Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
Innlent10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022
LANDSBANKINN. IS
Finnum réttar
lausnir fyrir
fyrirtækið þitt
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Miklar breytingar verða gerðar á
meðhöndlun úrgangs þann 1. janúar
2023. Með þeim verða sköpuð skilyrði
fyrir myndun hringrásarhagkerfis.
Úrgangur verður flokkaður betur en
áður og meira af honum endurnýtt.
Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki
við að innleiða flokkun sorps hjá
almenningi og fyrirtækjum. Einnig
ætla þau að breyta innkaupum sínum
með tilliti til úr-
gangsstjórnunar
og hringrásar-
hagker f i s i n s .
Á næsta ári á
einnig að innleiða
það sem kalllast
Borgaðu þegar
hent er en í því
felst að sá sem
hendir borgar
fyrir meðhöndl-
un úrgangsins.
Allt á þetta að leiða til betri nýtingar
þeirra verðmæta sem felast í rusli og
draga úr myndun úrgangs sem kem-
ur umhverfinu til góða. En hvernig
gengur undirbúningur þessaramiklu
breytinga?
„Við verðum ekki vör við annað en
mikinn kraft í sveitarfélögunum,“
segir Guðlaugur Þór Þórðarson,
umhverfis-, orku- og loftslagsráð-
herra. Hann segir breytingarnar
eiga sér langan aðdraganda en lög
um hringrásarhagkerfið voru sam-
þykkt í júní 2021. „Við höfum verið í
mjög virku samtali við sveitarfélögin
og Úrvinnslusjóð. Einnig höfum við
staðið fyrir verkefnum í samvinnu
við Samband íslenskra sveitarfélaga
og eftir atvikumUmhverfisstofnun til
að kynna breytingarnar fyrir sveitar-
félögunum.“
Handbók um framkvæmd úrgangs-
stjórnunar var gefin út í júní sl. og
hana má lesa á vefsíðu Umhverfis-
stofnunar (ust.is). Einnig voru haldn-
ar vinnustofur á fyrri hluta ársins
undir yfirskriftinni Samtaka um
hringrásarhagkerfi. Þar var lögð
áhersla á svæðisáætlanir sveitarfé-
laga, innkaup og úrgangsstjórnun
og innheimtu á raunkostnaði við
meðhöndlun úrgangs. Umhverfis-,
orku- og loftslagsráðuneytið hafði
frumkvæði að gerð skýrslu um grein-
ingu ámismunandi útfærslum á slíkri
innheimtu.
„Ég lít á þetta sem spennandi verk-
efni,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir
að sum sveitarfélög séu löngu byrjuð
á þessari vegferð og nefnir t.d. Stykk-
ishólmsbæ sem byrjaði fyrir fimmtán
árum að safna flokkuðu sorpi. „Við
finnum engan bilbug á sveitarfélögun-
um, en þetta er stórt mál. Við eigum
að geramiklu betur en við höfum gert
varðandi hringrásarhagkerfið.“
En eru öll sveitarfélög í stakk búin
til að takast á við þetta? Hvernig er
til dæmis staðan hjá minni sveitar-
félögunum?
„Miðað við kannanir sem við höf-
um gert er ekki hægt að segja að
það sé reglan að stærri sveitarfélög
séu betur undirbúin en þau minni,“
segir Guðlaugur Þór. „Við reynum að
hjálpa til og liðka fyrir í samvinnu
við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Þegar dagsetningin nálgast rennur
alvaran upp og þeir sem eru komnir
skemmra á veg þurfa að gera meira
á styttri tíma. En ég heyri ekki annað
en að allir hafi skilning á mikilvægi
þessa verkefnis.“ Hann segir ljóst að
breytingarnar muni taka einhvern
tíma en það sé í eðli Íslendinga að
geta gert hlutina hratt þegar á reynir.
Guðlaugur Þór segir að áhersla sé
lögð á að öll sú vinna sem lögð er í
innleiðingu hringrásarhagkerfisins
hjá sveitarfélögunum, fyrirtækjum og
almenning skili sér. Hann setti á stofn
starfshóp til að endurskoða lögin um
Úrvinnslusjóð og er reiknað með að
hann skili niðurstöðu á næstunni.
„Úrvinnslusjóður er orðinn 20 ára
gamall og lögin um hann hafa ekki
verið endurskoðuð á þeim tíma þrátt
fyrir þær miklu breytingar sem hafa
orðið. Við reynum að vinna þetta eins
hratt ogmögulegt er,“ segir Guðlaug-
ur Þór. Hann segir að flestir sem
dvelja einhvern tíma í þeim löndum
sem við berum okkur helst saman
við komist að þeirri niðurstöðu að
við gætum gert betur þegar kemur að
meðhöndlun úrgangs. „Ég tel mikil-
vægt að allir nálgist þettameð opnum
huga og lít á þetta sem tækifæri tli
að gera betur. Rusl er verðmæti en
til að nýta þau verðum við að flokka
ruslið og koma því í réttan farveg.
Við gerum þetta fyrst og fremst fyrir
umhverfið og ef við nýtum ekki ruslið
þá sóum við verðmætum. Mér finnst
vitunarvakning vegna þessa aukast
hratt.”
Íslenska þjóðin er fámenn en landið
stórt og 85% landsmanna búa á Suð-
vesturhorninu. Þótt hér sé mikið
rusl á hvern íbúa þá er heildarmagn-
ið mjög lítið miðað við önnur lönd.
Margar útlendar lausnir miðast við
mun stærri samfélög ogmeiri úrgang.
„Við þurfum að finna nýjar lausnir
sem henta hér. Þær munu verða
útflutningsvara til dreifbýlla svæða
heimsins, meðal annars norðurslóðir
þar sem búa fjórar milljónir manna á
gríðarstóru landsvæði. Í þessu felast
tækifæri fyrir okkur,” segir Guðlaug-
ur Þór.
Áfangi á langri leið
Nýlega lauk loftslagsráðstefnunni
COP27 í Egyptalandi. Hvaða þýðingu
hafði hún fyrir Ísland?
„Þetta var ekki endapunktur heldur
áfangi. Margir urðu fyrir vonbrigð-
um með að ekki voru sett metnað-
arfyllri markmið. En mér finnst að
þjóðir heims séu búnar að átta sig
á verkefninu og það er mjög stórt,“
segir Guðlaugur Þór. Hann segir að
menn hafi áhyggjur af þeim aðgerð-
um sem grípa þarf til. „Okkur miðar
áfram, en það er gríðarlega mikið
verk framundan.“
Guðlaugur Þór segir að líkt og með
hringrásarhagkerfið geti Ísland gert
betur í loftslagsmálum. „Það á við um
grænu orkuna og við höfum verið svo-
lítið sofandi gagnvart henni. Í grænu
orkunni eru mikil tækifæri fyrir okk-
ur. Við sitjum á þekkingu og tækni við
nýtingu jarðvarma sem hefur aðeins
verið notuð á fáum stöðum í heimin-
um. Nú er gríðarleg eftirspurn eftir
þessari þekkingu og þetta er tækifæri
fyrir íslensk fyrirtæki að selja þessar
lausnir til annarra landa.“
Nýtumbetur verðmætin í ruslinu
lHringrásarhagkerfið verður innleitt 1. janúar 2023lÞví fylgja miklar breytingar á meðhöndlun úr-
gangslSveitarfélögin gegna lykilhlutverkilMikil tækifæri fyrir Ísland felast í nýtingu á grænni orku
Guðni Einarsson
gudni@mbl.s
Morgunblaðið/Eggert
Flokkun Sorp verður flokkað meira en áður og endurnýting aukin.
Guðlaugur Þór
Þórðarson