Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 8
Samkaup vann Spotify Samkaup hlutu norræn verðlaun á Blaze Awards í Osló um helgina og hafði betur gegn þekktum fyrir- tækjum á Norðurlöndum. Fyrir- tækið var verðlaunað fyrir framlag sitt til jafnréttismála. Norræna jafnréttisverðlaunahátíðin Blaze Awards 2022 fór fram í Osló síðast- liðinn laugardag og urðu Samkaup þar hlutskörpust í flokki samvirkni (e. synergist) á norðurlöndunum. Flokkurinn nær yfir fyrirtæki sem hafa skuldbundið sig til að vinna að bættu jafnrétti innan fyrirtækisins og með þeim hætti haft áhrif út í nærsamfélagið. Samkaup voru fyrr í sumar valin úr hópi fjögurra íslenskra fyrirtækja og var það jafnréttisátakið Jafnrétti fyrir alla – Samkaup alla leið sem unnið var í samvinnu við Samtökin ´78, Þroskahjálp og Mirru fræðslu- setur fyrir erlent starfsfólk, sem tryggði Samkaup áfram í úrslit. Samkaup öttu því kappi við önnur öflug norræn fyrirtæki, sem einnig höfðu borið sigur úr býtum í sínum heimalöndum og voru það hið sænska Spotify, Futurice frá Finn- landi, Develop Diverse frá Danmörku og Sopra Steria frá Noregi. Norsku samtökin Diversify veittu verðlaunin en meginmarkmið sam- takanna er að hampa og varpa ljósi á brautryðjendur, fyrirtæki og ein- staklinga, sem skara fram úr og vinna markvisst að því að stuðla að bættri fjölbreytni, atvinnuþátttöku minni- hlutahópa og jafnrétti almennt innan fyrirtækja á norðurlöndunum. „Við erum ákaflega stolt og þakklát fyrir að hljóta þessa viðurkenningu. Samkaup hafa sett sér háleit og metnaðarfull markmið og við erum bara rétt að byrja. Blaze verðlaunin eru okkur mikilvæg hvatning á þeirri vegferð sem við höfum verið á og styrkja okkur enn frekar í að halda áfram að vera leiðandi vinnustaður þar sem unnið er markvisst gegn for- dómum og hvers kyns mismunun, sem svo skilar sér tvímælalaust út í samfélagið okkar,” segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Sam- kaupa. Auk Samkaupa hlaut Charlotte Bi- ering hjá Marel verðlaun á hátíðinni en hún sigraði í flokki brautryðjanda (e.The Trailblazer). Verðlaunin eru þau þriðju sem Samkaup hljóta á árinu á sviði mannauðs- og jafnréttismála og ber þar hæst að nefna Menntaverðlaun atvinnulífsins en þar að auki var Gunnur Líf valin millistjórnandi ársins hjá Stjórnvísi. Fyrsta skóflustunga að nýrri þvotta- stöð Löðurs var tekin á Fitjum í vik- unni. Þar mun Löður opna 27 metra löng þvottagöng. Afkastageta þeirra er um 60 bílar á klukkustund og verða allir regnbogans litir á leiðinni í gegnum stöðina svo um leið og við bíllinn er þrifinn fær viðskipta- vinurinn skemmtilega upplifun. Bílar eru dregnir sjálfvirkt áfram í gegnum stöðina en starfsmenn verða á staðnum bæði til að forþvo bílana og leiðbeina viðskiptavinum. „Það er mikið tilhlökkunarefni að opna nýja stöð í Reykjanesbæ og þjónusta íbúa og aðra sem fara um svæðið eins vel og kostur er. Það er umhverfisvænna að þvo bílinn í bílaþvottastöð þar sem eru olíu- og sandskiljur sem taka við spilliefnum. Þetta er mikilvægur þáttur þegar verið er að nota ýmis efni til að þvo bílinn svo þau fari ekki beint í grunn- vatnið okkar,” segir Elísabet Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri Löðurs. „Það er fagnaðarefni að fá öflugt fyrirtæki eins og Löður til Reykja- nesbæjar. Langstærstur hluti ferða- manna sem koma til Íslands ár hvert eiga hér upphafs og endapunkt og því mikilvægt að hafa öfluga þvotta- stöð til að þrífa bílaflotann eftir ferð um landið. Þá verður þetta frábær þjónusta fyrir bæjarbúa á öflugu verslunar- og þjónustusvæði á Fitjum,” segir Guðlaugur Helgi Sigur- jónsson, Sviðsstjóri Umhverfissvið í Reykjanesbæjar. Áætlað er að þvottastöðin opni í vetur en framkvæmdir eru þegar hafnar af fullum krafti. Löður kapp- kostar við að minnka kolefnisspor fé- lagsins og er til dæmis allt plast sem fellur til við reksturinn endurunnið í samvinnu við Pure North. Þrjú ný til Samkaupa Þau Jón Tómas Rúnarsson, Kristín Gunnarsdóttir og Sandra Björk Bjarkadóttir hafa verið ráðin til Samkaupa. Með ráðningunum eru Samkaup að festa sig enn betur í sessi sem leiðandi vinnustaður á vettvangi mannauðs- og fyrirtækja- menningar hér á landi. Jón Tómas Rúnarsson gegnir stöðu sérfræðings í gagnadrifnum rekstri hjá Samkaupum. Hann er rekstrarverkfræðingur að mennt og er útskrifaður með B.Sc. frá Há- skólanum í Reykjavík. Hann starfaði áður hjá Verði, tryggingafélagi og þar áður hjá Isavia. Kristín Gunnarsdóttir tekur við stöðu mannauðsfulltrúa Krambúð- anna og Kjörbúðanna ásamt því að hafa umsjón með og þróa áfram vel- ferðarþjónustu Samkaupa. Kristín er með M.Sc. gráðu í mannauðs-og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. í sálfræði frá Há- skóla Íslands. Kristín starfaði áður hjá Reykjavíkurborg, þar sem hún stýrði Afleysingastofu og þróun hennar. Sandra Björk Bjarkadóttir hefur hafið störf sem mannauðsfulltrúi Nettó og Iceland, ásamt því að hafa umsjón með jafnréttisstefnu Sam- kaupa. Sandra er með BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og leggur nú lokahönd á meistaranám í mannauðsstjórnun frá sama skóla. Sandra hefur unnið á mannauðssviði hjá Samkaupum í eitt ár og tekur nú við nýju hlutverki. Áður en hún kom til Samkaupa starfaði hún hjá Iceland Travel, síðast sem sölustjóri. „Að styrkja mannauðsteymið enn frekar með þeim Söndru og Kristínu, gefur okkur öflugt tækifæri til að sækja fram og styrkja samkeppnis- forskot Samkaupa á vettvangi mann- auðsmála og fyrirtækjamenningar. Með aukinni tækni og flæði upplýs- inga, þar sem við byggjum ákvarð- anir á gögnum, er frábært að fá Jón Tómas inn í nýtt teymi gagnadrifins reksturs og viðskiptaþróunar, með þekkingu sem nýtist Samkaupum vel,” segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs - og samskiptasviðs Samkaupa. Hjá Samkaupum starfa yfir 1.300 manns í tæplega 700 stöðugildum. Samkaup reka yfir 60 verslanir um land allt og eru helstu verslanamerki þeirra Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin og Iceland. Þau Sædís Kristjánsdóttir, Ólöf Ragna Guðnadóttir og Sandra Björk Bjarkadóttir, hluti mannauðsteymisins, Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs-og samskiptasviðs, og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, veittu verðlaununum viðtöku í Osló síðastliðinn laugardag. Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Löðurs tók fyrstu skóflustunguna undir handleiðslu Viðars Ellertssonar hjá Ellerti Skúlasyni ehf. LÖÐUR OPNAR ÞVOTTAGÖNG Á FITJUM Guðlaugur Sigurjónsson, sviðsstjóri hjá Reykjanesbæ, Elísabet Jónsdóttir frá Löður og Halldóra Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS 8 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.