Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 76
MENNING76 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 T víburarnir Inga og Baldur snúa aftur í nýrri barna- bók hinnar hæfileika- ríku og bráðfyndnu Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur. Lóa hefur lengi vel skemmt landanum með skopmyndum sínum undir nafn- inu Lóaboratorium, myndum sem eru ólíkar öðrum eftir íslenska teiknara og snúast oftar en ekki um furðulegar hugmyndir, hugsanir og hegðun okkar mannfólksins, eink- um kvenna, og blessunarlega lausar við alla pólitík. Teiknistíll Lóu er líka sérstakur og skondinn og í barnabókum hennar nýtur hann sín einkar vel og fær mann oftar en ekki til að brosa. Lóa notar fáa liti, sem kemur vel út og bindur saman myndlistina í bókinni sem er mjög svo eiguleg og vönduð í alla staði. Hún er harðspjalda með bandi svo lesandinn geti merkt við hvert hann er kominn og aftast, á innbaki, er aukaglaðningur fyrir unga lesendur, lítil og fyndin teiknimyndasaga, Hérlokk Hólms & dularfulla ullar- peysan, auk myndar sem tengist efni bókarinnar. En aftur að Ingu og Baldri, tvíburunum sem komu fyrst við sögu í bók Lóu, Grísafirði, sem ég hef að vísu ekki lesið en veit að hlaut mikið lof á sínum tíma og verðlaunatilnefningar. Inga og Baldur eru fjörugir krakkar og páskafrí er handan við hornið. Líkt og önnur börn hlakka þau til að háma í sig páskaegg og hafa það notalegt og kemur þeim því nokkuð á óvart þegar mamma þeirra tilkynnir að þau eigi að gista hjá ömmu sinni, sem er nýflutt aftur til Íslands frá Noregi, í bæ sem Inga heldur í fyrstu að heiti Héragerði en er í raun Hveragerði. Ömmuna þekkja börnin lítið sem ekkert og í ljós kemur að hún er helst til mikið heilsufrík sem bakar ekki kökur heldur hrökkbrauð og eldar grænmetissúpur. Og það sem verra er, amman er ekki með páskaegg heldur venjuleg hænuegg! Virðist því allt stefna í hreina vítisdvöl í „Héragerði“ en annað kem- ur á daginn, börnin kynnast skemmtilegu fólki og hafa nóg fyrir stafni. Dvölin líður hraðar en þau áttu von á og sagan endar á skondnu og heldur óvenjulegu jólahaldi þar sem fjölmenn „bónus- fjölskylda“ kemur við sögu. Lóa segir hér frekar raunsæja sögu af fallegum hugarheimi og ævintýrum barna og sýn þeirra á fullorðna fólkið sem getur nú oft verið ansi skrítið og illskiljanlegt. Engin skrímsli eða furðuverur á ferð heldur hversdagsleg ævintýri sem auðvelt er fyrir unga lesendur að tengja við. Sundferð getur til dæmis reynst hið mesta ævintýri og þá sérstaklega þegar hin týnda borg Atlantis er á botni laugarinnar. Að búa sér til brynju og bregða sér í hlutverk riddara er líka mikið ævintýri. Hinir fullorðnu eru spaugilegar persónur, mamman dálítið ör og fljótfær, virðist vera, læsir sig til að mynda óvart úti á svölum þegar hún er í sólbaði, og amma gamla er enn að leita sér að kærasta og þeir hafa víst verið nokkuð margir í gegnum tíðina, eða svo segir afinn, fyrrverandi eiginmaður hennar. Sá á líka safn teiknimyndasagna, Viggó viðutan og fleira gott, og sá sem hér skrifar fann hressilega til aldurs síns þegar þar kom við sögu, sömu bækur úr hans æsku varðveittar í hillum heimilisins. Textinn er brotinn upp hjá Lóu með feitletruðum setningum af og til sem eru appelsínugular og grípa auga lesandans og myndir hennar eru ýmist stakar eða í formi stuttra teiknimyndasagna og fullar af lífi, kímni og fegurð. Og þótt bókin sé, sem fyrr segir, á heldur raunsæis- legum nótum koma líka við sögu öllu meira töfrandi fyrirbæri á borð við talandi hrafn sem heitir Hrafn- hildur og eltir börnin til Hvera- gerðis og japanskur töfragripur, Daruma, sem hjálpar eigandanum að ná markmiðum sínum. Aftast í bókinni má einmitt finna Daruma á pappaspjaldi með orðunum „Daruma handa þér“. Getur lesandinn þannig náð markmiðum sínum, þökk sé Lóu. Eflaust munu mörg börn láta á þá töfra reyna nú um jólin og njóta lestursins. Daruma handa þér LifandiMyndir Lóu Hlínar í Héragerði eru fullar af lífi, kímni og fegurð. BÆKUR HELGI SNÆR SIGURÐSSON Barnabók Héragerði  Eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur. Salka gefur út, 2022. Innbundin, 168 bls. Ú t er komin ljóðabókin Krossljóð eftir Sigur- björgu Þrastardóttur. Ekki er um hefðbundna ljóðabók að ræða, heldur nokkurs konar krossverk, líkt og nafn bók- arinnar gefur til kynna. Sigurbjörg teflir fram sínum eigin ljóðum andspænis fjörutíu ljóðum eftir jafnmörg ljóðskáld sem hún þýðir sjálf. Hver opna bókar- innar stillir þannig upp ljóði Sig- urbjargar andspænis þýddu ljóði erlends skálds sem lesendur hefðu annars ef til vill ekki komist í tæri við. Ljóðin eru flest ágæt og „kross- ljóð“ Sigurbjargar endurspegla innihald fyrra ljóðsins, sem er gjarnan vinstra megin í opnunni. Lesandinn er þannig sendur út í framandi óvissu á hverri opnu en síðan kippt aftur í faðm höfundar, Sigurbjargar, sem tengir okkur aftur við heimahagana. Sigurbjörg vinnur hér með hugmynd sem önnur skáld hafa nýtt sér í fortíðinni með góðum árangri. Það er að tefla fram eigin ljóðum ásamt þýðingum höfundar á erlendum ljóðum. Sem dæmi má nefna Kyndilmessu eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur og Höfuð konunnar eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur, sem báðar eru afbragðsverk. Krossljóð helst því í hendur við hefðina en kveður sér um leið hljóðs sem nýstárlegt verk. Höfundar ljóðanna koma víðs vegar að, allt frá Kata- lóníu, Möltu og Hjaltlandseyjum, til Angóla, Armeníu, Makedóníu og Færeyja. Það sem veitir Krossljóð- um sérstöðu er samstaða þessa 41 skálds; ljóðlistin tengir þau böndum yfir himin og haf. Hver sem les Krossljóð ætti að finna fyrir þessum sameiginlega streng, ástinni á ljóðaforminu, sem er svo sterkur að íslenskur höfundur get- ur tekið fjörutíu ljóð og samið eða fundið í fórum sínum samsvarandi ljóð fyrir hvert þeirra. Það sýnir ef til vill fram á að ljóðlistin er ekki jafn flókin og við höldum – öll sameinast ljóðskáld yfir nokkrum sameiginlegum umfjöllunarefnum. Hér er því búið að mynda net ljóða frá ýmsum höfundum, sem hafa ef til vill ekki hist, en hafa öll verið þýdd á okkar ylhýra mál og gefin út í þessari kraftmiklu bók. Eitt ljóð eftir Elmar Kuiper frá Fríslandi stóð upp úr hjá gagnrýnanda (bls. 26): nál mín í húð þinni þú hlærð, það kitlar smá ég er að gera þig glæsó stensluð dýr skreyta húð þína myndirðu ekki æpa ef égmeiddi þig? þú getur líka bara glott og þolað við. tígrisdýr leggst ámagahold úlfstennur loga á rasskinn nálykt af erni á upphandlegg ég skreyti skrokk þinn fullkomnunarsinninn tárast nál mín í húð þinni. [...] Samsvarandi ljóð Sigurbjargar, síðastur, er einnig ágætt og bregð- ur upp tvíbentri mynd (bls. 27): síðastur lokuð augu í stofusófa flöktandi sjónvarp og einhver að taka til hún hefur tússað sól á slitið lærið hann sofandi hjá tígrisdýrum bakvið rimla órói í ljósinu úti skothvellir kínverjar svo nýja árið Krossljóð er á heildina litið spenn- andi og góð viðbót við íslenska ljóð- listarflóru. Gagnrýnandi veltir þó fyrir sér hvort það hefði ekki verið ráðlegt að hafa upprunalegu ljóðin eftir erlendu höfundana aftast í bókinni, svo að lesandinn gæti séð hvernig þau líta út á móðurmál- inu. Þetta truflar lesandann ef til vill mest þegar ljóðin eru þýdd úr t.d. ensku, norsku eða færeysku, sem flest gætu skilið með ágætum árangri. Auk þess staldraði ég við í einstaka tilfellum til að velta fyrir mér hvert upprunalegt orð hafi verið, til að mynda „glæsó“ í nál mín í húð þinni hér að ofan. Þýðendur setja auðvitað svip sinn á verkin sem þeir þýða og þegar um er að ræða umfangsmikið safn höfunda frá ólíkum löndum, líkt og raunin er hér, þá er e.t.v. heppilegra að láta upprunalegu ljóðin fylgja með til að geta borið saman. Þetta ætti þó ekki að fæla lesendur frá Krossljóðum enda veita þau kjörið tækifæri til að kynnast erlendri ljóðlist. Ljóðanet yfir heiminn Morgunblaðið/Árni Sæberg NetKrossljóð geymir ljóð Sigurbjargar Þrastardóttur og ljóðaþýðingar. BÆKUR INGIBJÖRG IÐA AUÐUNARDÓTTIR Ljóð Krossljóð  Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Dimma, 2022. Kilja 115 bls. Komdu í heimsókn!trefjar.is Óseyrarbraut 29, Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.