Morgunblaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 62
62 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022
✝
Magnús Guð-
brandsson
fæddist á Siglufirði
16. desember 1948.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Droplaugarstöðum
10. nóvember 2022.
Foreldrar Magn-
úsar voru Guð-
brandur Magn-
ússon kennari og
Anna Júlía Magn-
úsdóttir húsfreyja.
Magnús var fimmti í röð átta
systkina, hin eru: Skúli, f. 1940,
Hildur, f. 1941, Filippía Þóra, f.
1943, d. sama ár, Anna Gígja, f.
1946, d. 2014, Kristín, f. 1950,
Filippía Þóra, f. 1953, og Þor-
steinn, f. 1962.
Magnús kvæntist Jónínu
fékk síðar meistarabréf í bifvéla-
virkjun.
Magnús opnaði bifreiðaverk-
stæði á Siglufirði eftir að námi
lauk, starfaði hann þar ásamt því
að vera virkur tónlistarmaður í
ýmsum hljómsveitum bæði á
Siglufirði og í Reykjavík. Hann
stofnaði hópferðarútufyrirtæki
og sinnti því í einhver ár. Flutn-
ingafyrirtæki stofnaði hann
einnig og rak í nokkur ár. Magn-
ús hætti þessum rekstri 1985.
Hóf hann þá störf hjá SR-mjöli
og starfaði þar til ársins 1991.
Flytja hjónin til Garðabæjar og
frá 1991 starfaði hann hjá Björg-
un, Hagvirki og Ístaki. Hann hóf
störf hjá Gámaþjónustunni 1994
og starfaði þar til starfsloka.
Magnús var virkur í ýmsum
félagasamtökum, má þar á með-
al nefna Skíðafélag Siglufjarðar,
Kiwanis, Karlakórinn Vísi,
Karlakórinn Þresti og Frímúr-
araregluna.
Útför Magnúsar fer fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag,
25. nóvember 2022, kl. 13.
Gunnlaugu Ás-
geirsdóttur 26. júlí
1969. Börn þeirra
eru: 1) Guð-
brandur, f. 1967,
kvæntur Katrínu
Bryndísi Sigur-
jónsdóttur. 2) Ás-
geir Rúnar, f.
1970. 3) Anna Júl-
ía, f. 1975, gift Sig-
urði H. Alfreðs-
syni. 4) Kristinn, f.
1980.
Barnabörn Magnúsar og Jón-
ínu eru 11 og barnabarnabörnin
sex.
Magnús útskrifaðist með
gagnfræðapróf frá Gagnfræða-
skóla Siglufjarðar 1965. Lærði
bifvélavirkjun við Iðnskólann í
Reykjavík og útskrifaðist 1968,
Ég vildi að ég væri eins og þú
og vakað gæti bæði daga og nætur,
þá skyldi öllu kveða óð um unað, ást og
trú
sem aldrei bregst en hugga lætur.
Já, ef ég mætti lifa eins og lindin
silfurtær
sem lög á sína undrastrengi slær.
(Bjarki Árnason)
Það kemur maður hlaupandi
upp tröppurnar að húsinu. Hann
er á skyrtunni og með Camel-
pakka í brjóstvasanum. Í annarri
hendinni heldur hann á einhverj-
um pappírum. Þetta er Maggi
bróðir. Hann er kominn til að
biðja pabba að skrifa upp á
nokkra víxla fyrir sig. Það er sest
inn í eldhús og hellt á könnuna.
Fauna-vindlar boðnir og stuttu
seinna ilmar húsið af kaffi og
vindlareyk. Maggi er að kaupa
einhver tæki fyrir bílaverkstæðið
sitt og þarf að slá lán í Sparisjóðn-
um. Mikið að gerast. Börn að
koma í heiminn, verið að kaupa
íbúð og reka fyrirtæki. Pabbi
skrifar upp á alla víxla sem Maggi
kemur með og aldrei neitt vesen í
kringum það. Eftir kaffið sest
hann við píanóið í stofunni og spil-
ar nokkur lög. Ég er bara lítill
gutti, tæplega 14 árum yngri.
Maggi var rétt skriðinn yfir tví-
tugt þegar þetta gerðist, þó hann
væri auðvitað rígfullorðinn í mín-
um augum. Ég hlusta dolfallinn á
píanóleikinn. Stóri bróðir er
heimsmaður, búinn að læra í
Reykjavík og ósigrandi ef ég hefði
verið spurður álits.
Við áttum ekki mikið sameig-
inlegt í uppvextinum vegna tals-
verðs aldursmunar en þegar ég
stálpaðist breyttist það. Á ung-
lingsárunum var ekki ónýtt að
eiga bróður sem spilaði í ball-
hljómsveit og þá átti ég stuttan en
farsælan feril sem rótari og
þvældist á óteljandi sveitaböll
norðanlands með Magga og
hljómsveit hans, Miðaldamönn-
um. Þar vorum við oftast þrír rót-
arar, Árni sonur harmonikkuleik-
arans Bjarka, Helgi bróðir
trommuleikarans Birgis Ingi-
marssonar, sem nýlega er fallinn
frá, og ég. Ég held að engin
sveitaballahljómsveit hafi haft
jafn harðsnúið rótaralið, hvorki
þá né síðar.
Maggi var duglegur, laghentur
og einstaklega góður vinur vina
sinna. Tónlistin var hans líf og
yndi, en hann hafði líka ýmis önn-
ur áhugamál. Dæmi um það var
að á miðjum aldri tók hann upp á
því að fá sér mótorknúinn svifd-
reka sem hann flaug víða um land
í mörg ár. Allt lék það í höndunum
á honum. Ef ég ætti að velja hon-
um eitt orð sem lýsti honum best
væri það líklega „bóngóður“.
Hann sagði aldrei nei við mig,
sama hvaða greiða ég bað hann
um.
Síðustu árin hafa verið erfið því
Maggi greindist með alzheimer
fyrir nokkrum árum, þá á besta
aldri. Átti örfá ár í áætluð starfs-
lok og farinn að gera áætlanir um
hvernig hann og Gulla ætluðu að
eyða tímanum í fjölmörg áhuga-
mál þegar þau hættu vinnu. En
enginn veit sína ævina fyrr en öll
er.
Á þessari kveðjustund er hugg-
un í að rifja upp þessar og fjöl-
margar fleiri góðar, misjafnlega
prenthæfar, minningar. Takk fyr-
ir allt, kæri bróðir. Blessuð sé
minning þín.
Þorsteinn
Guðbrandsson.
Leiðarlok lífsins eru leið alls
sem lifir.
Fæstir eftirlifendur eru færir
um að undirbúa þá brottför þegar
kemur að tilfinningunum sem
hellast yfir ástvini. „Gef látnum
frið og hinum líkn sem lifa“ eru
orð að sönnu. Þegar hugurinn
kyrrist kemur þakklætið og góðu
minningarnar.
Maggi var fimmti í röð okkar
átta systkina og lést á Droplaug-
arstöðum 10. nóvember sl.
Ég trúi því að Sumarlandið hafi
breitt út faðm og fjallahring jafn
fagran og heima á Sigló, ásamt
Karlakórnum Vísi, hópi fallinna
félaga hans í tónlistinni og men-
tornum sjálfum, Gerhard
Schmidt.
Erfitt margra ára stríð hans,
eiginkonu, barna og annarra ást-
vina var háð í glímunni við alz-
heimer.
Barninginn skilja þeir sem
hafa fetað hafa þann þrautastíg.
Meðvirkni er eðlilegt viðbragð
þegar áfallið er stórt og sársauka-
fullt.
Í upphafi var stökkt og stutt
hálmstrá að haldreipi; það eina
sem unnt var að gripa í til frið-
þægingar og verndar gegn skell-
inum sem beið. Í mannlegu eðli er
varnarviðbragðið að meðtaka
slíkt í áföngum þegar bitinn er of
stór.
Til að gera langa og snúna sögu
ögn styttri þá dvaldi bróðir á
Droplaugarstöðum síðustu árin.
Þar var einstaklega vel og fallega
um hann hugsað.
Þegar Gerhard Schmidt flutti
til Siglufjarðar breyttist bærinn í
stóra popphljómsveit. Flest börn
fóru að læra á hljóðfæri og við
Maggi vorum þar á meðal; menn-
ingin hóf innreið sína í nyrsta
kaupstað landsins og einskonar
mótsögn við landlegur og slags-
mál. Foreldrar okkar keyptu
rússneskt píanó og ég sat löngum
stundum og starði á nafn þess og
eyddi ómældum tíma í að finna út
hvað það þýddi. Að lokum var sú
gáta leyst og það var „Rauður
október“.
Við fengum bæði Gerhard
Schmidt sem kennara sem var
mikill heiður.
Bróðir sneri sér seinna að klar-
inettinu og síðar tóku önnur hljóð-
færi við. Fyrstu skrefin voru tek-
in í Lúðrasveit Siglufjarðar og
hljómsveitirnar urðu margar,
Gibson, Ómó, Miðaldamenn,
Hrím, Öldin okkar og Gautar svo
einhverjar séu nefndar. Þær voru
hans helsta áhugamál alla tíð
meðfram vinnu við bifvélavirkjun.
Æskuheimili okkar stóð efst í
hlíðinni og fjallið og Hvanneyrar-
skálin biðu alla daga með sín æv-
intýr. Á vetrum voru það skíðin.
Hann keppti í þeirri íþrótt og var
líka sá sem kenndi mér að fara í
plóg og nota stangir. Kennslan
gekk ekki þrautalaust og ófáar
bylturnar biðu mín.
En fjörðurinn fagri var
draumastaður fyrir okkur að alast
upp á. Barnmargt heimili og for-
eldrar okkar vinnusamir. Okkur
skorti aldrei neitt og stundum
örðugt að skilja úthald og ráð-
deild fólks á þessum tíma. Við
systkinin voru ekki há í loftinu
þegar við vorum mætt á síldar-
planið með mömmu og Maggi
vann í síldarverksmiðjunum.
Allar hendur smáar sem stórar
gerðu gagn. Þetta fylgdi okkur út
í lífið og bróðir var þar engin und-
antekning. Dugnaður, útsjónar-
semi og meiri dugnaður.
Bróðir fór til Reykjavíkur eftir
gagnfræðaskóla til náms í bifvéla-
virkjun en settist síðan að heima á
Siglufirði með fjölskyldu sinni og
bjó þar til 1991 þegar þau fluttu í
Garðabæinn.
Hvíl í friði, kæri bróðir.
Filippía (Pía systir).
Nú hefur minn kæri bróðir
kvatt þetta jarðlíf, þreyttur og
saddur lífdaga. Hann var horfinn
inn í myrkur alzheimersjúkdóms-
ins.
Við fæddumst og ólumst upp á
Siglufirði. Þar undum við okkur
og fannst það vera nafli alheims-
ins. Mikið var brallað og baukað
eins og gengur í stórum systkina-
hópi og vorum við Maggi mjög ná-
in, ekki full tvö ár á milli okkar.
Reyndar stríddi hann mér ein-
hver ósköp þegar við vorum lítil.
Honum þótti það mjög skemmti-
legt því litla systir tók því alltaf
svo illa. En þetta tók enda og við
tók gott samkomulag þegar við
urðum eldri. Maggi var góður
skíðamaður og þá var gott að eiga
systur sem nennti að hjálpa til við
að þjappa brautina þegar kappinn
vildi bregða sér í fjallið!
Maggi var lærður bifvélavirki
og vann við það lengst af. En það
sem átti hug hans allan var tón-
listin. Hún var hans andlega nær-
ing, líf og yndi. Hann spilaði á ótal
hljóðfæri. Hann var í mörgum
hljómsveitum og hafði góða söng-
rödd. Kunni ógrynni af lögum og
textum. Til marks um hvað tón-
listin skipti hann öllu er sagan um
ferðina suður, þegar hann átti að
kaupa hringstiga. Þannig var að
Gulla og Maggi byggðu sér rað-
hús á Sigló og vantaði sárlega
hringstiga milli hæða. Hann fór í
höfuðborgina, en þegar þangað
var komið var nauðsynlegt að fara
í hljóðfæraverslun. Þar (í Rín) gaf
á að líta. Þarna var undratæki,
hljómborð, skemmtari eða hvað
svona tæki nú heitir. Nú varð ekki
aftur snúið, tækið keypt og brun-
að norður með gripinn. Mín kæra
mágkona var ekki glöð, reyndar
alveg öskureið. Enginn hring-
stigi. „Já en Gulla mín, það er ekki
hægt að spila á hringstiga!“ Hún
sagði þessa sögu oft og hló mikið.
Árin sem Bítlarnir voru að
koma fram á sjónarsviðið var bara
Rás 1 til að hlusta á í útvarpi. Þar
voru nánast bara spiluð ættjarð-
arlög, enginn plötuspilari til á
heimilinu og hvað þá hljómplötur.
Það sem bjargaði okkur ungling-
unum þá var Radio Luxembourg.
Við vorum svo þolinmóð. Hlust-
uðum og biðum, vopnuð segul-
bandstæki. Stundum heyrðist
ekkert, stundum brak og brestir
en svo heyrðist alveg ágætlega
inn á milli. Þá var málið að vera
tilbúin að setja á upptöku. Maggi
á píanóinu að pikka upp lögin með
hjálp segulbandsins. Merkilegt
nokk, við náðum fullt af lögum
sem við lærðum en textinn var lík-
lega ekki alltaf réttur, en það
gerði ekkert til, lögin voru svo
dásamlega falleg. Erfiðasta lagið
var „Girl“ með öllum sínum snún-
ingum og taktbreytingum, en það
tókst. Seinna eignuðumst við
plötuspilara og þá var kátt í höll-
inni!
Kannski er kátt í höllinni núna
þegar hann hefur hitt horfna
hljómsveitarfélaga og þeir farnir
að telja í.
Ég kveð minn kæra bróður,
blessuð sé minning hans. Sendi
Gullu, börnum, tengdabörnum og
öllum afkomendum samúðar-
kveðjur.
Kristín
Guðbrandsdóttir.
Þeir voru borubrattir, ungu
mennirnir sem komu saman í sal
Gagnfræðaskóla Siglufjarðar
snemma vetrar, líklega 1961. Til-
efnið: að stofna fyrstu skólahljóm-
sveit Gaggans. Þarna voru Magn-
ús Guðbrandsson, Maggi, Baldvin
Júlíusson, Baldi, og svo undirrit-
aður, Jósep, kallaður Jobbi, en að-
eins af hljómsveitarfélögum og
svo samverkamönnum í Síldar-
verksmiðjunni Rauðku.
Lagalistinn var ekki langur til
að byrja með, en lengdist smám
saman. Íslensk lög voru leikin, en
erlendu lögin fundum við á Radio
Luxembourg og Radio Caroline,
og fyrir kom að öðlingurinn
Trausti Árnason enskukennari
hjálpaði okkur með ensku text-
ana. Maggi var gítarleikarinn,
Baldi trommaði og söng en Jósep
lék á Petrof-píanóið í salnum.
Fljótlega færðum við út kvíarnar
og fengum söngkonu, Sigríði Jó-
hannesdóttur, Diddu, sem rokk-
aði af innlifun.
Magnari var enginn til fyrir
gítarleikarann, en á kennarastof-
unni var forláta Grundig-útvarps-
tæki, sem við tókum til handar-
gagns og nýttum sem
gítarmagnara, og mig minnir að
við höfum sprengt þá hátalara
sem tækið hafði að geyma.
Maggi var ljúfur og góður vin-
ur, glaðvær, músíkalskur, áhuga-
samur og spilaði af lífi og sál. Eft-
ir því sem styrkur gítarsins
færðist í aukana – sennilega fékk
Maggi sér magnara – fékk bandið
nafnið „Háspennutríóið“ og naut
heilmikilla vinsælda, ef ég man
rétt.
Leiðir skildi eftir gagnfræða-
skólann, og að frátöldu einu balli á
Hótel Höfn – þar sem við földum
Magga og Tómas Hertervig á bak
við með hljóðfærin sín (þeir voru
undir aldri) en stilltum Alla Rúts
fremst á sviðið með ótengdan gít-
ar! – áttum við ekki eftir að spila
oftar saman.
Minningarnar frá þessum ár-
um eru ljúfar og væntumþykjan
og vináttan sem varð til í músík-
ölsku brölti okkar félaganna skein
í gegn í hvert einasta skipti sem
við hittumst síðar.
Þakka þér þessar minningar,
kæri félagi – himinninn mun lyfta
tónsprota sínum.
Öllum aðstandendum votta ég
mína dýpstu samúð.
Jósep Ó. Blöndal.
Magnús
Guðbrandsson
Í dag fylgjum við
okkar hjartfólgna
vini, Erni Svein-
björnssyni, til hinstu
hvílu.
Vinátta okkar hjóna við Örn og
Guðrúnu, sem við höfum reyndar
aldrei kallað annað en Gunnu og
Össa, nær rúma fjóra áratugi aft-
ur í tímann og er okkur óendan-
lega verðmæt.
Þannig vill til að þó Gunna sé
bróðurdóttir Kobba kynntumst
við hjónin ekki Össa að ráði fyrr
en nokkrum árum eftir að þau
tóku saman. Það skýrist af því að
fyrstu árin bjuggum við sitt í
hvoru byggðarlaginu og svo sitt í
hvoru landinu um tíma.
Fyrstu almennilegu kynni okk-
ar af Össa voru þegar þau hjónin
komu í „óvænta“ heimsókn til
okkar til Svíþjóðar 1981 þar sem
við bjuggum í smábænum Lamm-
hult. Gunna og Össi dvöldu þá í
sumarhúsi í Danmörku og ákváðu
að taka lest yfir til Svíþjóðar og
koma okkur þannig rækilega á
óvart. Ekki fór þó betur en svo að
lestin sem þau tóku stoppaði ekki í
Lammhult heldur brunaði þar
beint í gegn. Þau urðu þar af leið-
andi strandaglópar í næsta bæj-
arfélagi og urðu að hringja í okkur
til þess að láta okkur sækja sig.
Engu að síður urðu þarna fagn-
aðarfundir og úr varð eftirminni-
leg heimsókn sem renndi styrkum
stoðum undir það sem síðar átti
eftir að verða að áratuga náinni
vináttu.
Hjálpsemi Össa voru engin tak-
mörk sett. Eftir að við hjónin vor-
um flutt til Ísafjarðar og réðumst í
mikla stækkun á húsinu okkar að
Hlíðarvegi 20 um miðjan níunda
áratuginn, reyndist Össi okkur
mikil stoð. Hann stóð með okkur í
framkvæmdunum bæði kvölds og
Örn
Sveinbjarnarson
✝
Örn Svein-
bjarnarson
fæddist 30. sept-
ember 1951. Hann
lést 8. nóvember
2022. Útför hans
fór fram 18. nóv-
ember 2022.
morgna líkt og húsið
væri hans eigið.
Margoft eftir það
hjálpaði Össi okkur
fjölskyldunni, jafnt
við múrverk sem
önnur verk og oft
var hann kominn á
staðinn til að leggja
lið óumbeðinn. Hon-
um þótti það einfald-
lega sjálfsagt mál.
Við minnumst líka
með þakklæti ótal skemmtilegra
ferðalaga í gegnum tíðina með
Gunnu og Össa bæði innanlands
sem utan, með og án barna. Þær
minningar ylja nú og munu gera
um alla framtíð.
Fjölskylduhefðir okkar hafa
tvinnast saman í áranna rás. Þar
má nefna laufabrauðsgerð á að-
ventunni og það að undanfarin 37
ár, að aldamótaárinu undanskildu,
höfum við fagnað áramótum sam-
an. Hafa þá karlmennirnir séð um
eldamennskuna og mikið haft við í
hvert sinn. Réttirnir hafa oftast
verið margir, uppskriftirnar aldr-
ei af einfaldara taginu og undir-
búningur þurfti oft að hefjast
mörgum dögum fyrr. Meðal þess
sem eldað hefur verið á gamlárs-
kvöld er krókódílakjöt í kókoslí-
kjör, marhnútur (sem reyndist
mikil áskorun við úrbeiningu og
ormahreinsun), fylltar grísatær,
hreindýr, dádýr, strútur, sjófugl í
þangkörfu, kanínukjöt og svo
mætti lengi telja. Eftirrétturinn
var þó nokkurn veginn alltaf sá
sami: Suðrænir ávextir og rjómi,
enda óþarfi að flækja það meir.
Minningin um einstaklega
skemmtilegan og glaðlyndan
mann, magnaða frásagnargáfu
hans og trygglyndi er okkur fjöl-
skyldunni allri kær og skín skært.
Það var aldrei leiðinlegt í kringum
Össa og á vináttu okkar bar aldrei
skugga.
Við vottum elsku Gunnu, Björk,
Hrönn og fjölskyldum þeirra okk-
ar innilegustu samúð. Missir ykk-
ar er sannarlega mikill en minn-
ingin um góðan dreng lifir.
Eygló og Jakob
(Kobbi).
Það féll í minn
hlut að baka upp-
rúllaðar pönnukök-
ur fyrir erfidrykkj-
una hennar ömmu. Á meðan ég
hrærði í deigið stillti ég á Ellý
Vilhjálms og raulaði með, til að
gera seinustu stundina okkar
ömmu saman í eldhúsinu hátíð-
lega. Ég spyr mig þó hvort Ellý
hafi verið klisja, því ég minnist
þess ekki að amma hafi nokkurn
tímann hlustað eitthvað sérstak-
lega á Ellý. Raunar minnist ég
þess ekki að amma hafi mikið
verið raulandi.
Lífið krafði ömmu um að vera
hörkudugleg – sem hún var.
Hún var vinnuþjarkur. Þegar ég
hugsa um ömmu hugsa ég um
fjölskylduna. Um Kílakot. Ég
hugsa um öll þau skipti sem ég
hef reynt að setja mig í hennar
spor – að ala upp fimm óláta-
belgi á Blönduósi. Ég man jóla-
dagsboðin þar sem hún bar fram
kræsingar yfir allan daginn en
minnist þess ekki að hafa séð
hana borða meira en smakk af
Ingveldur
Björnsdóttir
✝
Ingveldur
Björnsdóttir
fæddist 11. október
1946. Hún lést 7.
nóvember 2022.
Útför Ingveldar
fór fram 21. nóv-
ember 2022.
jafningnum. Ég
man eftir kakómalti
úr örbylgjuofnin-
um, að leggja kapal
í þögn, að leggja
okkur inni í sjón-
varpsherbergi í
þögn, þegar hún
sagði við mig:
„Prófaðu að vanda
þig við allt sem þú
gerir.“ Amma gerði
nefnilega allt vel.
Óteljandi ullarsokkar, peysur,
upprúllaðar pönnukökur og
sviðakjammar. Og ég pirraði
mig stundum á ömmu. Ég pirr-
aði mig á að það væri alltaf svo
mikill ys á henni. En þetta var
það sem hún kunni best: hún
hugsaði vel um fólkið sitt og allt
sem hún gerði var gert af alúð.
Þegar ég hugsa um ömmu þá
hugsa ég um Þórsmörk. Hún
tjaldaði utan við tjaldsvæðið öll
þau sumur sem við fórum í
mörkina. Ég sé hana fyrir mér í
fullum útivistarskrúða ganga til
okkar þar sem við krakkarnir
sátum með úfið hárið að borða
morgunkorn úr plastskálum. Ég
finn lyktina af blóðberginu og
hrauninu og ég man hvernig hún
brosti. Þetta yrði dagur stút-
fullur af ævintýrum. Og ég er
ekki frá því að ég heyri hana
raula.
Eydís Blöndal.