Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 66
ÍÞRÓTTIR66
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022
Guðmundur
byrjaði ekki vel
Guðmundur Ágúst Kristjánsson,
atvinnukylfingur úr GKG, náði sér
ekki á strik á fyrsta hring sínum á
fyrsta tímabilinu á Evrópumóta-
röðinni í golfi en hann hóf keppni
á Joburg Open í Suður-Afríku í
gær. Guðmundur lék á 77 höggum,
sex höggum yfir pari vallarins og
er í hópi neðstu manna. Möguleik-
ar hans á að komast í gegnum
niðurskurð eftir annan hring í
dag eru sáralitlir. Þetta er fyrsta
mótið af þremur á jafnmörgum
vikum í Suður-Afríku.
Ljósmynd/Kristján Ágústsson
Byrjaður Guðmundur Ágúst er
kominn á Evrópumótaröðina.
Tindastóll áfrýj-
aði úrskurðinum
Körfuknattleiksdeild Tindastóls
hefur áfrýjað úrskurði aganefnd-
ar Körfuknattleikssambands
Íslands eftir að hún úrskurðaði
Haukum 20:0-sigur í bikarleik
liðanna á dögunum. Tindastóll
vann leik liðanna í 1. umferð bik-
arsins, 88:71, en Haukar kærðu
úrslit leiksins vegna brota Sauð-
krækinga á útlendingareglu KKÍ.
Njarðvíkingar bíða enn eftir því
hvoru liðinu þeir mæti í 16-liða
úrslitum en eitt þessara þriggja
liða mætir síðan Keflavík.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Kærumál Tindastólsmenn bíða
eftir niðurstöðunni.
Brassarnir í banastuði
AFP/Adrian Dennis
Snilldartilþrif Richarlison skorar annað mark sitt og Brasilíu en hann lyfti
boltanum upp sjálfur og skoraði með glæsilegri hjólhestaspyrnu.
AFP/Glyn Kirk
Mark Rafael Leao sendir boltann framhjá Lawrence Ati Zigi, markverði
Gana, og skorar þriðja mark Portúgals í leik þjóðanna í gær.
lRicharlison skoraði bæði mörkin í 2:0 sigri á SerbumlSviss lagði Kamerún að
vellilPortúgal sigraði Gana í fimm marka leiklÚrúgvæ tókst ekki að skora
HM Í KATAR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Brasilíumenn eru mættir til leiks
á heimsmeistaramótinu í fótbolta.
Það tók þá klukkutíma að gera
virkilega vart við sig en eftir að
Richarlison skoraði eftir ríflega
60 mínútur gegn Serbum í Katar
í gærkvöld voru úrslitin sama og
ráðin og leikurinn endaði 2:0.
Brasilíska liðið sýndi mikla yfir-
burði gegn Serbum, sérstaklega í
seinni hálfleiknum, og Richarlison
gerði út um leikinn með mörkum á
62. og 73. Það síðara var stórglæsi-
legt, eins og sést á myndinni hér
fyrir ofan, og Vinicius Junior var
maðurinn á bak við bæði mörkin.
Sigurinn gat orðið stærri,
Casemiro átti þrumuskot í þver-
slána og brasilíska liðið lék á als
oddi eftir því sem leið á leikinn.
Það átti vel á þriðja tug skota að
marki Serbanna sem vörðust vel
en hittu aldrei brasilíska markið
úr fjórum tilraunum í leiknum.
Brasilíumenn eru þar með
komnir með undirtökin í G-riðl-
inum þar sem þeir mæta Sviss
í uppgjöri tveggja efstu liðanna
á mánudaginn kemur á meðan
Serbar glíma við harðskeytt lið
Kamerún.
Fagnaði ekki sögulegu marki
Breel Embolo, sem fæddist í
Yaoundé, höfuðborg Kamerún,
fyrir 25 árum skoraði sigurmark
Svisslendinga gegn Kamerún í
fyrri leik G-riðilsins í gær. Embolo,
sem á kamerúnska móður og
svissneskan stjúpföður, flutti til
Sviss sjö ára gamall og spilaði sinn
60. landsleik gegn Kamerún í gær.
Hann skoraði markið, 1:0, í byrjun
síðari hálfleiks og fagnaði því ekki.
Embolo hefur frá átján ára aldri
veitt fjárstuðning til barna sem
eiga erfitt uppdráttar í Kamerún.
Mark hans er sögulegt að því
leyti að aldrei áður í sögu HM
hefur leikmaður skorað mark gegn
landinu þar sem hann fæddist.
Fyrstur að skora á fimmHM
Cristiano Ronaldo skráði sig
enn frekar í sögubækurnar með
því að skora fyrsta markið í sigri
Portúgals í fjörugum leik gegn
Gana, 3:2, í H-riðlinum í gær. Hann
varð þar með fyrstur til að skora á
fimm heimsmeistaramótum.
Markið skoraði hann reyndar
úr frekar ódýrri vítaspyrnu en
varnarmaður Gana var talinn hafa
brotið á Ronaldo.
Mörk leiksins komu öll á síðustu
25 mínútunum og mikil dramatík
var fram á síðustu sekúndu þegar
engu munaði að Gana jafnaði
metin.
Bruno Fernandes lagði upp tvö
síðari mörk Portúgals í leiknum
fyrir Joao Felix og Rafael Leao.
Úrúgvæ var nær sigri
Portúgal er þar með komið með
undirtökin í riðlinum því Úrúgvæ
og Suður-Kórea gerðu markalaust
jafntefli í fyrri leik fyrstu umferð-
arinnar í gær. Úrúgvæjar voru
nær sigri því fyrirliðinn Diego
Godín átti hörkuskalla í stöng í
sínum 160. landsleik og Federico
Valverde átti þrumufleyg í stöng
suðurkóreska marksins rétt fyrir
leikslok.
Luis Suárez var í fremstu víglínu
hjá Úrúgvæ fyrstu 65 mínúturnar
og síðan leysti Edinson Cavani
hann af hólmi. Þessir 35 ára gömlu
markahrókar voru aldrei líklegir
til að skora að þessu sinni.
Subway-deild karla
Stjarnan – Grindavík ............................. 94:65
ÍR – Þór Þ.................................................. 79:73
Tindastóll – Breiðablik.......................... 110:75
Njarðvík – Haukar................................. (41:41)
Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun.
Staðan fyrir leik Njarðvíkur og Hauka:
Valur 6 5 1 545:492 10
Breiðablik 7 5 2 705:699 10
Keflavík 6 4 2 560:550 8
Tindastóll 7 4 3 604:563 8
Stjarnan 7 4 3 604:588 8
Haukar 6 4 2 550:525 8
Grindavík 7 3 4 559:594 6
Njarðvík 6 3 3 515:480 6
Höttur 6 3 3 514:511 6
ÍR 7 2 5 551:609 4
KR 6 1 5 569:643 2
Þór Þ. 7 1 6 677:699 2
Undankeppni EM kvenna
C-RIÐILL:
Spánn – Ísland ....................................... 120:54
Rúmenía – Ungverjaland ...................... 40:99
Staðan:
Spánn 6, Ungverjaland 4, Rúmenía 2, Ísland 0.
Olísdeild karla
Fram – ÍBV.............................................. 29:30
Staðan:
Valur 10 9 0 1 332:281 18
Afturelding 10 6 2 2 301:275 14
FH 10 6 2 2 291:285 14
Fram 11 5 3 3 328:322 13
ÍBV 10 5 2 3 334:304 12
Stjarnan 10 4 3 3 295:285 11
Selfoss 10 4 1 5 301:311 9
Grótta 9 3 2 4 251:249 8
KA 10 3 2 5 283:297 8
Haukar 10 3 1 6 290:284 7
ÍR 10 2 1 7 281:342 5
Hörður 10 0 1 9 289:341 1
Meistaradeild karla
Veszprém – PPDZagreb..................... 32:28
Bjarki Már Elísson skoraði ekki fyrir
Veszprém.
Dinamo Búkarest – Wisla Plock........... 32:27
Kiel – Barcelona...................................... 30:30
Leikjum Kielce – Elverum og Magdeburg
– Porto var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun í gærkvöld.
Þýskaland
Leipzig –Melsungen ............................ 40:33
Viggó Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir
Leipzig. Rúnar Sigtryggsson þjálfar liðið.
Elvar Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir
Melsungen og Arnar Freyr Arnarsson 3.
RNLöwen – Füchse Berlín ................ 32:34
Ýmir Örn Gíslason skoraði 1 mark fyrir
Löwen.
Hannover-Burgdorf –Wetzlar ......... 23:26
Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari
Hannover-Burgdorf.
Svíþjóð
Önnered – Skara ................................... 36:20
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði
3 mörk fyrir Skara, Aldís Ásta Heimisdóttir
1 en Ásdís Guðmundsdóttir ekkert.
HM í Katar
G-RIÐILL:
Sviss – Kamerún ........................................ 1:0
Breel Embolo 48.
Brasilía – Serbía ....................................... 2:0
Richarlison 62., 73.
Staðan:
Brasilía 1 1 0 0 2:0 3
Sviss 1 1 0 0 1:0 3
Kamerún 1 0 0 1 0:1 0
Serbía 1 0 0 1 0:2 0
Í annarri umferð leikur Kamerún við Serbíu
og Brasilía við Sviss.
H-RIÐILL:
Úrúgvæ – Suður-Kórea.......................... 0:0
Portúgal – Gana ......................................... 3:2
Cristiano Ronaldo 65.(v), Joao Felix 78.,
Rafael Leao 80. – André Ayew 73., Osman
Bukari 89.
Staðan:
Portúgal 1 1 0 0 3:2 3
Suður-Kórea 1 0 1 0 0:0 1
Úrúgvæ 1 0 1 0 0:0 1
Gana 1 0 0 1 2:3 0
Í annarri umferð leikur Suður-Kórea við
Gana og Portúgal við Úrúgvæ.
LEIKIR Í DAG:
10.00 BWales – Íran
13.00 A Katar – Senegal
16.00 A Holland – Ekvador
19.00 B England – Bandaríkin
Meistaradeild kvenna
C-RIÐILL:
Zürich – Lyon ............................................... 0:3
D-RIÐILL:
Barcelona – BayernMünchen .............. 3:0
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn
með Bayern, Cecilía Rán Rúnarsdóttir var
varamarkvörður en Karólína Lea Vilhjálms-
dóttir er frá vegna meiðsla.
Leikjum Juventus – Arsenal og Benfica –
Rosengård var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun í gærkvöld.
Eyjamenn mörðu
Fram í Úlfarsárdal
ÍBV gerði afar góða ferð til
Reykjavíkur þegar liðið vann
Frammeð minnsta mun, 30:29,
eftir æsispennandi leik í úr-
valsdeild karla í handknattleik,
Olísdeildinni, í Framhúsi í
Úlfarsárdal í gærkvöldi.
Fram var við stjórn stóran
hluta leiksins en eftir að hafa
náð fjögurra marka forystu,
19:15, í síðari hálfleik sneri ÍBV
taflinu við, komst í 23:22 og hafði
að lokum eins marks sigur með
herkjum. ÍBV fór með sigrinum
upp í 5. sæti deildarinnar en
Fram er áfram í 4. sætinu.
Elmar Erlingsson og Rúnar
Kárason voru markahæstir í liði
ÍBV, báðir með átta mörk.
Markahæstur í leiknum
var hins vegar Reynir Þór
Stefánsson með 11 mörk fyrir
Fram. Skammt undan var Luka
Vukicevic með átta mörk. Lárus
Helgi Ólafsson varði þá 11 skot í
marki liðsins.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
8 Rúnar Kárason reyndist Frömurum erfiður og skoraði 8 mörk fyrir ÍBV.