Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 70
MENNING70 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 VIKUR Á LISTA 3 3 2 3 1 2 3 2 3 1 VEÐURTEPPT UM JÓLIN Höfundur: Sarah Morgan Lesari: Sólveig Guðmundsdóttir BLINDA Höfundur: Ragnheiður Gestsdóttir Lesari: Sigríður Eyrún Friðriksdóttir SVIKIN Höfundur: Laila Brenden Lesari: Lára Sveinsdóttir BROTIN BEIN Höfundur: Angela Marsons Lesari: Íris Tanja Flygenring JÓL Í LITLA BAKARÍINU VIÐ STRANDGÖTU Höfundur: Jenny Colgan Lesari: Esther Talía Casey KALMANN Höfundur: Joachim B. Schmidt Lesari: Hinrik Ólafsson MYRKRIÐVEIT Höfundur: Arnaldur Indriðason Lesari: Þorsteinn Bachmann ÞAÐ SÍÐASTA SEM HANN SAGÐI MÉR Höfundur: Laura Dave Lesari: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir SYSTIRIN Í SKUGGANUM Höfundur: Lucinda Riley Lesari: Margrét Örnólfsdóttir SARA Höfundur: Árelía Eydís Guðmundsdóttir Lesari: Sara Dögg Ásgeirsdóttir 1. 2. 3. 4. 7. 8. 6. 10. 9. 5. › - - - - - › › TOPP 10 VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKUR Á ÍSLANDI VIKA 46 Morgunblaðið/Eggert BallettDansmeyjar Kyiv Grand Ballet í Úkraínu voru afar tignarlegar á sviði Eldborgar í gær. Morgunblaðið/Eggert Boðsgestir Það var fjölmennt í Hörpu í gær þegar úkraínsku flóttafólki sem búsett er hér á landi var boðið á sýningu á Hnotubrjótnum. Hnotu- brjótur forsýndur Ballettflokkurinn Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu er staddur hér á landi og flutti Hnotubrjót- inn eftir Tsjajkovskíj í Hörpu í gærkvöldi, í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, og eru næstu sýningar í kvöld og annað kvöld. Í gærmorgun buðu stjórnendur Hörpu og ballettsins úkraínsku flóttafólki sem búsett er á Íslandi að horfa á forsýningu á ballettinum. Hlaut það boð góð- ar undirtektir og um 400manns sóttu sýninguna en Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, tók ámóti gestum. Úkraínski dansflokkurinn hefur verið á ferðalagi umEvrópu í nokkra mánuði og hefur sýnt í Svíþjóð og í Frakklandi. Aðaldansarar sýn- ingarinnar eru Anastasia Gurska, aðaldansari hjá Þjóðaróperu Úkraínu og Nicolai Gorodiskii, gestaaðaldansari hjá sömu óperu og fyrrverandi aðaldansari hjá Royal Theater of New Zealand og San Francisco-ballettflokknum. Listrænn stjórnandi er Alexand- er Gosachinskíj en hann hlaut þjálfun hjá hljómsveitarstjóran- umV.I. Fedoseev og hefur stýrt GosOrchestra frá árinu 2016, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir einnig að sýningarnar hér á landi séu liður í áfram- haldandi stuðningi Hörpu við úkraínska listamenn á þeim erfiðu tímum sem nú eru í heimalandi þeirra vegna innrásar Rússa. Raftónlistarhátíðin ErkiTíð hefst í dag og stendur út helgina. Er hún elsta raftónlistarhátíð Íslands, hóf göngu sína árið 1994 og hefur ís- lensk tónlist ávallt verið í forgrunni. Að þessu sinni verða flutt og frum- flutt 40 íslensk tónverk frá fjórum kynslóðum tónskálda. Á hátíðinni í ár verður sjónum sérstaklega beint að tónskáldinu Þorkeli Sigurbjörnssyni og verk hans verða í forgrunni en hann á heiðurinn af því að hafa samið fyrsta raftónverk Íslandsögunnar auk fyrstu tölvutónsmíðarinnar. Verk þessi verða flutt á opnunar- tónleikum hátíðarinnar í Ásmund- arsal í kvöld. Ung tónskáld verða líka áberandi á hátíðinni því efnt var til samkeppni, í samstarfi við RÚV, fyrir ung tónskáld um ný tónverk og var það skilyrði sett að þau hefðu tengingu við Þorkel. Af öðrum dagskrárliðum má nefna maraþontónleika á morgun kl. 15 í Mengi en á þeim verða flutt öll helstu raftónverk Íslands allt frá árinu 1960 til samtímans. Tónleik- unum lýkur um miðnætti. Barnaópera Þorkels, Rabbi raf- magnsheili frá árinu 1968, sem var frumsýnd 1969 í Iðnó, verður flutt á sunnudag af kammersveitinni CAPUT sem Guðni Franzson leiðir og Skólakór Kársness undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur, auk ein- söngvara og sögumans. Flutningur- inn fer fram í Hörpu á sunnudaginn, 27. nóvember, kl. 15.30. Síðast en ekki síst má nefna raf- tónverk eftir Hjálmar H. Ragnars- son, „Nocturne“, sem flutt verður á hátíðinni. Verkið hóf Hjálmar að semja árið 1977 þegar hann var námsmaður í Hollandi og lauk við það núna í haust. Það má því segja að biðin hafi verið löng eftir þessu verki. Hátíðin vettvangur fyrir sköpun og tjáningu Kjartan Ólafsson, listrænn stjórn- andi hátíðarinnar, segir á vef henn- ar, erkitid.is, að hún sé vettvangur fyrir sköpun og tjáningu í tónlist með nýrri tækni og opni sýn inn í framtíðina með sterkri viðspyrnu í verkum frumherja íslenskrar tölvu- og raftónlistar. „ErkiTíð hefur frá upphafi lagt mesta áherslu á íslenska raftónlist og nýsköpun á því sviði. Hún var fyrst haldin árið 1994 af tilefni lýðveldisafmælis Íslands þar sem fluttar voru allar helstu raf- og tölvutónsmíðar íslenskra tónskálda frá upphafi. Í gegnum tíðina hafa tugir nýrra íslenskra tónverka verið samdir og frumfluttir að tilhlutan ErkiTíðar,“ skrifar Kjartan og að Þorkell hafi verið einn af frumkvöðl- um raftónlistar hér á landi. lElsta raftónlistarhátíð Íslands lMaraþon, barnaópera og ný verk Þorkell í forgrunni á ErkiTíð Morgunblaðið/Frikki Frumkvöðull Þorkell Sigurbjörnsson heitinn var merkt tónskáld. Kjartan Ólafsson Hjálmar H. Ragnarsson Mörk kvikmynda og lista á ráðstefnu KvikMyndlist er yfirskrift haustráðstefnu Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi sem haldin verður í dag og á morgun. Umræðuefni ráðstefnunn- ar eru mörk kvikmynda og lista, varðveisla og miðlun kvikra og stafrænna miðla á söfnum og þær áskoranir sem felast í því, eins og segir í tilkynn- ingu. Segir þar að ein kveikjan að umræðuefni ráðstefnunnar sé sú að Evrópsku kvikmyndaverðlaun- in verði afhent í Reykjavík 10. desember. „Listasafn Reykjavíkur varð- veitir nú viðamikið safn kvikra verka og ekki úr vegi þegar slík hátíð kemur til landsins að líta inn á við og skoða þær tengingar sem liggja fyrir. Það er mikill fengur í að fá bæði fagaðila um varðveislu kvikmynda og listamenn til að sýna afrakstur vinnu sinnar og hvetja til frekari umræðu og rannsókna á þessu sviði,“ segir í tilkynningunni. Dagskráin hefst kl. 13 í dag og ber hún yfirskriftina Áskoran- ir í varðveislu kvikra verka. Á morgun frá kl. 13 munu lista- og fræðimenn ræða fagurfræðilegar víddir kvikmyndamiðilsins og áhrif hans á þeirra eigin list- sköpun og meðal þeirra sem taka til máls eru Hlynur Helgason listfræðingur og Joshua Reiman myndlistarmaður. Skráning á ráðstefnuna fer fram á vef safnsins og má þar finna dagskrá hennar í heild og frekari upplýsingar. Hlynur Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.