Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 20
FRÉTTIR
Innlent20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022
Hann fæddist 2009 og hefur alltaf
verið góð forystukind. Hann hefur
þó alltaf farið sínar eigin leiðir í
fjárhúsunum og stokkið yfir allt.
Það gladdi ekkert mjög mikið til að
byrja með, en nú er hann í uppá-
haldi. Hann gleður alla og er mikill
félagi. Þetta er Þytur á Litlu-Reykj-
um í Reykjahverfi í S-Þingeyjar-
sýslu. Forystusauður sem er búinn
að sjá margt og hefur sýnt vitsmuni
sem tekið hefur verið eftir.
„Ég get bara ekki lógað honum
þótt hann sé orðinn svona gamall,“
sagði Þráinn Ómar Sigtryggson,
bóndi á Litlu-Reykjum. Einn daginn
í fyrrahaust kom hann heim úr fjár-
húsunum, eftir að hafa verið þar
að brasa. Þytur fylgdi Þráni Ómari
algerlega eftir og mændi á hann
til þess að vita hvað honum bæri
að gera. Það var alveg sama hvert
Þráinn Ómar fór; alltaf var Þytur á
eftir honum, stakk snoppunni í lófa
hans og horfði á hann. Og auðvitað
var hann settur á eitt árið enn.
Sýndi mikla vitsmuni
Eftir þrettán ár hefur Þytur
mikla reynslu og segir Þráinn
Ómar að það sé nauðsynlegt að
hafa gott forystufé til þess að
fara á undan þegar kindurnar eru
reknar í og úr hagabeit þó svo að
vetrarbeit sé aflögð. Í haustveðrinu
2012 reyndi mjög á Þyt og fannst
hann eftir stórhríðina ásamt nærri
50 öðrum kindum. Hafði hann
þá staðið af sér óveðrið og sýndi
mikið hugrekki og vitsmuni við að
leiða hópinn heim að bæjum þegar
bændur höfðu fundið féð við þessar
erfiðu aðstæður.
Nú er Þytur ekki lengur ungur
sauður og núna í haust hafði hann
varla við hinu fénu þegar rekið var
heim. Hann á vin, annan forystu-
sauð, sem fæddist 2015, sem heitir
Forkólfur og hefur hann mikinn
stuðning af honum. Forkólfur leiddi
féð heim, en þegar hann sá að
Þytur var orðinn á eftir fór hann til
hans og sótti hann heim að fjárhús-
um. Þeir hafa ekki vikið hvor frá
öðrum frá fyrstu tíð og samband
þeirra er mjög náið.
Margar frásagnir
af forystukindum
Í fjárskiptunum 1986 kom í Litlu-
Reyki forystugimbur, frá Holti í
Þistilfirði, sem nefnd var Brana.
Var hún mórauð og er forystustofn-
inn í fjárhúsunum í dag allur út af
þessari einu kind. Þess hefur alltaf
verið gætt að vera með hrein-
ræktað og hafa sauðfjársæðingar
komið að góðum notum til þess
að forðast skyldleikarækt. „Það
er mikils virði að hafa forystuféð
gæft og stillt og þægilegt í rekstri.
Óþægum skepnum hefur alltaf
verið fargað,“ segir Þráinn Ómar
og kann vel að meta rólegar og
vitrar forystukindur. Afi hans, Árni
Þorsteinsson, hafði líka mikið auga
fyrir þessu fé og færði í frásagnir
m.a. sögur af forystufé föður síns,
Þorsteins Jónssonar, sem flutti í
Litlu-Reyki árið 1896. Þar ber hæst
söguna af Surtlu sem bjargaði
kindum Þorsteins þegar hann var
með hópinn úti þegar brast á norð-
an stórhríðarbylur. Hríðarsortinn
og veðurhæðin var með þeim hætti
að ekki sást út yfir fjárhópinn og
var beint á veðrið að sækja heim til
húsa. Ratvísi Surtlu og dugur komu
til bjargar og dreif hún féð beint
á móti bylnum. Komst hún heim
að húsum með hópinn og bjargað-
ist hann allur. Á mörgum bæjum
fennti fé í sama óveðri eða fannst
örmagna og helfrosið.
Tíminn líður hjá Þyt
Þótt Þytur beri sig vel er ljóst að
mörg ár á hann ekki fram und-
an. Hann hefur allar tennur og
getur jórtrað, en hann er gamall
og stirður. Kannski er hann að lifa
sinn síðasta vetur. Fjölskyldan á
Litlu-Reykjum er sammála um að
það verði ekki létt spor að kveðja
hann og heldur ekki vin hans For-
kólf. Þau vilja ekki skilja þá að og
ef til vill fara þeir saman í gröf með
viðhöfn þegar Þytur lætur undan. Í
þrettán ár hefur Þytur verið prýði í
fjárhópnum og sambandið við hann
hefur verið náið. Hann verður alla-
vega einn vetur enn og mun halda
áfram að fylgja fólki eftir, mæna
á það og stinga snoppunni í lófa.
Þráinn Ómar hlakkar til að hafa
hann með sér í vetur og segir það
virkilega gaman og gefandi að eiga
svona félaga eins og Þytur er.
Rammagrein 1
Það eru ekki til margar bækur
í landinu um uppruna forystufjár.
Vitað er að það kom með land-
námsmönnum. Í Noregi er það
ekki lengur til og hefur líklega
blandast öðrum sauðfjárkynjum
þar í gegnum aldirnar. Hér á landi
hefur forystufjárstofninn sennilega
einangrast og þess vegna haldist
hreinn. Kom það m.a. til af því að
bændur sáu mikið gagn í því að
hafa stofninn hreinan, en út úr því
komu vitrari kindur og ratvísari.
Vetrarbeitin gekk alltaf betur með
góðu forystufé og gat sumt af því
sagt til áður en veður urðu válynd
með hátterni sínu.
lForystusauðurinn Þytur á Litlu-Reykjum orðinn 13 áralNauðsynlegt að hafa gott forystufé, segir
Þráinn Ómar, bóndi á Litlu-Reykjum í ReykjahverfilReyndi verulega á Þyt í óveðrinu haustið 2012
Þytur hefur sýnt mikla vitsmuni
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Reykjahverfi Þráinn Ómar Sigtryggsson á Litlu-Reykjum og forystusauðurinn Þytur eru nánir vinir.
Sauðfjárbú Útihúsin á bænum Litlu-Reykjum í Reykjahverfi.
LITLU-REYKIR
Samaætt frá
árinu 1896
Á Litlu-Reykjum búa Þráinn
Ómar Sigtryggsson og Esther
Björk Tryggvadóttir, ásamt syni
sínum Hilmari Kára og Karen
Ósk Halldórsdóttur. Reka þau
blandað bú með mikilli mjólkur-
og kjötframleiðslu. Litlu-Reykir
eru upphaflega 1/3 úr landi
Reykja og var býlið stofnað upp
úr 1840. Forfeður Þráins keyptu
jörðina 1896 og hefur ættin
setið þar síðan. Sauðfjárbú-
skapur hefur verið stundaður
alla tíð og mikill áhugi alltaf
einkennt búskaparhætti.
Sýningarsalur Draghálsi 4 - Sími: 535 1300 - verslun@verslun.is
Ný kynslóð
Retigo ofna: Vision Generation II
Kynntu þér betur ofnana í
Sýningarsal okkar að Draghálsi 4
TA
K
T
IK
5
1
2
6
#
BLUE VisionORANGE Vision
Yfir 500 Retigo ofnar
seldir í íslensk
atvinnueldhús
5ára
ábyrgð
Hreint loft –betri heilsa
Honeywell gæða lofthreinsitæki
Láttu þér og þínum
líða vel - innandyra
Loftmengun er hættuleg heilsu og
lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki
eru góð viðmyglugróum, bakteríum,
frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt
að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum.
HFD323E Air Genius 5.
Hægt að þvo síuna.
Verð kr. 39.420
HPA830 Round Air
Purifier. Mjög hljóðlát.
Verð kr. 29.960
S. 555 3100 · donna.is
VIÐTAL
Atli Vigfússon
Laxamýri
Innflytjendur eru 16,3% landsmanna
Innflytjendur á Íslandi voru
61.148 eða 16,3% mannfjöldans
þann 1. janúar sl. Innflytjendum
heldur áfram að fjölga og voru
þeir 15,5% landsmanna (57.126) í
fyrra. Frá árinu 2012 hefur hlut-
fallið farið úr 8,0% mannfjöldans
upp í 16,3%. Innflytjendum af
annarri kynslóð fjölgaði einnig á
milli ára, voru 6.117 í byrjun árs
2021 en 6.575 1. janúar síðast-
liðinn.
Líkt og áður eru Pólverjar
langfjölmennasti hópur innflytj-
enda hér á landi, eða um 34%
allra innflytjenda, um 21 þúsund
manns um síðustu áramót. Þar
á eftir komu einstaklingar frá
Litháen (5,6%) og Rúmeníu (4,1%),
samkvæmt tölum Hagstofunnar.