Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 56

Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 56
Jóhann Smári Sævarsson keypti lestarmiða í Þýskalandi í sumar fyrir níu evrur og miðinn virkaði í allar lestarsamgöngur í landinu í heilan máluð. Hann ferðaðist til Þýskalands og Austurríkis í sumar en ætlar að kíkja í árgangagönguna og á laugardagstón- leika í Duus safnahúsum á Ljósanótt. Hvernig varðir þú fyrsta sumar- fríinu án takmarkana? „Við ferðuðumst til Þýskalands og Austurríki og svolítið innanlands, svo máluðum við húsið og notuðum pallinn eins og hægt var.“ Hvað stóð upp úr? „Að litli afastrákurinn minn hann Yngvi Leó kom í heiminn og ég varð afi í fyrsta sinn.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „9€ lestar miðinn í Þýskalandi sem gekk í allar samgöngur út um allt land í mánuð.“ Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Vík í Mýrdal.“ Hvað ætlar þú að gera í vetur? „Vinna áfram í húsinu okkar. Eiga frábært samstarf við samstarfsfólk og nemendur, setja á svið eitthvað glæsilegt verkefni og njóta að vera með fjölskyldu og vinum.“ Hvernig finnst þér Ljósanótt? „Skemmtileg tilbreyting í mann- lífinu.“ Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt? „Árgangagönguna, laugardagstón- leikana í Duus-húsum svo kíkjum við alltaf á málverkasýningar og flugeldasýninguna sem við reyndar sjáum út um stofugluggan okkar ef við erum löt.“ Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt? „Þegar við hjá Norðuróp vorum með sýningu í Dráttarbrautinni gömlu, það var magnað! Og svo var árið sem árgangurinn minn varð 50ára og svo hittingur með fjölskyldu og vinum.“ „Get horft á flugeldasýninguna út um stofugluggann ef ég er latur“ Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Á heitum sumardegi í München í Þýskalandi. Brugðið á leik með börnunum í Baldri við Grófina. Tómas J. Knútsson, foringi Bláa hersins, hefur haft í nógu að snúast í sumar við nokkur hreins- unarverkefni í fjörum Reykjanesskagans. Tommi hefur verið lengi að og rifjar upp í viðtali við Víkurfréttir þegar hann og félagar hans tóku að sér að hreinsa rusl undan Berginu áður en ljósin þar voru kveikt í fyrsta skiptið. Hvernig varðir þú fyrsta sumar- fríinu án takmarkana? „Það var ekkert farið í sumarfrí þetta sumarið. Það var búið að skipuleggja nokkur hreinsunar- verkefni í fjörum Reykjanesskagans og meðfram Suðurströndinni sam- kvæmt samningi við yfirvöld og var bara heilmikið að gera. Ekki hafa þó stjórnvöld sett neitt fjármagn til verksins eins og lofað var þannig að við erum bara róleg núna, kannski rætist úr haustinu og eitthvert smá ferðalag sér dagsins ljós út á land.“ Hvað stóð upp úr? „Fyrsta apríl giftum við okkur og fórum í brúðkaupsferð til Þorláks- hafnar, Eyrarbakka og borðuðum í Mathöllinni í Hveragerði. Óvæn- tasta atriði ársins. Þetta var ekki gabb og kom öllum í opna skjöldu.“ Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Reykjanesskaginn er mitt uppá- halds svæði landsins. Hér er öll fegurð landsins sameinuð á einu svæði.“ Hvað ætlar þú að gera í vetur? „Hver veit nema að skroppið verði í sólarlandafrí. Annars eru næg verk- efni innandyra sem betur fer.“ Hvernig finnst þér Ljósanótt? „Ljósanótt sem og aðrar bæjar- hátíðir eru ákaflega skemmtilegar og fá allt það besta fram hjá mann- fólkinu, allir ættu að geta notið sín og haft gaman af. Mér finnst skemmtilegast að fara um fimmtu- dagskvöldið á milli sýninganna og verslanna og hitta fólk, árganga- gangan er mjög skemmtileg og einnig er öll tónlistarflóran mögnuð upplifun.“ Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt? „Bestu minningar mínar frá Ljósa- nótt eru tvær. Sú fyrsta var þegar Steini á Hótel Keflavík bað okkur strákana í Bláa hernum að hjálpa sér að gera þessa fyrstu hátíð eins ánægjulegasta og hægt væri en auðvitað vissum við ekkert hvernig til myndi takast, alltaf spilar veðrið sína rullu og þetta var bara svona tilraun. Við strákarnir hreinsuðum allt Bergið og fjöruna af öllu rusli, kveiktum á rosalega mörgum frið- arkertum meðfram allri ströndinni og vorum í allskonar verkefnum út um allt til að láta þetta ganga sem best, veðrið var frábært 15 stiga hiti og allt gekk upp. Ég man alltaf hvað okkur fannst þetta hafa heppnast vel og bæjarbúar virtust hafa skemmt sér konunglega. Síðan er minningin mjög skemmtileg þegar ég var með aðsetur í Grófinni 2 og var alltaf með opið hús hjá Sport- köfunarskóla Íslands og sjávar- dýrasýningarnar fyrir börnin. Að lokum eru bílarnir og hjólin alltaf augnayndi.“ Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Magga Hrönn Kjartansdóttir og Tómas J. Knútsson á brúðkaupsdaginn. Frá hreinsunarverkefni við Selvog. Að afloknu hreinsunarverkefni á Garðskaga. Með stórfjölskyldunni í Vík í Mýrdal. 56 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.