Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 70
MENNING70
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022
VIKUR
Á LISTA
3
3
2
3
1
2
3
2
3
1
VEÐURTEPPT UM JÓLIN
Höfundur: Sarah Morgan
Lesari: Sólveig Guðmundsdóttir
BLINDA
Höfundur: Ragnheiður Gestsdóttir
Lesari: Sigríður Eyrún Friðriksdóttir
SVIKIN
Höfundur: Laila Brenden
Lesari: Lára Sveinsdóttir
BROTIN BEIN
Höfundur: Angela Marsons
Lesari: Íris Tanja Flygenring
JÓL Í LITLA BAKARÍINU
VIÐ STRANDGÖTU
Höfundur: Jenny Colgan
Lesari: Esther Talía Casey
KALMANN
Höfundur: Joachim B. Schmidt
Lesari: Hinrik Ólafsson
MYRKRIÐVEIT
Höfundur: Arnaldur Indriðason
Lesari: Þorsteinn Bachmann
ÞAÐ SÍÐASTA SEM HANN SAGÐI MÉR
Höfundur: Laura Dave
Lesari: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir
SYSTIRIN Í SKUGGANUM
Höfundur: Lucinda Riley
Lesari: Margrét Örnólfsdóttir
SARA
Höfundur: Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Lesari: Sara Dögg Ásgeirsdóttir
1.
2.
3.
4.
7.
8.
6.
10.
9.
5.
›
-
-
-
-
-
›
›
TOPP 10
VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKUR Á ÍSLANDI
VIKA 46
Morgunblaðið/Eggert
BallettDansmeyjar Kyiv Grand Ballet í Úkraínu voru afar tignarlegar á sviði Eldborgar í gær.
Morgunblaðið/Eggert
Boðsgestir Það var fjölmennt í Hörpu í gær þegar úkraínsku flóttafólki
sem búsett er hér á landi var boðið á sýningu á Hnotubrjótnum.
Hnotu-
brjótur
forsýndur
Ballettflokkurinn Kyiv Grand
Ballet frá Úkraínu er staddur
hér á landi og flutti Hnotubrjót-
inn eftir Tsjajkovskíj í Hörpu
í gærkvöldi, í samstarfi við
Sinfóníuhljómsveit Íslands, og
eru næstu sýningar í kvöld og
annað kvöld. Í gærmorgun buðu
stjórnendur Hörpu og ballettsins
úkraínsku flóttafólki sem búsett
er á Íslandi að horfa á forsýningu
á ballettinum. Hlaut það boð góð-
ar undirtektir og um 400manns
sóttu sýninguna en Svanhildur
Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu,
tók ámóti gestum. Úkraínski
dansflokkurinn hefur verið á
ferðalagi umEvrópu í nokkra
mánuði og hefur sýnt í Svíþjóð og
í Frakklandi. Aðaldansarar sýn-
ingarinnar eru Anastasia Gurska,
aðaldansari hjá Þjóðaróperu
Úkraínu og Nicolai Gorodiskii,
gestaaðaldansari hjá sömu óperu
og fyrrverandi aðaldansari hjá
Royal Theater of New Zealand og
San Francisco-ballettflokknum.
Listrænn stjórnandi er Alexand-
er Gosachinskíj en hann hlaut
þjálfun hjá hljómsveitarstjóran-
umV.I. Fedoseev og hefur stýrt
GosOrchestra frá árinu 2016, að
því er fram kemur í tilkynningu.
Þar segir einnig að sýningarnar
hér á landi séu liður í áfram-
haldandi stuðningi Hörpu við
úkraínska listamenn á þeim erfiðu
tímum sem nú eru í heimalandi
þeirra vegna innrásar Rússa.
Raftónlistarhátíðin ErkiTíð hefst í
dag og stendur út helgina. Er hún
elsta raftónlistarhátíð Íslands, hóf
göngu sína árið 1994 og hefur ís-
lensk tónlist ávallt verið í forgrunni.
Að þessu sinni verða flutt og frum-
flutt 40 íslensk tónverk frá fjórum
kynslóðum tónskálda.
Á hátíðinni í ár verður sjónum
sérstaklega beint að tónskáldinu
Þorkeli Sigurbjörnssyni og verk
hans verða í forgrunni en hann
á heiðurinn af því að hafa samið
fyrsta raftónverk Íslandsögunnar
auk fyrstu tölvutónsmíðarinnar.
Verk þessi verða flutt á opnunar-
tónleikum hátíðarinnar í Ásmund-
arsal í kvöld. Ung tónskáld verða
líka áberandi á hátíðinni því efnt
var til samkeppni, í samstarfi við
RÚV, fyrir ung tónskáld um ný
tónverk og var það skilyrði sett að
þau hefðu tengingu við Þorkel.
Af öðrum dagskrárliðum má
nefna maraþontónleika á morgun
kl. 15 í Mengi en á þeim verða flutt
öll helstu raftónverk Íslands allt frá
árinu 1960 til samtímans. Tónleik-
unum lýkur um miðnætti.
Barnaópera Þorkels, Rabbi raf-
magnsheili frá árinu 1968, sem var
frumsýnd 1969 í Iðnó, verður flutt
á sunnudag af kammersveitinni
CAPUT sem Guðni Franzson leiðir
og Skólakór Kársness undir stjórn
Álfheiðar Björgvinsdóttur, auk ein-
söngvara og sögumans. Flutningur-
inn fer fram í Hörpu á sunnudaginn,
27. nóvember, kl. 15.30.
Síðast en ekki síst má nefna raf-
tónverk eftir Hjálmar H. Ragnars-
son, „Nocturne“, sem flutt verður
á hátíðinni. Verkið hóf Hjálmar að
semja árið 1977 þegar hann var
námsmaður í Hollandi og lauk við
það núna í haust. Það má því segja
að biðin hafi verið löng eftir þessu
verki.
Hátíðin vettvangur fyrir
sköpun og tjáningu
Kjartan Ólafsson, listrænn stjórn-
andi hátíðarinnar, segir á vef henn-
ar, erkitid.is, að hún sé vettvangur
fyrir sköpun og tjáningu í tónlist
með nýrri tækni og opni sýn inn í
framtíðina með sterkri viðspyrnu í
verkum frumherja íslenskrar tölvu-
og raftónlistar.
„ErkiTíð hefur frá upphafi lagt
mesta áherslu á íslenska raftónlist
og nýsköpun á því sviði. Hún var
fyrst haldin árið 1994 af tilefni
lýðveldisafmælis Íslands þar sem
fluttar voru allar helstu raf- og
tölvutónsmíðar íslenskra tónskálda
frá upphafi. Í gegnum tíðina hafa
tugir nýrra íslenskra tónverka verið
samdir og frumfluttir að tilhlutan
ErkiTíðar,“ skrifar Kjartan og að
Þorkell hafi verið einn af frumkvöðl-
um raftónlistar hér á landi.
lElsta raftónlistarhátíð Íslands
lMaraþon, barnaópera og ný verk
Þorkell í forgrunni á ErkiTíð
Morgunblaðið/Frikki
Frumkvöðull Þorkell Sigurbjörnsson heitinn var merkt tónskáld.
Kjartan
Ólafsson
Hjálmar H.
Ragnarsson
Mörk kvikmynda og
lista á ráðstefnu
KvikMyndlist
er yfirskrift
haustráðstefnu
Listasafns
Reykjavíkur
í Hafnarhúsi
sem haldin
verður í dag
og á morgun.
Umræðuefni
ráðstefnunn-
ar eru mörk
kvikmynda og lista, varðveisla og
miðlun kvikra og stafrænna miðla
á söfnum og þær áskoranir sem
felast í því, eins og segir í tilkynn-
ingu. Segir þar að ein kveikjan að
umræðuefni ráðstefnunnar sé sú
að Evrópsku kvikmyndaverðlaun-
in verði afhent í Reykjavík 10.
desember.
„Listasafn Reykjavíkur varð-
veitir nú viðamikið safn kvikra
verka og ekki úr vegi þegar slík
hátíð kemur til landsins að líta
inn á við og skoða þær tengingar
sem liggja fyrir. Það er mikill
fengur í að fá bæði fagaðila
um varðveislu kvikmynda og
listamenn til að sýna afrakstur
vinnu sinnar og hvetja til frekari
umræðu og rannsókna á þessu
sviði,“ segir í tilkynningunni.
Dagskráin hefst kl. 13 í dag og
ber hún yfirskriftina Áskoran-
ir í varðveislu kvikra verka. Á
morgun frá kl. 13 munu lista- og
fræðimenn ræða fagurfræðilegar
víddir kvikmyndamiðilsins og
áhrif hans á þeirra eigin list-
sköpun og meðal þeirra sem taka
til máls eru Hlynur Helgason
listfræðingur og Joshua Reiman
myndlistarmaður.
Skráning á ráðstefnuna fer
fram á vef safnsins og má þar
finna dagskrá hennar í heild og
frekari upplýsingar.
Hlynur
Helgason