Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 50

Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 50
Guðmundur Sigurðsson gerði margt skemmtilegt í sumar, hann spilaði meðal annars golf og fór til útlanda. Hann ætlar að fara á Heimatónleikana og ballið á Ljósanótt í ár en besta minning hans frá hátíðinni er þegar félagi hans ældi í tívolí tæki. Hvernig varðir þú fyrsta sumar- fríinu án takmarkana? „Heyrðu maður gerði nú allskonar skemmtilegt.“ Hvað stóð upp úr? „Vinnan (er að vinna sem smiður), djamm, golf og útlönd, allt mega næs.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Það sem kom skemmtilega á óvart er það að maður þarf ekki að vera mikið í því að saga spýtur í smíða vinnu, eða mjög lítið að minnsta kosti.“ Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Nei ekkert sérstaklega, er ekki bara best að vera heima?“ Hvað ætlar þú að gera í vetur? „Ég verð vinnandi maður í vetur svo tekur skóli við.“ Hvernig finnst þér Ljósanótt? „Ljósanótt er geggjuð.“ Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt? „Maður fer á Heimatónleikana og svo ballið það er svona eina sem maður hefur planað.“ Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt? „Mögulega þegar ég var yngri og Egill Darri, vinur minn, ældi í einu tækinu það var alvöru comedy.“ Hjördís Lilja Traustadóttir ferðaðist mikið í sumar en hún fór meðal annars til Tenerife „eins og flest allir Íslendingar“. Hún er að hefja sitt annað ár í Hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og ætlar að spila körfubolta með Keflavík í vetur. Hún er spennt fyrir Ljósanótt eftir tveggja ára pásu vegna Covid en hún ætlar að kíkja niður í bæ og á Ljósanæturballið. Hvernig varðir þú fyrsta sumar- fríinu án takmarkana? „Ég skellti mér til Tenerife eins og flest allir Íslendingar, ég fór í helgar- ferð til Suður-Frakklands, fór mikið upp í sumarbústað og svo í veiði í Víðidalsá.“ Hvað stóð upp úr? „Ferðin til Suður-Frakklands stóð sérstaklega upp úr.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Hvað ég náði að gera mikið í sumar á stuttum tíma.“ Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Já, sumarbústaðurinn stendur alltaf fyrir sínu.“ Hvað ætlar þú að gera í vetur? „Ég ætla að byrja annað árið mitt í Hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og spila körfubolta með Keflavík.“ Hvernig finnst þér Ljósanótt? „Ljósanótt er skemmtileg og við- burðarík hátíð og eftir tveggja ára pásu vegna Covid er ég spennt að taka þátt í hátíðinni.“ Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt? „Ekkert mikið planað eins og er en ég ætla meðal annars að fara á Ljós- anæturballið og kíkja niður í bæ.“ Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt? „Það er örugglega þegar ég var í grunnskóla og við fengum að sleppa blöðrunum, það var alltaf rosa skemmtilegt.“ Er ekki bara best að vera heima? Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is Spennt fyrir L jósanótt eftir tveggja ára pásu 50 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.