Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 72
MENNING72
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022
Bíldshöfða 9 | 517 3900
SVÖRTU
DAGUR
25-70%
AFSLÁTTUR
Í VERSLUN
BÍLDSHÖFÐA
Málið tók alveg nýja stefnu þegar
Þorleifur Repp blandaði sér í málið
(150 o.áfr.) og hélt því fram að
Frakkar væru hér að framfylgja
gamalli ályktun um að gera Ísland
að nýlendu sinni. Ekki féll það í
kramið hjá Jóni forseta o.fl. (156).
Jón sá ýmsa kosti við að gera tolla-
samninga við Frakka (169). Ýmsum
stuðningsmönnum hans mislíkaði
það. Hafa ber í huga að þorri
þingmanna var úr bændastétt. Inn
í þetta allt blandaðist kaþólskt trú-
boð og skrif í rússnesku málgagni
og verður ekki fjölyrt hér. Dregin
var upp sú mynd af París að hún
væri sem Babýlon, ef ekki Sódóma
og Gómorra (193). Með Frökk-
unum kæmi alls konar lausung
og flysjungsháttur til landsins.
Bændur voru andvígir þéttbýlis-
myndun við sjóinn, kærðu sig alls
ekki um samkeppni um vinnuaflið.
Andstæðurnar sveitin/þéttbýlið
hafa valdið pólitískri togstreitu
fram á þennan dag eins og sjá má í
umræðum á Alþingi.
Repp var aðdáandi Breta og vildi
að þeir tækju Ísland í faðminn.
Franskir og enskir diplómatar
sömdu skýrslur um Dýrafjarðar-
mál enda var rótgróin tortryggni
gamalgróin milli þessara ríkja og
þau fylgdust grannt með pólitísk-
um vendingum tímans og höfðu
hvorir aðra í gjörgæslu. Þingmenn
hér voru á báðum áttum (224 o.v.).
Helst var á sumum að skilja að
landið fylltist af skríl væri heim-
ildin veitt, en í íslenskri bænda-
menningu væri skrílsháttur ekki
til (228-9). Línurnar voru nokkuð
skýrar. Flestir þingmenn voru
bændur og íhaldssamir í atvinnu-
málum en fylgdu Jóni forseta í
sjálfstæðiskröfum. Konungkjörnir
þingmenn hins vegar studdu at-
vinnufrelsi en voru andvígir stjórn-
frelsi. Dýrafjarðarmálið lognaðist
út af hægt og hljótt þótt Jón
Sig. fengi því til leiðar komið að
samningaleið var opnuð (259). Hún
var aldrei farin. Afleiðingar urðu
m.a. þær að Danir sendu varðskip
á miðin 1859 (257) og Jón forseti
áttaði sig á að bandamenn hans í
þjóðfrelsismálum voru síður en svo
tilkippilegir í atvinnumálum. Eitt
og annað í umræðum vegna Dýra-
fjarðarmáls kallast á við nútímann
þegar ESB og útlendingamál eru
annars vegar. Ísland/umheimurinn
eru aðrar andstæður sem vekja
upphrópanir fremur en margvissar
umræður.
Árni hefur víða leitað fanga
eins og heimildaskrá ber með sér.
Hann skrifar ljómandi læsilegan
og með köflum fjörlegan stíl og
dregur ályktanir af heimildum
sínum. Þetta er skemmtileg og
áhugaverð bók um forvitnileg mál,
vel myndskreytt. Hér eru bæði
ljósmyndir og teikningar af mönn-
um og staðháttum en mest munar
um myndir úr leiðöngrum erlendra
manna sem höfðu listamenn með í
för. Prýðilegur prentgripur af hálfu
forlags.
Á
rið 1855 var verslun við
Ísland gefin frjáls að
nafninu til en danskir
kaupmenn voru þó áfram
mikils ráðandi. Tilviljun olli því
síðan að ári seinna kom Napóleon
prins til landsins á herskipi með
fríðu föruneyti; frændur hans
heima í Frakklandi vildu losna við
hann, helst sem
lengst (13-15).
Saga prinsins er
að nokkru rakin
og fjörlega rituð
eins og efnið
býður upp á.
Frakkar höfðu
lengi stundað
fiskveiðar við
Ísland, einkum
frá Dunkerque og Gravelines, kall-
aðir Flandrarar til aðgreiningar frá
Bretónum sem flykktust á miðin
eftir 1850; Paimpólar þekktastir
hér á landi. Frönsk herskip voru
á miðunum fiskveiðiflotanum til
stuðnings og til þess að halda uppi
reglu. Nú gerist það sama sumarið
og verslunarfrelsið var innleitt að
flotaforinginn de Mas skrifar þing-
mönnum að beiðni útgerðarmanna
í Dunkerque sem vildu að frönsk
stjórnvöld hlutuðust til um að fá
leyfi til að þurrka fisk á Íslandi.
Honum leist best á Dýrafjörð og
setti dæmið upp fyrir þingmenn að
þar yrðu reistir skálar fyrir 4-500
manns sem ynnu sumarlangt við
fiskþurrkun. Auk þess birgða-
geymslur o.s.frv. (55-59). Árni
bendir á að þetta bréf var í raun
einkaframtak de Mas (60), frönsk
stjórnvöld vöknuðu síðar eftir
að málið hafði verið blásið upp í
diplómatískar hæðir. Fiskimenn frá
Flæmingjalandi stefndu skipum
sínum gjarnan inn á Dýrafjörð og
jafnvel Patreksfjörð í maí. Þá komu
þangað birgðaskip með salt og kost
og tóku saltaða fiskinn. Bretónar
sigldu fremur á austfjarðahafnir,
einkum Fáskrúðsfjörð og í minna
mæli Norðfjörð.
Leiðangur Napóleons prins
stefndi nú til Jan Mayen en lenti
í ógöngum og sneri til baka og
endaði í Dýrafirði (52)! Það gaf
samsæriskenningum byr undir
vængi. Prinsinn hélt ótrauður til
Kaupmannahafnar enda vildi hann
að Danmörk, Noregur og Svíþjóð
yrðu eitt ríki; þessi stefna var
kölluð skandinavismi (171 o. áfr.).
Vesturevrópubúar óttuðust Rússa,
þeir væru íhaldssamir og í raun
afturhaldsseggir. Öflug Norðurlönd
í einu ríki gætu staðist þeim snún-
ing (94 o.áfr.).
Erindi de Mas varð smám saman
að stórmáli. Danskir kaupmenn
guldu varhug við málinu, þeir
vildu alls ekki fá franska verslun
hingað til lands (138 o. áfr.), enda
var verslunin ábatasöm, tekjur
eins dansks kaupmanns í betri
kantinum voru álíka og söluverð-
mæti afla af 36 frönskum skipum
(144). Franskir fiskimenn áttu
raunar í svolitlum vöruskiptum
við landslýð, fengu ullarvörur fyrir
brennivín og kex. Reykvíkingar sáu
að sínu leyti að svo mikil umsvif
á Dýrafirði drægju burst úr nefi
þeirra (148-9)
Ótti við útlendinga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dýrafjarðarmálið Að mati rýnis skrifar Árni Snævarr ljómandi læsilegan og með köflum fjörlegan stíl og dregur
ályktanir af heimildum sínum. „Þetta er skemmtileg og áhugaverð bók um forvitnileg mál, vel myndskreytt.“
BÆKUR
SÖLVI SVEINSSON
Sagnfræði
Ísland Babýlon
Eftir Árna Snævarr.
Mál og menning 2022, 312 bls., myndir,
skrár.
Fimm orð sem grafin eru á tvö
þúsund ára gamla hönd úr bronsi
geta veitt nýjar upplýsingar um
tilurð og þróun basknesku, sem
álitið er eitt leyndardómsfyllsta
tugumálið í Evrópu. Þessu greinir
Independent frá. Tilurð bask-
nesku hefur löngum verið ráð-
gáta því tungumálið virðist ekki
skylt neinu öðru máli og er því
stakmál. Bronshöndin, sem talin
er vera frá því kringum 100 eftir
Krist, fannst við fornleifaupp-
gröft í fyrra. Fræðingar telja sig
hafa fundið á höndinni elstu út-
gáfuna af vaskon-tungumáli, sem
er fyrirrennari basknesku sem
töluð er af um 700.000 manns á
N-Spáni og S-Frakklandi.
Fram til þessa hafa fræðingar
talið að Vaskonar, þjóðflokkur
sem á járnöld bjó á landsvæðinu
þar sem í dag er Navarra-héraðið
á Spáni, hafi ekki átt neitt ritmál
og fyrst byrjað að skrifa talmál
sitt eftir að þeir höfðu haft kynni
af handritum á latínu með innrás
Rómverja. „Þessi gripur kollvarp-
ar fyrri kenningum okkar um
Vaskonana og skrif þeirra,“ segir
Joaquín Gorrochategui, prófessor
í indóevróskum tungumálum við
Háskóla Baskalands. „Við vorum
sannfærð um að Vaskonar hefðu
hvorki kunnað að lesa né skrifa á
fornöld og aðeins notað letur til
myntsláttu.“ Fornleifafræðingar
telja að bronshöndin hafi verið
hönnuð til að hanga sem verndar-
gripur á hurð. Málvísindafólki
hefur enn sem komið er aðeins
tekist að þýða eitt orð á brons-
höndinni, þ.e. orðið „sorioneku“
sem er skylt baskneska orðinu
„zorioneku“ sem þýðir „farsæll“.
l Bronshönd afhúpar leyndardóm
Kollvarpar fyrri
kenningum
Verndargripur Eitt orðanna fimm á
bronshöndinni þýðir farsæll.