Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Innlent2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tu 60+ Á TENERIFE ur br e 5. JANÚAR Í20NÆTURfyr irv ar a. með Gunnari Svanlaugs 595 1000 www.heimsferdir.is 298.900 Flug & hótel frá 20nætur Fararstjóri: Gunnar Svanlaugsson HÁLFT FÆÐI INNIFALIÐ SVARTUR FÖSTUDAGUR 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM ALLA HELGINA KÓÐI Í VEFVERSLUN: SVARTUR LINDESIGN.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég sá fljótlega út frá gögnunummín- umað þegarÖræfajökull hörfaði á öld- umáðurþágerðist þaðhratt í jarðsögu- legu tilliti. Í kjölfar þess fylgdu eldgos, miðað við gjóskulög sem ég kortlagði á svæðinu. Það er mjög góð fylgni á milli jökulhörfunar og misstórra eld- gosa í Öræfajökli. Nú bráðna jöklarnir okkar sem aldrei fyrr,“ segir dr. Hjalti JóhannesGuðmundsson landfræðing- ur. Hann rannsakaði eldvirknisögu og jöklabreytingar í Öræfajökli vegna doktorsritgerðar sinnar. Nokkrir jarðskjálftar hafa mælst í Öræfajökli undanfarið. Eins var þar talsverð skjálftavirkni 2017-2018. Hjalti segir að jöklarnir okkar séumjög við- kvæmir fyrir lofthitabreytingum og bregðist fljótt við þeim. Því getur fylgt aukin hætta á eldvirkni efmiðað er við að það sé samband á milli jökulhörf- unar og eldvirkni í fjallinu. Hann segir að í raun viti menn lítið um hvað er að gerast í eldfjallinu þótt vísindamenn Háskóla Íslands og Veðurstofunnar fylgist vel með því. „Fjallið virðist vera að vakna og þá spyr maður sig hvort það sé að koma í ljós að þegar jökullinn þynnist og farginu léttir opnist jarðskorpan og fari að hleypa kviku upp í gegnum sig? Eða er eitthvað allt annað að gerast? Það þarf að gera rannsóknir á því,“ segir Hjalti. Hann rannsakaði súr eld- gos í Öræfajökli en frá þeim kemur ljósleit gjóska. Hjalti nefnir að eldgosið 1727-1728 hafi verið ísúrt. Öræfajökull gaus einnig 1362. „Fyrir eldgosið 1362 var Litlahérað, eins og sveitin hét, ein blómlegasta sveit á Íslandi. Sveitin lagðist í eyði eftir eldgosið og það bjó nánast enginn þarna næstu 100 árin. Eftir það fékk sveitin nafnið Öræfi, sem þýðir auðn,“ segir Hjalti. Eldfjallafræðingarnir Ármann Höskuldsson og Þorvaldur Þórðarson hafa rannsakað sprengi- gosið 1362. Það er öflugasta eldgos Íslandssögunnar og fylgdu því gjósku- flóð og gusthlaup. Algjör eyðilegging var 20 km út frá eldstöðinni og menn og skepnur fórust. Hjalti segir að nú séu jöklarnir að bráðna og það megi alveg ræða það hvort því fylgi aukin eldvirkni. „Við þurfum að vera á tánum gagnvart Ör- æfajökli,“ segir Hjalti. lRannsókn sýnir að eldgos hafa oft fylgt hopi jökulsins ErÖræfajökull að rumska? Morgunblaðið/Ómar Öræfajökull Efst gnæfir Hvanna- dalshnjúkur en undir er eldfjall. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir grafalvarlega þróun eiga sér stað innan fangelsa landsins með auknu ofbeldi og vopnaburði fanga, líkt og Morgunblaðið greindi frá í gær. Fangaverðir kalla eftir aukinni þjálfun og varnarbúnaði og hyggst ráðherra svara kallinu. Hann segir öryggi fangavarða, líkt og lögreglu, í hæsta forgangi. „Það sem á sér stað innan veggja fangelsa endurspeglar þá þróun sem við verðum nú vitni að í samfé- laginu. Ég hef verið í miklu samtali við fangelsisyfirvöld og það er ljóst að bregðast þarf við á mörgum svið- um,“ segir Jón og bendir t.a.m. á miklar fyrirhugaðar endurbætur á Litla-Hrauni, semmunu að líkindum kosta um 2,5 milljarða króna. Munu þær auðvelda vinnu fangavarða við að aðskilja hópa sem eiga í deilum sín á milli og stórbæta allan aðbúnað starfsfólks og gesta. Rafbyssur til skoðunar Jón segist munu efla varnarbún- að fangavarða á næstunni, líkt og hann hefur í hyggju að gera fyrir lögregluna. Nefnir hann í því sam- hengi högg- og hnífavesti auk þess sem „vel komi til skoðunar“ að veita fangavörðum aðgengi að rafbyssum, svonefndum Taser. Hafa bæði fanga- verðir og lögreglumenn óskað eftir þessum sama varnarbúnaði. Sam- hliða þessu verður þjálfun aukin. „Við verðum nú ítrekað vitni að alvarlegum atvikum í fangels- um landsins. Það er alveg ljóst að nauðsynlegt er að útbúa okkar fólk þannig að öryggi þess sé sæmilega tryggt í vinnunni. Og það gerum við ekki öðruvísi en með auknum varnarbúnaði. Samhliða þarf svo að vinna að skipulagsmálum, enda ekki hægt að sætta sig við að málum sé leyft að þróast áfram með þessum hætti innan fangelsanna,“ segir Jón. Vísar dómsmálaráðherra þarna m.a. til þess sem fram kom í umfjöll- un Morgunblaðsins í gær, fimmtu- dag. Þar var rætt við fangelsismála- stjóra, forstöðumann fangelsisins á Hólmsheiði og varðstjóra í sama fangelsi. Þeir höfðu allir sömu sögu að segja, þ.e. ofbeldi og vopnaburður meðal fanga hefur aukist mjög inn- an veggja fangelsa landsins. Er nú svo komið að fangaverðir finna nær vikulega vopn sem fangar hafa falið í klefum eða sameiginlegum rýmum. Samhliða þessum vopnaburði hef- ur ofbeldisverkum fjölgað í fangels- um. Eru það bæði fangaverðir og fangar sem verða fyrir alvarlegum líkamsárásum. Var seinast ráðist á fangavörð á Litla-Hrauni fyrir um mánuði. Vopnum hefur enn ekki ver- ið beitt gegn fangavörðum en sömu sögu er ekki að segja um árásir á fanga. lAukinn vopnaburður fanga er grafalvarleg þróun, segir dómsmálaráðherra sem hefur í hyggju að bregðast viðlBoðar varnarbúnað, þjálfun og breytingar Ráðherramunefla búnað Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ógnandi Fangar búa til vopn úr nær öllu sem þeir komast yfir hverju sinni og hafa þeir oft beitt þessum vopnum gegn sínum samföngum. Jón Gunnarsson Ung sefhæna í heimsókn í Herjólfsdal Ung sefhæna hefur verið í Herjólfsdal í Vestmanna- eyjum undanfarið. „Ég glímdi við hana í fjóra daga,“ segir Sigurgeir Jónasson ljósmyndari. „Þeir bentu mér á hana fuglaáhugamennirnir Ólafur Tryggva- son og Ingi Sigurjónsson.“ Sefhænur flækjast oft hingað. Þær eru felugjarnar líkt og keldusvín. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Verða áfram í varðhaldi lRannsókn sögð vera á lokastigi Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á kröfu héraðssak- sóknara um að karlmennirnir tveir, sem grun- aðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á landi, sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi næstu tvær vikurnar. Þetta staðfesti Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Tilhögun gæslunnar er með sama hætti og áður sem þýðir að mennirnir verða ekki í einangrun. Mennirnir hafa nú þegar setið í varðhaldi í níu vikur og verða þær því ellefu þegar þessi úrskurður rennur út. Að hámarki er hægt að fá gæsluvarðhaldsúrskurði í tólf vikur án þess að gefa út ákæru. Rannsókn málsins er á lokastigi, að sögn Ólafs, en að henni lokinni fer málið til saksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út. Hluti haldlagðra skotvopna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.