði ELITE stólalínan 3 gerðir: Wiliam, Alex, Charles, 3 möguleikar: Rafdrifinn, manual eða með skammeli. 3 litir Cognac, dökk brúnt, svart, albólstraður með anelin leðri. Komið og skoðið úrvalið Hækkanlegur rafdrifinn tóll með innb. skammel. vörtu leðri og gráu tauáklæði.Til í s LIVER Hækkanlegur rafdrifinn hvíldarstóll, 2 mótorar, með innb. skammel. Til í svörtu leðri og gráu tauáklæði. Hönnunarstofan Plastplan hlaut Hönnunarverðlaun Íslands í ár fyrir „hugsjón sína, hönnun og stuðning við efnahringrásina“, eins og dómnefnd orðaði það og veitti Lilja Alfreðsdóttir, menn- ingar- og viðskiptaráðherra, þeim Birni Steinari Blumenstein og Brynjólfi Stefánssyni, stofnendum Plastplans, verðlaunin við hátíð- lega athöfn í Grósku 17. nóvember. Viðurkenningu fyrir bestu fjárfest- ingu í hönnun hlaut Fólk Reykjavík og heiðursverðlaunahafi ársins er Reynir Vilhjálmsson landslagsarki- tekt. Plastplan var stofnað árið 2019 af þeim félögum Birni og Brynjólfi og sló blaðamaður á þráðinn til þess fyrrnefnda sem sagði þá Brynjólf hafa verið bestu vini allt frá sex ára aldri. Björn er vöruhönnuður að mennt en Brynjólfur hefur numið tölvunarfræði og vélaverkfræði. Björn segir þá Brynjólf hafa í tvö ár, fyrir stofnun Plastplans, þróað tæknina á bak við starfsemina og byggt vélar. „Samstarfið hófst þegar við áttuðum okkur á því hvað plastendurvinnslumál stóðu illa á þessum tíma og við ákváðum að slá til og gera okkar besta,“ segir Björn en starfsemi Plastplans gengur út á að endurvinna plastefni og hanna og framleiða úr því hina ýmsu hluti og þá bæði fyrir vörulínu fyrirtæk- isins og nytjahluti fyrir fyrirtæki sem Plastplan á í samstarfi við. Má sem dæmi nefna vel heppnaða innviða- og húsgagnahönnun Plast- plans fyrir Höfuðstöðina, listasafn og menningarsetur sem byggt var í kringum Feneyjatvíæringsverk myndlistarkonunnar Shoplifter, „Chromo Sapiens“. Ekki flókin framkvæmd Björn er spurður að því hvern- ig allt þetta plastævintýri þeirra Brynjólfs hafi byrjað. „Módelið okkar er búið að breytast. Í upphafi opnuðum við litla samfélagsvinnustofu í Skeif- unni, það var lítil fræðslustöð í tuttugu feta gámi og fólk gat komið með plast og séð hvernig við endurunnum það. Síðan föttuð- um við að ef við ætluðum að hafa einhver raunveruleg áhrif þyrftum við að hafa þetta á stærri skala,“ svarar Björn, „að til að standa að raunverulegri endurvinnslu þyrfti einhver framleiðsla að eiga sér stað því annars værum við bara að safna kurli. Til að koma þessu aftur í hringrás þyrftum við að standa að framleiðslu og þess vegna ákváðum við að fara í samstarf við alls konar framsækin fyrirtæki innanlands. Það varð síðan módelið sem við bjuggum til.“ Björn er spurður að því hvort það sé ekki flókin framkvæmd að endurvinna plast og svarar hann því til að það sé í sjálfu sér ekki flókið, lítið annað þurfi til en raun- verulegan vilja. „Það sem við erum búin að gera er í raun og veru að herma eftir plastiðnaði en á frekar litlum skala,“ útskýrir hann. Ferlið sé þannig að plasti er safnað frá fyrirtækjum og það svo spænt niður í agnir sem síðan eru bræddar. „Fyrsta skrefið er alltaf flokkunin og hún er svolítið flókin því þetta eru sjö ólíkar tegundir af plasti. Þegar við erum búnir að flokka og þrífa þá kurlum við þetta og erum í grunninn með þrjár mismunandi framleiðslueiningar til að bræða plastið á einn eða annan hátt og framleiða ólíka hluti.“ Stólar og fiskikör Björn segir bráðnuðu plasti m.a. þrýst í mót og þau séu um 60 talsins fyrir ólíka hluti, allt frá rúðusköfum yfir í klemmur fyrir 66°N. „Síðan erum við með plötupressu þar sem við getum framleitt eins fermetra plötuefni. Það efni getum við svo notað til að framleiða húsgögn eða hvað sem er. Seinasta framleiðsluaðferðin er svo risastór iðnaðarþrívíddarprentari þar sem við getum prentað heita potta og kajaka, þetta eru allt vélar sem við erum búnir að byggja sjálfir.“ Af öðrum hlutum sem hafa verið prentaðir má nefna stóla og fiskikör. Allt sem Plastplan framleiðir fyrir samstarfsaðila fer beint til þeirra og má af þeim aðilum nefna A4, Blush, Icelandair, IKEA og Krónuna. Þá er Plastplan líka með eigin vörulínu og getur fólk keypt af fyrirtækinu blómapotta og fleira, eins og sjá má á vef fyrirtækisins á slóðinni plast- plan.is. Eins og sjá má af vörunum eru þær ekki litaðar og er það liður í umhverfisvernd Plastplans og um leið greinilegt að um endurunnið plast er að ræða. „Ég veit ekki hvort þú heyrir það en ég stend hér og flokka plast,“ segir Björn kíminn og blaðamaður segist einmitt hafa verið að velta fyrir sér hvaða hljóð þetta væri. Á meðan Björn flokkar brunar Brynjólfur um borgina og sækir plast til samstarfsaðila. Björn er spurður að því hvort ekki þurfi mikið pláss undir starfsemina og segir hann að jú, töluvert pláss þurfi undir hana. Plastplan er úti á Granda, skammt frá Marshallhús- inu, og segir Björn að vísu ekkert skilti á húsinu en vonandi verði bætt úr því. Átta og hálft tonn af plasti Björn segir þýðingarmikið fyrir þá Brynjólf að hljóta Hönnunar- verðlaun Íslands. „Þetta er helvíti erfitt ferli, frá a til ö, að reka þetta og láta þetta ganga og það er kær- komið að vera minntur á að þetta skipti einhvern máli,“ segir hann og keppist við að flokka plastið eins og heyra má af hljóðunum. „Og bara að dreifa þessum boðskap sem víðast, það er markmiðið með þessu öllu.“ Plastið er sótt á mánudögum til samstarfsfyrirtækja Plastplans og er sama plasti svo skilað aftur til þeirra í formi nýrra nytjahluta. „Fyrir Krónuna framleiðum við t.d. alltaf verðlaunapeninga fyrir öll fót- boltamót,“ nefnir Björn sem dæmi og að Krónan hafi í síðustu viku fengið 3.500 slíka peninga. Björn er spurður að því hversu mörg kíló- grömm af plasti fari í gegnum Plast- plan á einni viku og giskar hann á 170. „Mér reiknast til að síðustu tvö ár séum við búnir að endurvinna átta og hálft tonn af plasti. Plast er náttúrlega fislétt efni þannig að þú getur ímyndað þér umfangið,“ segir Björn og bætir við að hann búi yfir þrjóskunni en Brynjólfur þolinmæð- inni og þannig nái þeir að láta þetta allt saman ganga. lÆskuvinirnir Björn Steinar Blumenstein og Brynjólfur Stefánsson stofnuðu Plastplan fyrir þremur árum og hafa nú hlotið Hönnunarverðlaun Íslandsl Plast fær ný og ólík hlutverk Allt frá gluggasköfum til kajaka Vinir Björn Steinar Blumenstein og Brynjólfur Stefánsson í Plastplani. Þeir hafa verið vinir frá sex ára aldri. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Höfuðstöðin Plastplan sá um innviða- og húsgagnahönnun fyrir Höfuð- stöðina sem byggð var í kringum verkið „Chromo Sapiens“. Áslaug sýnir Bergmál í Listvali á Granda Bergmál nefnist einkasýning sem Áslaug Íris Katrín opnar í List- vali á Granda í dag milli kl. 17 og 19. Á sýningunni kannar Áslaug hvenær hið óhlutbundna öðlast merkingarbært form. „Áslaug veltir fyrir sér lagskipt- um veruleika. Hvernig við veljum það sem við viljum meðtaka sem svo ræður upplifun okkar og skilningi á veruleikanum. Að þessu leyti má skilja lagskipt verk sýningarinnar eins og horft sé í gegnum síur, einskonar glugga – þar sem við staðsetjum okkur innan lagskipts umhverfis, í leit að nýjum röksemdum, nýrri yfirsýn. Við gægjumst í gegn – sumt er sjáanlegt, annað hulið, og upplýsingarnar sem við höfum aðgang að móta skilning okkar á eigin heimsmynd,“ segir í tilkynn- ingu. Sýningin, sem stendur yfir til 17. desember, er opin föstu- daga og laugardaga kl. 13-16. Form Nærmynd af verki frá 2022.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.