Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 40 STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Pistill Þjóðir semframkvæma! S ingapúr og Ísland eiga margt sam- eiginlegt. Hvort tveggja eru litlar þjóðir sem búa við öryggi í löndum sínum, reiða sig á út- og innflutning og leggja mikla áherslu á menntun og nýsköpun. Þá eru þetta þjóðir sem fram- kvæma!” Sá sem mælti þessi orð við mig í Singapúr á dögunum hefur búið og starfað sem alþjóðleg- ur sérfræðingur á báðum stöðum. Sjálfsagt hefur hann lög að mæla en á sama tíma er margt sem þjóðirnar geta lært hvor af annarri. Ég var þarna stödd til að kynna mér hvernig Singapúr hefur staðið að því að bæta umhverfi nýsköpunar. Stefnan sem fylgt hefur verið hefur leitt til eftirtektarverðs árangurs og eflt hugvitsdrifið hagkerfi landsins til muna. Á síð- asta áratug hefur landið skipað sér í fremstu röð á því sviði. Árangurinn á rætur að rekja til öflugs háskólaumhverfis og samvinnu við alþjóðlega háskóla á heimsmælikvarða. Stjórnvöld í Singapúr hafa markað og fylgt eftir langtíma-nýsköpunarstefnu sem m.a. miðar að því að laða rannsóknatengdar hátæknigreinar, iðnað, rannsóknir og alþjóðlega fjárfesta til landsins. Þessi stefna hefur skilað góðum árangri. Singapúr með sínar 5,7 milljónir íbúa og heildarlandsvæði nær fjórðungi minna en höfuðborgarsvæðið á stærð hefur klifrað hratt upp ýmsa alþjóðlega lista um samkeppnishæfni og tækni- væðingu á nýliðnum árum. Landið situr nú í áttunda sæti á lista Alþjóðahugverkstofunnar (WIPO) um helstu nýsköpunarríki heims, þriðja sæti í samkeppn- ishæfni skv. „Global Competitive“-vísitölu IMD og fyrsta sæti á lista IMD yfir tækniumhverfi. Þá eru tveir háskólar í Singapúr á meðal 20 bestu háskóla í heimi. Í stuttu máli; stjórnvöld settu sér skýr markmið, lögðu áherslu á að fylgja þeim eftir og það hefur skilað sér í bættum lífskjörum. Við vitum að verðmætin verða sjaldnast til á skrifborðum ríkisins. Verkefni stjórnvalda er að skapa umgjörðina og marka skýra stefnu þannig að fólk og fyrirtæki geti gripið keflið og hlaupið í mark. Eitt af því sem við getum lært af Singapúr er mikilvægi þess að hugsa til framtíðar og setja okkur markmið til lengri tíma. Ísland er á nær öllum mælikvörðum eitt besta land í heimi til að lifa og starfa í en stað- reyndin er sú að við getum gert svo mikið bet- ur með þann mannauð sem við búum yfir. Ég hef í starfi mínu í nýju ráðuneyti lagt áherslu á að hugvitið verði stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar. Það markmið er ekki úr lausu lofti gripið og ég trúi því að við getum rennt fleiri og sterkari stoðum undir hag- kerfi okkar með því að virkja hugvitið og aukið þannig lífsgæði í landinu. Til þess þurfum við í sameiningu að undirbúa okkur fyrir verkefni framtíðarinnar, setja okkur skýr markmið um það hvert við stefnum og hvernig við ætlum að komast þangað. Það er verkefni okkar allra. ÁslaugArna Sigurbjörns- dóttir Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. aslaugs@althingi.is Leikið að eldinum Fyrir nokkrum dögum bárust enn og aftur ásakanir um að skotið hefði verið á kjarnorkuverið í Enerhodar í Saporísja-héraði Úkraínu. Á þessu stigi málsins er óvíst hvort Rússar eða Úkraínu- menn hafi verið að verki, en hvorir tveggja hafa bent fingrinum á hina fyrir þessa vægast sagt óábyrgu hegð- un, og Selenskí Úkraínufor- seti óskaði eftir því á fundi NATO-þingsins að ríki Atl- antshafsbandalagsins myndu ábyrgjast öryggi kjarnorku- vera landsins. Rafael Grossi, fram- kvæmdastjóri Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar, IAEA, átti hins vegar koll- gátuna er hann sagði að það skipti ekki máli hvor stríðs- aðila ætti í hlut, þessu athæfi yrði að linna áður en stórskaði hlytist af. „Þið eruð að leika ykkur að eldinum!“ sagði Grossi, en hann hefur einnig sagt þessa hegðun vera algjör- lega án fordæma. Áhyggjurnar eru ekki endi- lega þær að skothríðin sem slík geti skaðað verið, enda eru kjarnorkuver hönnuð til þess að þola alls kyns áföll. Kjarnorku- verin ráða hins vegar verr við það ef rafork- una þrýtur, en hún er notuð til að kæla kjarnaeldsneytið og koma í veg fyrir að það ofhitni. Skothríð fyrr í haust, sem rak- in var til Rússa, neyddi Sapor- ísja-verið til þess að treysta tímabundið á vararafala sína, og í eldflaugaárásum vikunnar þurftu hin þrjú kjarnorkuverin sem enn eru á valdi Úkraínu- manna að skipta tímabundið yfir í varaaflstöðvarnar. Slíkt býður hættunni heim, og því lengur sem stríðið varir aukast líkurnar á því að atburðarásin fari úr böndun- um, með skelfilegum afleiðing- um fyrir alla, jafnt Rússa og Úkraínumenn, sem og aðra jarðarbúa. Hið hörmulega slys í Póllandi í síðustu viku, þar sem tveir létust vegna átakanna, sýnir að styrjöldin fer nú þegar hættulega nærri því að velta út af sporinu. Það er óþarfi að bæta áhyggjum af kjarnorkuslysi, sem ætti engan sinn líka, við þær sem þegar eru. Kjarnorkuver mega aldrei vera skotmörk} Lærum af sögunni Getur verið að hver kynslóð þurfi að endur- taka mistök þeirra sem á undan gengu? Við horfum upp á stríð í Evrópu með miklu mannfalli og eyðileggingu sem engan enda virðist ætla að taka. Það styð- ur mögulega slíkar kenningar. Þegar við horfum okkur nær verða fréttir af kjaraviðræð- um umhugsunarefni í þessu sambandi. Hér gerist það að Seðlabankinn hækkar stýri- vexti hóflega og með skýrum rökum, en viðbrögðin eru þau að menn í Karphúsinu vilja helst standa upp frá borði og slíta viðræðum. Slík viðbrögð eru úr öllu samræmi við til- efnið og ekki hjálpleg. Eitt af því sem Seðlabank- inn horfir til eru samningar á vinnumarkaði. Það er óhjá- kvæmilegt og felur ekki í sér að launamenn eigi að bera allar byrðarnar því að hann horfir til margra annarra þátta eins og þekkt er. En vinnumarkaðurinn er þýð- ingarmikill og þar hafa komið fram kröfugerðir sem hljóta að vekja áhyggjur í Seðla- bankanum eins og annars staðar. Þá er það staðreynd að samningar hafa runnið út án þess að nýir hafi tekist og að deilendur eru komnir í sali ríkissáttasemjara. Líka þeir deilendur sem gera mestu kröfurnar, og virðist minnst alvara um að ná samningum, hafa ekki óskað liðsinnis ríkissáttasemjara og rúmast varla í sölum hans. Ennfremur vekur áhyggjur að þeir sem sitja við samn- ingaborðið virðast nálgast samningagerðina án þess að horfa til þess hvernig kaupmáttur hefur þróast á samningstímanum þrátt fyrir efnahagsáfallið sem atvinnu- lífið mátti þola. Þegar samið er hlýtur að verða að horfa bæði fram og aftur til að meta forsendur hækkana. Hækkun kauptaxta sem étin yrði upp í verðbólgu næstu missera er minna en einskis virði fyrir launamenn. Slíkt höfrunga- hlaup kaupgjalds og verðlags kom illa við almenning áður fyrr og kostaði tuga prósenta verðbólgu. Samningamenn verða að þekkja söguna betur en svo að þeir vilji endurtaka þann leik. Enginn er bættari með háa verðbólgu eftir óraunhæfa samninga} N ý skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um fasteigna- markaðinn sýnir áframhaldandi merki um kólnun á fasteignamarkaði. „Við erum að sjá fækkun í sölu íbúða sem fara yfir ásettu verði, meira framboð húsnæðis á markaðnum og fólk er minna að skoða fasteignaauglýs- ingar,“ segir Kári S Friðriks- son, hagfræðing- ur hjá HMS. Á höfuð- borgarsvæðinu voru útgefnir kaupsamningar núna í septem- ber 419 talsins en voru 470 í ágúst. Þó hefur húsnæðisverð ekki lækkað þrátt fyrir minni eftirspurn og meira framboð, en hækkun á fasteigna- verði var 0,6% milli mánaða. „Það er ákveðin tregða til að lækka verð á fasteignamarkaðinum. Ef eftir- spurnin minnkar mikið þá er lík- legra að það dragi vel úr viðskiptum heldur en að verð lækki,“ segir Kári. Fólk virðist vera að halda að sér höndum vegna hárrar verðbólgu og þess hve lánsfé er dýrt. „Þessi kólnun fasteignamarkaðarins er al- gjörlega vegna hækkunar stýrivaxta sem hafa leitt út í vexti á íbúða- lánum,“ segir Kári og bætir við að fólk sem sé að borga breytilega vexti af óverðtryggðum lánum finni verulegan mun á kostnaði þessa dagana með aukinni greiðslubyrði. „Dæmi um það er að greiðslubyrðin af tíu milljóna króna láni er komin upp í 62.300 krónur en í maí var hún 55.700 og í fyrra var hún 33.700, þannig að greiðslubyrðin hefur aukist mjög mikið.“ Kári segist búast við að það muni draga hratt úr verðhækkunum á húsnæði og að það verði einn af lykilþáttunum í baráttunni gegn verðbólgunni. Fólk þarf að geta keypt Hann segir að þróunin sem hefur verið í meiri ásókn í óverðtryggð lán sé að breytast. „Núna hefur sú sveifla eiginlega stöðvast og fólk er farið að leita skjóls í verðtryggðu lánunum því greiðslubyrðin þar er talsvert minni.“ Þótt segja megi að óverðtryggðu lánin séu óhagstæðari um þessar mundir telur Kári þó gott pláss vera fyrir þau á mark- aðnum. „Til lengri tíma hækkar fasteignaverð meira en verðbólgan, svo það er alltaf eignamyndun að eiga sér stað. Það væri ekki gott ef þessi möguleiki væri ekki til staðar og margir gætu ekki tekið lán yfirhöfuð.“ Kári segir markaðinn núna ekki stefna í frost eins og var hér á árunum eftir hrun. „Eftir hrun komu þarna nokkur ár þar sem ríkti nánast frost á fasteignamarkaðin- um og eftirspurn eftir húsnæði var lítil. Það var ekki fyrr en upp úr 2013 að markaðurinn fór að taka við sér af viti. En ef við horfum á um- svif á markaðnum núna þá eru þau svipuð og 2018 og 2019 og ennþá er talsvert um að íbúðir séu að seljast á yfirverði.“ Kári segist ekki sammála skoðun sem viðruð var í Hagspá Lands- bankans nýverið um að þörf fyrir húsnæði hafi verið ofáætluð. „En það þarf að fylgjast vel með eftir- spurninni. Það er ekki nóg að það sé þörf, fólk þarf að geta keypt,” segir hann og bendir á mikla fjölgun landsmanna undanfarin ár. „Ég tel mikilvægast að markaðurinn stjórni þessu. Það eru ekki opin- berar stofnanir sem byggja, heldur markaðurinn. En það þarf að passa að innviðir og allt stofnanaumhverfi sé með þeim hætti að hægt sé að byggja í takt við þarfir hvers tíma.“ Kólnandi markaður en stefnir ekki í frost Heildarfjöldi smella á fasteignaauglýsingar Þúsundir smella á dag, 30 daga hlaupandi meðaltal* *Þar semmælingar vantar er tekið meðaltal yfir lengra tímabil. Heimild: HMS og Félag fasteignasala '20 '21 '22 80 70 60 50 40 Höfuðborgarsvæði '20 '21 '22 17 16 15 14 13 12 Nágrenni höfuðborgarsvæðis '20 '21 '22 16 15 14 13 12 Annað á landsbyggð Frá júlí 2019 til nóvember 2022, skyggða svæðið sýnir framboð LEIGUMARKAÐURINN 8,4%hækkun Á síðustu 12 mánuðum hefur leiga hækkað um 8,4% á höfuð- borgarsvæðinu, sem er minna en hækkun almenns verðlags. Í október var meðalleiga í Reykja- vík 220.100 krónur í þinglýstum leigusamningum sem er hækk- un upp á 8.500 krónur síðustu sex mánuði. Meðalleiga var 177.000 í nálægum sveitarfélög- um í sama mánuði og 147.800 krónur á landsbyggðinni. Leiguverð gæti þó breyst því undanfarna mánuði hefur ferða- þjónustan verið að taka vel við sér og í októbermánuði var uppsafnaður fjöldi gistinátta 8,7 milljónir sem er meira en var fyrir Covid-19-faraldurinn árið 2019. Sú staða gæti valdið hækkunum á leiguverði. Morgunblaðið/Hari Reykjavík Leiga hefur ekki fylgt hækkun verðlags á árinu. FRÉTTASKÝRING Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Kári S. Friðriksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.