Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 51

Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 51
Íris Sigtryggsdóttir segir það hafa komið í ljós í Covid hversu Ljósanótt er mikilvæg í okkar menningarlífi hér á Suðurnesjum, tækifæri til að hitta vini og fjölskyldu og njóta saman. Íris skipti sumarfríinu í þrjá hluta og fór m.a. í hestaferð norður í land, auk þess að fara á fjórhjóli horn í horn eða frá Reykjanesvita að Fonti á Langanesi. Hvernig varðir þú fyrsta sumar- fríinu án takmarkana? „Ég tók sumarfríið mitt í þremur hlutum og ferðaðist bæði innan- lands og erlendis. Fór í hestaferð norður í land í viku með fimmtán ótrúlega flottum hestakonum úr öllum stigum lífsins. Hópur sem hittist á hverju sumri og ríða saman í náttúru Íslands og njóta. Ég skellti mér svo til Bandaríkjanna með syni mínum og við hittum þar vini og fjölskyldu og nutum saman í viku. Svo var það ferðin sem toppaði allt í sumar, þegar ég keyrði með fjórtán manns á fjórhjólum Horn í Horn, eða frá Reykjanesvita til Langanesvita (Fonturinn) og til- baka, u.þ.b. 1.800 km á sex dögum. Félagsskapur Melrakka sem ég hef hjólað með í nokkur ár, frábær fé- lagsskapur og tækifæri til að skoða náttúru Íslands með öðrum hætti.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Það sem kom mér skemmtilega á óvart í sumar var kannski hvað við erum fljót að jafna okkur frá þeim takmörkunum sem við vorum í síðastliðin tvö ár, sennilega einkennist það af okkar einstöku eiginleikum að gleyma fljótt og halda áfram, lifa í núinu og njóta. Íslensk náttúra og sveitir landsins eru best í heimi, eins og ég nefndi þá ferðast ég mikið á fjórhjólinu mínu og get því farið ótroðnar slóðir að vissu marki eða leiðir sem almennt fólk ferðast ekki mikið um, það eru algjör forréttindi að geta og upplifun að sjá.“ Hvað ætlar þú að gera í vetur? „Í vetur skelli ég mér kannski að- eins í sólina, svo auðvitað skelli ég nagladekkjunum undir hjólið og held áfram að ferðast á því. Jökl- arnir og snjórinn er algjört uppá- hald hjá mér. Melrakkar og aðrir hjólafélagar eru duglegir að ferðast um landið líka á veturnar, alltaf líf og fjör í þeim félagsskap.“ Hvernig finnst þér Ljósanótt? „Ljósanótt er auðvitað búin að vera stór þáttur í okkar lífi hér á Suðurnesjum í mörg ár. Ég held að það hafi komið í ljós í Covid hversu mikilvæg hún er í okkar menningar- lífi hér á Suðurnesjum, tækifæri til að hitta vini og fjölskyldu og njóta saman. Tilefni til að bjóða heim og koma saman.“ Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt? „Ég ætla að reyna sækja sem mest, tónlist, matur og menningu eins og hægt er að komast yfir.“ Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt? „Besta minningin frá Ljósanótt er klárt mál þegar minn árgangur hélt upp á 50 ára hittinginn eins og hefð hefur verið fyrir hér á Ljósanótt, hitta skólafélagana og eiga glaðar stundir saman, það var ótrúlega skemmtileg helgi.“ Íslensk náttúra og sveitir landsins er best í heimi – segir Íris Sigtryggsdóttir sem tekur Ljósanótt fagnandi Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.