Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 66
ÍÞRÓTTIR66 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 Guðmundur byrjaði ekki vel Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, náði sér ekki á strik á fyrsta hring sínum á fyrsta tímabilinu á Evrópumóta- röðinni í golfi en hann hóf keppni á Joburg Open í Suður-Afríku í gær. Guðmundur lék á 77 höggum, sex höggum yfir pari vallarins og er í hópi neðstu manna. Möguleik- ar hans á að komast í gegnum niðurskurð eftir annan hring í dag eru sáralitlir. Þetta er fyrsta mótið af þremur á jafnmörgum vikum í Suður-Afríku. Ljósmynd/Kristján Ágústsson Byrjaður Guðmundur Ágúst er kominn á Evrópumótaröðina. Tindastóll áfrýj- aði úrskurðinum Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur áfrýjað úrskurði aganefnd- ar Körfuknattleikssambands Íslands eftir að hún úrskurðaði Haukum 20:0-sigur í bikarleik liðanna á dögunum. Tindastóll vann leik liðanna í 1. umferð bik- arsins, 88:71, en Haukar kærðu úrslit leiksins vegna brota Sauð- krækinga á útlendingareglu KKÍ. Njarðvíkingar bíða enn eftir því hvoru liðinu þeir mæti í 16-liða úrslitum en eitt þessara þriggja liða mætir síðan Keflavík. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Kærumál Tindastólsmenn bíða eftir niðurstöðunni. Brassarnir í banastuði AFP/Adrian Dennis Snilldartilþrif Richarlison skorar annað mark sitt og Brasilíu en hann lyfti boltanum upp sjálfur og skoraði með glæsilegri hjólhestaspyrnu. AFP/Glyn Kirk Mark Rafael Leao sendir boltann framhjá Lawrence Ati Zigi, markverði Gana, og skorar þriðja mark Portúgals í leik þjóðanna í gær. lRicharlison skoraði bæði mörkin í 2:0 sigri á SerbumlSviss lagði Kamerún að vellilPortúgal sigraði Gana í fimm marka leiklÚrúgvæ tókst ekki að skora HM Í KATAR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Brasilíumenn eru mættir til leiks á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Það tók þá klukkutíma að gera virkilega vart við sig en eftir að Richarlison skoraði eftir ríflega 60 mínútur gegn Serbum í Katar í gærkvöld voru úrslitin sama og ráðin og leikurinn endaði 2:0. Brasilíska liðið sýndi mikla yfir- burði gegn Serbum, sérstaklega í seinni hálfleiknum, og Richarlison gerði út um leikinn með mörkum á 62. og 73. Það síðara var stórglæsi- legt, eins og sést á myndinni hér fyrir ofan, og Vinicius Junior var maðurinn á bak við bæði mörkin. Sigurinn gat orðið stærri, Casemiro átti þrumuskot í þver- slána og brasilíska liðið lék á als oddi eftir því sem leið á leikinn. Það átti vel á þriðja tug skota að marki Serbanna sem vörðust vel en hittu aldrei brasilíska markið úr fjórum tilraunum í leiknum. Brasilíumenn eru þar með komnir með undirtökin í G-riðl- inum þar sem þeir mæta Sviss í uppgjöri tveggja efstu liðanna á mánudaginn kemur á meðan Serbar glíma við harðskeytt lið Kamerún. Fagnaði ekki sögulegu marki Breel Embolo, sem fæddist í Yaoundé, höfuðborg Kamerún, fyrir 25 árum skoraði sigurmark Svisslendinga gegn Kamerún í fyrri leik G-riðilsins í gær. Embolo, sem á kamerúnska móður og svissneskan stjúpföður, flutti til Sviss sjö ára gamall og spilaði sinn 60. landsleik gegn Kamerún í gær. Hann skoraði markið, 1:0, í byrjun síðari hálfleiks og fagnaði því ekki. Embolo hefur frá átján ára aldri veitt fjárstuðning til barna sem eiga erfitt uppdráttar í Kamerún. Mark hans er sögulegt að því leyti að aldrei áður í sögu HM hefur leikmaður skorað mark gegn landinu þar sem hann fæddist. Fyrstur að skora á fimmHM Cristiano Ronaldo skráði sig enn frekar í sögubækurnar með því að skora fyrsta markið í sigri Portúgals í fjörugum leik gegn Gana, 3:2, í H-riðlinum í gær. Hann varð þar með fyrstur til að skora á fimm heimsmeistaramótum. Markið skoraði hann reyndar úr frekar ódýrri vítaspyrnu en varnarmaður Gana var talinn hafa brotið á Ronaldo. Mörk leiksins komu öll á síðustu 25 mínútunum og mikil dramatík var fram á síðustu sekúndu þegar engu munaði að Gana jafnaði metin. Bruno Fernandes lagði upp tvö síðari mörk Portúgals í leiknum fyrir Joao Felix og Rafael Leao. Úrúgvæ var nær sigri Portúgal er þar með komið með undirtökin í riðlinum því Úrúgvæ og Suður-Kórea gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik fyrstu umferð- arinnar í gær. Úrúgvæjar voru nær sigri því fyrirliðinn Diego Godín átti hörkuskalla í stöng í sínum 160. landsleik og Federico Valverde átti þrumufleyg í stöng suðurkóreska marksins rétt fyrir leikslok. Luis Suárez var í fremstu víglínu hjá Úrúgvæ fyrstu 65 mínúturnar og síðan leysti Edinson Cavani hann af hólmi. Þessir 35 ára gömlu markahrókar voru aldrei líklegir til að skora að þessu sinni. Subway-deild karla Stjarnan – Grindavík ............................. 94:65 ÍR – Þór Þ.................................................. 79:73 Tindastóll – Breiðablik.......................... 110:75 Njarðvík – Haukar................................. (41:41)  Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Staðan fyrir leik Njarðvíkur og Hauka: Valur 6 5 1 545:492 10 Breiðablik 7 5 2 705:699 10 Keflavík 6 4 2 560:550 8 Tindastóll 7 4 3 604:563 8 Stjarnan 7 4 3 604:588 8 Haukar 6 4 2 550:525 8 Grindavík 7 3 4 559:594 6 Njarðvík 6 3 3 515:480 6 Höttur 6 3 3 514:511 6 ÍR 7 2 5 551:609 4 KR 6 1 5 569:643 2 Þór Þ. 7 1 6 677:699 2 Undankeppni EM kvenna C-RIÐILL: Spánn – Ísland ....................................... 120:54 Rúmenía – Ungverjaland ...................... 40:99 Staðan: Spánn 6, Ungverjaland 4, Rúmenía 2, Ísland 0. Olísdeild karla Fram – ÍBV.............................................. 29:30 Staðan: Valur 10 9 0 1 332:281 18 Afturelding 10 6 2 2 301:275 14 FH 10 6 2 2 291:285 14 Fram 11 5 3 3 328:322 13 ÍBV 10 5 2 3 334:304 12 Stjarnan 10 4 3 3 295:285 11 Selfoss 10 4 1 5 301:311 9 Grótta 9 3 2 4 251:249 8 KA 10 3 2 5 283:297 8 Haukar 10 3 1 6 290:284 7 ÍR 10 2 1 7 281:342 5 Hörður 10 0 1 9 289:341 1 Meistaradeild karla Veszprém – PPDZagreb..................... 32:28  Bjarki Már Elísson skoraði ekki fyrir Veszprém. Dinamo Búkarest – Wisla Plock........... 32:27 Kiel – Barcelona...................................... 30:30  Leikjum Kielce – Elverum og Magdeburg – Porto var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Þýskaland Leipzig –Melsungen ............................ 40:33  Viggó Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir Leipzig. Rúnar Sigtryggsson þjálfar liðið.  Elvar Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir Melsungen og Arnar Freyr Arnarsson 3. RNLöwen – Füchse Berlín ................ 32:34  Ýmir Örn Gíslason skoraði 1 mark fyrir Löwen. Hannover-Burgdorf –Wetzlar ......... 23:26  Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf. Svíþjóð Önnered – Skara ................................... 36:20  Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði 3 mörk fyrir Skara, Aldís Ásta Heimisdóttir 1 en Ásdís Guðmundsdóttir ekkert. HM í Katar G-RIÐILL: Sviss – Kamerún ........................................ 1:0 Breel Embolo 48. Brasilía – Serbía ....................................... 2:0 Richarlison 62., 73. Staðan: Brasilía 1 1 0 0 2:0 3 Sviss 1 1 0 0 1:0 3 Kamerún 1 0 0 1 0:1 0 Serbía 1 0 0 1 0:2 0  Í annarri umferð leikur Kamerún við Serbíu og Brasilía við Sviss. H-RIÐILL: Úrúgvæ – Suður-Kórea.......................... 0:0 Portúgal – Gana ......................................... 3:2 Cristiano Ronaldo 65.(v), Joao Felix 78., Rafael Leao 80. – André Ayew 73., Osman Bukari 89. Staðan: Portúgal 1 1 0 0 3:2 3 Suður-Kórea 1 0 1 0 0:0 1 Úrúgvæ 1 0 1 0 0:0 1 Gana 1 0 0 1 2:3 0  Í annarri umferð leikur Suður-Kórea við Gana og Portúgal við Úrúgvæ. LEIKIR Í DAG: 10.00 BWales – Íran 13.00 A Katar – Senegal 16.00 A Holland – Ekvador 19.00 B England – Bandaríkin Meistaradeild kvenna C-RIÐILL: Zürich – Lyon ............................................... 0:3 D-RIÐILL: Barcelona – BayernMünchen .............. 3:0  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Bayern, Cecilía Rán Rúnarsdóttir var varamarkvörður en Karólína Lea Vilhjálms- dóttir er frá vegna meiðsla.  Leikjum Juventus – Arsenal og Benfica – Rosengård var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Eyjamenn mörðu Fram í Úlfarsárdal ÍBV gerði afar góða ferð til Reykjavíkur þegar liðið vann Frammeð minnsta mun, 30:29, eftir æsispennandi leik í úr- valsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í Framhúsi í Úlfarsárdal í gærkvöldi. Fram var við stjórn stóran hluta leiksins en eftir að hafa náð fjögurra marka forystu, 19:15, í síðari hálfleik sneri ÍBV taflinu við, komst í 23:22 og hafði að lokum eins marks sigur með herkjum. ÍBV fór með sigrinum upp í 5. sæti deildarinnar en Fram er áfram í 4. sætinu. Elmar Erlingsson og Rúnar Kárason voru markahæstir í liði ÍBV, báðir með átta mörk. Markahæstur í leiknum var hins vegar Reynir Þór Stefánsson með 11 mörk fyrir Fram. Skammt undan var Luka Vukicevic með átta mörk. Lárus Helgi Ólafsson varði þá 11 skot í marki liðsins. Morgunblaðið/Óttar Geirsson 8 Rúnar Kárason reyndist Frömurum erfiður og skoraði 8 mörk fyrir ÍBV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.