Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 48
48 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022
skartgripirogur.is
Bankastræti 9 | Sími 551 4007 Bankastræti 6 | 551 8588
BLACK
FRIDAY
alla helgina
10-40%
afsláttur
STIGA
ST5266 P
40 ár
á Íslandi
Hágæða
snjóblásarar
Fjölbreytt úrval
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
VETRARSÓL er umboðsaðili
Gulltryggð gæði
Í ljósi þeirrar
stöðu sem nú er upp
komin vegna stríðs-
átaka hefur runnið
upp ljós fyrir mörg-
um varðandi við-
kvæma stöðu orku-
öflunar flestra landa
í hinum vestræna
heimi. Enn fremur er
staða mála varðandi
hnattræna hlýnun
með þeim hætti að
betur má ef duga skal til að ná
þeim markmiðum sem þjóðir
heims hafa sett sér. Evrópusam-
bandið reynir allt hvað það getur
að hraða orkuskiptum í Evrópu
og veðjar meðal annars stórlega
á sólina. Sambandið hefur til
dæmis sett sér það markmið að
allar nýbyggingar hafi sólarsellu
á þaki undir áætluninni RE-
PowerEU þótt það kunni að
skapa ýmis vandkvæði með tilliti
til bygginga, hvort þær snúi yf-
irhöfuð í átt að sólinni eða séu í
skugga af öðrum. Sum Evrópu-
sambandslönd hafa þó innleitt
þessi markmið, t.a.m. Írland og
Þýskaland. Þjóðverjar virðast
sérlega „sólarmegin í lífinu“ þar
sem þeir stefna að því að fram-
leiða 22 GW af sólarorku árlega, í
það minnsta 215 GW fyrir árið
2030. Þetta eru háleit markmið
og séu þessar tölur settar í sam-
hengi þá er uppsett rafafl allra
virkjana á Íslandi tæp 3 GW. Þá
eru framkvæmdir hafnar við
nyrsta sólarorkugarð í Evrópu, í
Tönnersjö í Svíþjóð, þar sem gert
er ráð fyrir allt að 450 MW af
uppsettu rafafli. Danir, sem eru
leiðandi vindorkuþjóð, er einnig
farnir að „sjá til sólar“ þar sem
þar í landi eru menn farnir að
hugleiða sólarorkugarða.
Maður kann þó að velta fyrir
sér staðsetningu sólarorkugarða
og okkar fyrsta spurning hlýtur
að vera: „Þarf ekki að vera sól
svo það sé einhver skíma eða vit-
glóra í þessu?“ Svarið er: „Nei,
það þarf bara að vera bjart þótt
raforkuframleiðslan sé mest á
sólríkum dögum.“
Næsta spurning gæti snúið að
landrýminu sjálfu en
sólarorkugarðar
leggja ekki undir sig
verðmætt ræktar-
land. Víða erlendis
hefur jarðnæði verið
flokkað eftir gæðum,
til dæmis frá 1 upp í
5, þar sem 1 þykir
best en 5 síst. Fyrir
sólarorkugarði fæst
að jafnaði ekki leyfi
nema hann tilheyri
flokki 3-5 (frá við-
unandi ræktarlandi
til óviðunandi). Þótt
gæði landsins séu skilgreind eftir
kvarða verður að taka tillit til
hversu mikið land er notað undir
sólarorkugarð enda brýnt að
tryggja fæðuöryggi á viðsjárverð-
um tímum. Írar hafa komist að
því að minna en 0,5% af öllu
ræktarlandi fara undir sólarorku-
garða ef uppfylla á markmið um
hlutdeild endurnýjanlegra orku-
gjafa. Það er minna en notað er
undir golfvelli. Þjóðverjar eru
hins vegar einu skrefi á undan
öðrum þjóðum því þeir hafa þeg-
ar lagt grunninn að vali ákjósan-
legra landsvæða í svokölluðum
Orku-Atlas sem auðveldar leitina
að réttum svæðum til muna.
Þessi svæði geta verið gamlar
námur, gömul stríðssvæði eða
annað akurlendi.
En af hverju sólarorka? Fram-
leiðslukostnaður á sólarsellum
hefur lækkað gríðarlega á síðustu
árum. Þær má setja upp á
skömmum tíma án mikils til-
kostnaðar og hylja með gróðri.
Líftími sólarsella er rúm 40 ár en
að þeim tíma liðnum má taka þær
niður og endurvinna allt að 99%.
Hægt er að beita landið samhliða
orkuframleiðslu og til eru dæmi
um að sólarsellur hafi jákvæð
svæðisbundin áhrif á líffræði-
legan fjölbreytileika, til að
mynda á plöntur og annan gróð-
ur, vegna skjólsins sem þær
veita. Að endingu nýtur sólarorka
mikils félagslegs velvilja miðað
við aðra orkukosti sem flýtir
stórlega fyrir orkuskiptum. Fólk
gerir sér grein fyrir því að kapp-
hlaupið sem snýr að orkuskiptum
stuðlar ekki aðeins að minni kol-
efnisútblæstri og lægri orku-
kostnaði heldur einnig að orku-
sjálfstæði. Orkuöryggi er nefni-
lega þjóðaröryggi.
Upptalningin hér að framan
kann að hljóma vel, jafnvel ein-
föld, en þó er ekki allt gull sem
glóir. Þótt tæknilausnir séu til
staðar setur hraði innleiðingar
regluverks eða annarrar laga-
umgjarðar strik í reikninginn. Að
jafnaði tekur nokkur ár að fá
samþykki fyrir slíkum fram-
kvæmdum sem sólarorkugarðar
eru. Raforkukerfið þarfnast einn-
ig uppfærslu þar sem það er víða
fullnýtt. Á Írlandi, þar sem ég
starfa, erum við nú árið 2022 að
sjá fram á fyrstu tengingu nýrra
garða við raforkukerfið árið 2026.
Það er sárt þegar maður er í
kapphlaupi við tímann þótt mikil-
vægt sé að flýta sér hægt og
vanda til verka.
Ég er ekki að reyna að selja
fólki sólina en mig langar að
ljúka þessum pistli með því að
mæla fyrir sólarorku á Íslandi,
aðallega á þeirri forsendu að hafa
orkukostina sem flesta og fjöl-
breyttasta. Vil ég sérstaklega
benda á að sólarorku mætti nýta
á afskekktum stöðum eins og til
upphitunar á vatni. Ég vil enn
fremur skora á Landsnet að
kynna sér geymslu á orku, t.a.m.
með rafhlöðum, en það er annar
kapítuli út af fyrir sig. Þótt við
séum snillingar í vatnsafli og
jarðhita er ekki þar með sagt að
við getum ekki gert eitthvað ann-
að líka. Við skulum endilega vera
opin fyrir nýjungum og taka sam-
talið. Orð eru jú til alls fyrst.
Takk fyrir lesturinn og gangi
þér allt að sólu.
Gunnlaug Helga
Ásgeirsdóttir » Líftími sólarsella
er rúm 40 ár en að
þeim tíma liðnum má
taka þær niður og end-
urvinna allt að 99%.
Gunnlaug Helga
Ásgeirsdóttir
Höfundur er áhugasöm um umhverf-
is- og auðlindafræði og starfar hjá
sólarorkufyrirtækinu Elgin Energy á
Írlandi.
gunnlaug.asgeirsdottir@
elgin-energy.com
Samtal um sólina
Til að komast af í
okkar harða og mis-
kunnarlausa heimi
þurfum við á von að
halda, því ekkert ger-
ist án vonar. Hún er
drifkraftur lífsins. Án
vonar getum við bara
pakkað saman og
gleymt þessu.
Ekkert er öruggt í
þessum heimi
Þegar klukkan er
eitt megum við eiga
von á að eftir klukku-
stund verði hún tvö.
Þannig vonumst við til
að tíminn haldi áfram
og við séum ekki stöð-
ugt að upplifa okkar
síðasta.
Þegar við förum að
heiman vonumst við til
að skila okkur á
áfangastað og komast
síðan að lokum aftur
heim, ekki satt? Þegar
við förum að sofa á kvöldin vonumst
við til að vakna að nýju morguninn
eftir. Þegar síminn hringir og við
svörum megum við eiga von á að
heyra rödd í símanum. Þegar við
leggjum fé í banka vonumst við til að
geta ávaxtað það og tekið það síðan
aftur út. Þegar við kaupum okkur
hús vonum við að það haldi vindi og
vatni. Þegar við kaupum okkur bíl
vonumst við til að hann virki og
komi okkur á milli staða. Þegar við
kaupum heimilistæki vonumst við til
að þau virki og hreinlega ætlumst til
þess, þótt vissulega sé ekkert
öruggt í þeim efnum frekar en
nokkru öðru. Þannig getur vonin
brugðist okkur. Í lífi okkar togast
vonin á við óttann. Vonin vekur
bjartsýni, eykur þrek og þor en ótt-
inn stuðlar að kvíða. Þannig gerir
vonin okkur jákvæð og upplitsdjörf,
þrátt fyrir allt, en óttinn og kvíðinn
draga úr okkur og lama og gera
okkur neikvæð.
Allir þurfa á von að halda
Allir þurfa á von að halda. Við
sem fetum okkur fram veginn í átt
til framtíðar þurfum á von að halda.
Börnin okkar þurfa á von að halda,
nemendur þurfa á von að halda, allt
vinnandi fólk þarf á von að halda, að
ekki sé talað um atvinnulausa. Ást-
fangið fólk þarf á von að halda. Hjón
og uppalendur þurfa á von að halda.
Þeir sem eru haldnir erfiðum sjúk-
dómum þurfa á von að halda. Syrgj-
endur þurfa á von að halda og ekki
síst þarf deyjandi fólk á von að
halda.
Já, líka við sem finnst
vonin hafa brugðist
okkur, við þurfum samt
áfram á henni að halda.
Spurning um
lífsafstöðu
Vonin er að miklu
leyti bundin lífssýn og
því spurning um hug-
arfar og ákvörð-
unartöku eða lífs-
afstöðu. Tækifærin til
að geta notið vonar-
innar eru nefnilega allt
í kringum okkur.
Stundum komum við
bara ekki auga á ljósið
fyrr en myrkrið er
skollið á.
Trúin er fullvissa
vonarinnar
Enginn vonar það
sem hann veit, sér eða
getur þreifað á. Það
liggur fyrir. Það eru
staðreyndir sem ekki
þarf að deila um.
Því finnst mér gott
að eiga trú á upprisinn
lifandi ósýnilegan frelsara, sem vek-
ur með mér von og eykur mér and-
legt þrek til að takast á við aðstæður
mínar hverju sinni.
Trúin er nefnilega fullvissa um
það sem við vonum, sannfæring um
þá hluti sem ekki er hægt að sjá.
Því er svo mikilvægt að halda í
vonina, þrátt fyrir öll vonbrigðin, og
gera hana að meðvituðu og mark-
vissu leiðarljósi í lífinu.
Trú, von og kærleikur
Gleymum því aldrei að þegar allt
kemur til alls er það er í rauninni að-
eins þrennt sem virkar sem drif-
kraftur í þessum heimi. Það er trúin,
vonin og kærleikurinn. Og þeirra er
reyndar kærleikurinn mestur.
Þessi þrjú meginstef jákvæðrar
nálgunar á lífið þurfa að haldast í
hendur, vinna saman og styðja hvert
annað.
Keppum því meðvitað og mark-
visst að því að vera kærleiksríkir
vonarneistar, „vonistar“, í umhverfi
okkar sem láta stjórnast af ávöxtum
kærleikans, virðingu og samstöðu,
þótt ólík séum. Umhyggju og upp-
örvun, jákvæðni og auðmýkt, gjaf-
mildi og síðast en ekki síst þakklæti.
Og hverju ætli við höfum svo að
tapa með því að fela okkur kærleiks-
ríkum Guði, höfundi og fullkomnara
lífsins, í von um að hann muni vel
fyrir sjá?
Með kærleiks- og friðarkveðju!
Lifi lífið!
Látum ekki ræna
okkur voninni
Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn
Þorkelsson
» Því er svo
mikilvægt
að halda í von-
ina, þrátt fyrir
öll vonbrigðin,
og gera hana að
meðvituðu og
markvissu leið-
arljósi í lífinu.
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.