Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 Grensásvegur 48, 108 Reykjavík | Sunnukriki 2, 270 Mosfellsbær Pantaðu jólamatinn í tíma og minnkaðu stressið í desember Pantanir á kjotbudin.is Arna mjólkurvinnsla í Bolungarvík hefur hafið framleiðslu á jógúrt sem eingöngu er búin til úr höfrum en hún verður kynnt undir vörumerk- inu Vera Örnudóttir. Arna María Hálfdánardóttir, sölu- og markaðsstjóri Örnu, segir að um sé að ræða áhugaverða viðbót sem stækki neytendahóp fyrirtækisins. „Við höfum lengi haft áhuga á því að prufa okkur áfram í vöruþróun á afurðum úr plöntu- mjólk. Á síðasta ári gafst okkur svo tækifæri til þess að einhenda okkur í það verkefni í kjölfar styrks sem við fengum úr Matvælasjóði til að þróa íslenskt hafraskyr. Afurðin sem er að koma í verslanir núna er unninn úr sænskum höfrum til að byrja með en í samstarfi við hafraræktendurnar á Sandhóli í Meðallandi erum við á fullu að vinna að því að geta nýtt hafrana þeirra til framleiðslunnar. Eftir- spurnin eftir plöntuafurðum hefur verið að aukast jafnt og þétt og við vorum viss um að við gætum þróað sýrðar afurðir úr haframjólk sem stæðust „hefðbundnum“ mjólkur- vörum snúning þegar kemur að gæðum, áferð og bragði. Hafraskyr- ið okkar inniheldur hátt hlutfall próteina úr höfrunum sjálfum og er án bindiefna og annarra þykking- arefna sem oft eru notuð í sýrðar afurðir úr plöntumjólk.” Arna segir að nýja vörulínan sé til marks um þá þörf fyrirtækisins að takast á við áskoranir og prófa nýja hluti. „Við erum mjög ánægð með útkomuna og erum virkilega þakk- lát Matvælasjóði fyrir stuðninginn við okkur,” segir Arna en hafra- skyrið ætti að vera komið í flestar verslanir um land allt. Arna mjólkurvinnsla í Bolungarvík hefur hafið framleiðslu á jógúrt sem eingöngu er búin til úr höfrum en hún verður kynnt undir vörumerk- inu Vera Örnudóttir. Hafrajógúrtin komin í verslanir HeilsuvaraHafraskyrið inniheldur hátt hlutfall próteina úr höfrunum sjálfum og er án bindiefna og annarra þykkingarefna. missa sumar konur um 20-30% af beinmassanum á örfáum árum. Af- leiðingarnar eru hætta á beinbrot- um, verkir og skert lífsgæði. Reynt er að skima fyrir sjúkdómnum með því að bjóða einstaklingum í beinþéttnimæl- ingu og fyrir- byggja þannig áframhaldandi beintap með lyfja- gjöf og fræðslu. Mér finnst mikilvægt að taka fæðið föstum tökum ásamt fæðubótarefn- um og reyna að fyrirbyggja frekari skaða eða minnka áhættuna að fá alvarlegri einkenni bein- þynningar,” segir Beta og bætir því Elísabet eða Beta Reynis, eins og hún er alla jafna kölluð, hefur verið öflugur talsmaður kollagens svo árum skiptir þannig að það lá kannski ljóst fyrir að hún myndi bæta því við sína framleiðslulínu en þar eru fyrir liposomal-vítamín sem hafa notið mikilla vinsælda. Beta segir ákaflega mikilvægt að taka inn góð fæðubótarefni ef við ætlum að bæta því inn sem fæðuviðbót og þar sé kollagenið framarlega í flokki. „Kollagen er helsta byggingarprótein líkam- ans. Í eðlilegri líkamsstarfsemi framleiðir líkaminn kollagen en um 25 ára aldurinn fer að hægjast á framleiðslunni en neysla þess er talin geta hægt á öldrun líkamans,” segir Beta en okkur leikur forvitni á að vita af hverju hún mælir með kollageni úr fiskroði. „Kollagen unnið úr fiskroði er að mestu tegund I og það eru mikilvægustu tegundirnar en um 90% af öllu kollageni í líkamanum eru af tegund I. Það er mikilvægt fyrir heilbrigði tanna, beina, hárs, sina og liðbanda. Svo er kollagenið líka talið hafa góð áhrif á slitgigt,” segir Beta. „Ég mæli með að fólk sem er með bólgur og/eða er undir miklu álagi taki kollagen,” segir Beta og bætir við að hún mæli einnig með því fyrir fólk með beinþynningu. „Beinþynning er sjúkdómur sem herjar aðallega á eldra fólk en meirihlutinn eru konur eftir breytingaskeið. Beinmassi kvenna nær hámarki í kringum 30-35 ára aldurinn, síðan fer hann hægt minnkandi eftir það og nálægt breytingaskeiðinu (tíðahvörfum) við að kollagen hafi einnig góð áhrif á húð og hár. „Ég ráðlegg kollagen fyrir hárið sérstaklega. Ég sjálf finn fyrir miklum mun eftir að ég fór að taka kollagen reglulega. Það er þéttara, með meiri raka, gljáa og fallegra á allan hátt. Fyrst tók ég eftir því að augnhárin lengdust og síð- an fór ég að sjá gríðarlegan mun á hárinu.” Ekki sjúk- dómur að eldast Beta segir að flest viljum við vera í sem bestu líkamlegu ástandi þegar líða tekur á ævina. „Það að mögulega sé til leið til að bæta heilsuna og ástand líkamans á náttúrlegan hátt eru góðar fréttir. Það er mikilvægt að við hugum að heilsunni, hvað við erum að borða, hvernig við hreyfum okkur og hvaða fæðubótarefni við tökum inn. Það er lykillinn að verkjalausu lífi og auknum lífsgæðum, auk þess að vinna á móti öldrun. Að eldast er ekki sjúkdómur, það er ferli sem hægt er að vinna með af skynsemi.” „Ég ráðlegg einstaklingum sem eru útsettir fyrir eða komnir með beinþynningu að taka inn kollagen því eitt helsta byggingar- efni beinanna er kollagen og þar sem náttúruleg framleiðsla þess minnkar með aldrinum er mikil- vægt að bæta það upp,” segir Beta en kollagenið frá henni er að henn- ar sögn framleitt með nýrri tækni sem tryggir betri upptöku og þar af leiðandi aukna nýtingu amínósýra. Kollagenið er fáanlegt á heimasíð- unni hennar, www.betanordic.is. Kollagen unnið úr fiski hefur notið mikilla vinsælda og er ekkert lát á, enda kollagen mikilvægt til að styrkja bein, vöðva, húð, liði, sinar og innri líffæri. Nýtt kollagen unnið úr fiski er nú komið á markað en það er frá Betu Nordic sem er hugarfóstur næringarfræðingsins Elísabetar Reynisdóttur. Nýtt íslenskt kollagen á markað Fjölhæf Beta Reynis er bæði menntaður næringarfræðingur og næringarþerapisti. Hún framleiðir einnig fæðubótarefni undir merkjum Beta Nordic.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.