Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is 15% afsláttur af öllum dekkjum 25.-28. nóv. Verslaðu dekkin í nýrri vefverslun á BJB.is Ekkert er því til fyrirstöðu í persónu- verndarlögum að stjórnvöld birti upplýsingar um eign sjávarútvegs- fyrirtækja í öðrum sjávarútvegsfyr- irtækjum eða fyrirtækjum sem starfa á öðrum sviðum efnahagskerfisins. Það getur hins vegar reynt á hvort almannahagsmunir séu nægir til þess að stjórnvöld geti birt upplýs- ingar um umfangsmikið eignarhald einstaklinga. Þetta má lesa úr ítarlegu svari Persónuverndar við fyrirspurn Morgunblaðsins vegna hugsanlegra álitaefna er snúa að persónuvernd í tengslum við birtingu skýrslu um eignatengsl í sjávarútvegi sem Samkeppniseftirlitið vinnur í sam- ræmi við samning við matvælaráðu- neytið. Áætlað er að skýrslan verði af- hent ráðuneytinu 31. desember 2023. Í svarinu vekur Persónuvernd sér- staka athygli á að svar stofnunarinn- ar felur ekki í sér nokkra efnislega afstöðu til þess efnis sem spurt var um þar sem Persónuvernd hafi ekki tekið efnislega afstöðu til þess álita- efnis sem spurt er um og er því aðeins svarað með „almennum hætti um þær reglur sem taka þarf til skoðunar“. Einkahagsmunir Borið var undir Persónuvernd hvort eitthvað í birtingu persónu- greinanlegra upplýsinga af þeim toga sem kortlagning eignatengsla í sjáv- arútvegi og sjávarútvegs og annarra félaga felur í sér geti stangast á við persónuverndarsjónarmið. „Persónuverndarlög gilda eingöngu um upplýsingar um einstaklinga, ekki fyrirtæki. Í því felst að birting upplýsinga um eignarhald félaga á öðrum félögum telst ekki til vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt persónuverndarlögum. Stjórnvöld- um getur verið nauðsynlegt að birta tilteknar upplýsingar um einstak- linga þegar almannahagsmunir krefjast þess en gerð er sú krafa að almannahagsmunirnir byggist á lög- um að einhverju marki, þ.e. að stjórn- vald geti ekki uppfyllt skyldur sínar að öðru leyti en að vinna tilteknar upplýsingar um einstaklinga,“ segir í svarinu. Bendir Persónuvernd á að markmið upplýsingalaga hafi verið að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu. „Má ætla að í flestum tilvikum, þar sem stjórnvöld birta upplýsingar að eigin frumkvæði, reyni ekki á brýn sjónarmið tengd einkahagsmunum […] og að Persónu- vernd muni því að mestu ekki endur- skoða mat stjórnvalda á hvort og þá hvaða gögn, sem ekki hafa að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar, beri að afhenda eða birta.“ Þó hafi í athugasemdum Persónuverndar við frumvarp sem síðar varð að upplýs- ingalögum verið bent á dæmi um hvað falli undir bann við afhendingu vegna einkahagsmuna. „Þá er þar tekið fram að almennt sé óheimilt að veita upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklinga, t.d. tekjur og fjárhags- stöðu, nema lagaheimild standi til veitingar upplýsinganna. Varðandi birtingu upplýsinga um umfangsmik- ið eignarhald einstaklinga í tilteknum félögum getur reynt á hvort almanna- hagsmunir krefjist þeirrar birtingar.“ Takmarkanir Þá segir að í tilfellum er snúa að birtingu stjórnvalda á upplýsingum að eigin frumkvæði gæti það fallið undir skyldu stjórnvalda til birtingar samkvæmt upplýsingalögum eða öðr- um lögum er varða viðkomandi stofn- un. „Við mat á birtingu persónuupp- lýsinga hjá stjórnvöldum á grundvelli upplýsingalaga og sérlaga getur þurft að líta til persónuverndarsjónar- miða.“ Á efnislegu gildissviði persónu- verndarlöggjafarinnar eru einnig ákveðnar takmarkanir sem þarf að hafa í huga í þessu sambandi. Ein þeirra er sú að persónuverndarlög takmarka ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum og stjórnsýslulög- um. Í því sambandi ber að líta til 5. gr. upplýsingalaga, þess efnis að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrir- liggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, svo og tilteknum fyrirliggjandi gögnum, með þeim takmörkunum sem greinir í lögunum sjálfum. Þá er einnig að finna í upplýsingalög- um hvatningu til stjórnvalda að birta gögn að eigin frumkvæði. Á meðal takmarkana við veitingu aðgangs eða birtingu er bann 9. gr. laganna við að almenningi sé veittur aðgangur að gögnum um einka- eða fjárhags- málefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Undanþága er frá þessum reglum hvað varðar viðkvæmar persónu- upplýsingar en undir það falla meðal annars upplýsingar um heilsufar, kyn- líf og kynhneigð eða vímuefnanotkun. lPersónuverndarsjónarmið gilda einnig um eignarhald einstaklinga í sjávarútvegi Óvissaumbirtinguupp- lýsingaumeignarhald Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Morgunblaðið/Eggert PersónuverndUpplýsingar um umfangsmikið eignarhald einstaklinga gætu verið álitaefni. Leggur til hærri veiðigjöld l2,5milljarða króna hækkun Svandís Svavarsdóttir matvæla- ráðherra leggur til að veiðigjald hækki á næsta ári um 2,5 millj- arða króna að nafnvirði miðað við núverandi áætlun næsta árs. Hækkunin leggst aðallega á uppsjávarútgerðirnar sem veiða síld, loðnu, kolmunna og makríl og er gert ráð fyrir að þær greiði 2,3 milljarða króna á árinu 2023 í stað þeirra 700 milljóna sem þær myndu greiða að óbreyttu. Á grundvelli gildandi laga myndu útgerðirnar greiða í ríkissjóð sjö milljarða króna í veiðigjöld á næsta ári en samþykki Alþingi breytinguna munu þær greiða 9,5 milljarða. Þetta kemur fram í greinargerð frumvarps um breytingu á lögum um veiðigjald sem birt hefur verið á vef Alþingis. Frumvarpinu er ætlað að auka stöðugleika í upphæð veiðigjalds og er lagt til að „séu skattalegar fyrningar samtals hærri en 20% af fyrningargrunni að viðbættum 200 millj. kr. skuli Skatturinn dreifa því sem umfram er á næstu fimm ár. Áætluð vaxtagjöld skulu nema sömu fjárhæð og þær fyrn- ingar sem lagðar eru til grundvall- ar útreikningi á veiðigjaldi á ári hverju.“ Breytingin hefur í för með sér að „veiðigjald næstu ára verður hærra en áætlað var vegna þaks- ins en lægra árin þar á eftir, verði ekki gerðar frekari breytingar á lögum um veiðigjald, þar sem fyrningar sem að óbreyttu kæmu að fullu til frádráttar rekstrar- kostnaði einstakra fyrirtækja næstu eitt til tvö árin dreifast yfir á fleiri ár og verða í gangi í allt að fimm ár,“ segir í greinargerðinni. gso@mbl.is KOMINN TÍMI Á GÓLFIN? Ræstingar og tengd þjónusta er okkar sérgrein. Faglegar heildarlausnir – allt á einum stað. Dalshraun 6 | 220 Hafnarfjörður | 581 4000 solarehf.is | solarehf@solarehf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.