Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 55

Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 55
lendum ferðamönnum hjá okkur. Í bústöðunum eru 95–99% af bók- unum stílaðar á erlenda ferðamenn en svo aftur á móti er Akureyri eins og litla Tenerife fyrir Íslendinginn og mun meira um bókanir frá þeim þar,“ segir Svanur. Bað guð um eldgos Það er trú margra að eldgosið í Meradölum muni auka ferðalög er- lendra ferðamanna til Íslands. Það kom Svani mikið á óvart þegar bænir hans virtust hafa skilað sér og það byrjaði að gjósa. „Ég á vin sem á heima í London og hann er búinn að vera að spyrja mig síðustu vikur hvort ég sé ekki búinn að vera fara með bænirnar mínar, ég náttúrlega bara spyr hann hvaða bænir? og hann svarar: „Já, þú verður að biðja fyrir því að það komi ferðamannagos til að ýta undir reksturinn.“ Ég fór bara að hans ráðum og fór með bænirnar mínar og viti menn, daginn eftir byrjaði að gjósa,“ segir Svanur spenntur. Eyþór og Svanur halda í vonina að gosið muni standa yfir í smá tíma til að auka útleigur yfir vetrartímann. „Við vonum auðvitað að þetta gos verði í smá tíma núna. Út af því að þegar síðasta gos var þá voru takmarkanir á landamærunum en við höldum í þá von að þetta verði eitthvað lengur svo veturinn verði extra góður hjá okkur,“ segir Eyþór [aths. blm.: Viðtalið var tekið fljótlega eftir að gosið hófst]. „Það er samt, ef maður pælir í því, eins og það sé einhver æðri máttur sem er að bæta upp fyrir áhrifin sem Covid hafði á ferðamannaiðnaðinn. Sá máttur „splæsti“ bara í tvö eldgos þannig að þessi stétt gæti rétt sig svolítið af eftir skellinn sem heims- faraldurinn olli,“ bætir Svanur við flissandi. Rétt að byrja Framtíðarplön Eyþórs og Svans eru opin og hafa þeir ekki ákveðið nákvæmlega hvert þeir stefna. „Kannski opnum við fleiri einingar í öðrum landshlutum, það væri gaman að geta boðið upp á hringferð. Þar sem að einingarnar sem við erum með núna eru í sitthvorum hlut- anum á landinu þá væri flott að vera með íbúðir í Reykjavík og á Egils- stöðum, sem dæmi, þá gæti fólk farið hringinn með gistingu hjá okkur,“ segir Eyþór. Þá hafa þeir einnig velt fyrir sér að stofna til hótelreksturs eða einfaldlega halda áfram upp- byggingu á rekstrarfélaginu sama í hvaða formi það verður. „Það er allt opið og við getum í raun gert það sem við viljum með þetta í fram- haldinu,“ segir Svanur. Þrátt fyrir að plönin liggi ekki fyrir eru þeir spenntir fyrir framhaldinu og eru stoltir af því hversu langt þeir eru komnir á stuttum tíma. „Við erum bara rétt að byrja,“ segir Eyþór að lokum. Ég fór bara að hans ráðum og fór með bænirnar mínar og viti menn, daginn eftir byrjaði að gjósa . . . Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Súlan - Verkefnastjóri á Bókasafn Reykjanesbæjar Fræðslusvið - Leikskólakennari á leikskólann Holt Fræðslusvið - Starfsmaður skóla Fræðslusvið - Starfsmaður í Nýheima og frístund Fræðslusvið - Sérkennari á leikskólann Holt Starf við liðveislu Velferðarsvið - Stuðningsfjölskyldur Velferðarsvið - Tilsjónaraðilar í barnavernd Velferðarsvið - Starfsmaður í Skjóli- frístundarstarfi barna með stuðningsþarfir Störf í boði hjá Reykjanesbæ Viðburðir í september Listasafn Reykjanesbæjar opnar sýninguna Ráð á fimmtudaginn 1. september, klukkan 18:00. Sýninginn Ráð er samansett af nýju listráði Listasafns Reykjanesbæjar. Listráð skipaða þau; Kristinn Már Pálmason, Andrea Maack og Gunnhildur Þórðardóttir. LISTASAFNIÐ 1. SEPT Ráð ROKKSAFNIÐ Í SEPTEMBER Úrklippubókasafn Kela Rokksafn Íslands opnaði í ágúst nýja sýningu sem fjallar um Sævar Þorkel Jensson, betur þekktur sem Keli, og úrklippubókasafn hans en hann hefur frá unga aldri safnað úrklippum og eiginhandaráritunum tónlistarfólks. Byggðasafn Reykjanesbæjar opnar nýja sýningu fimmtudaginn 1. september kl. 18 í Duus safnahúsum. Byggðasafnið varðveitir yfir 60 saumavélar, þar á meðal saumavél sem framleidd var á árunum 1860-1870. Líklega er um að ræða eina af elstu saumavélum landsins. DUUS SAFNAHÚS 1. SEPT Hér sit ég og sauma BÓKASAFNIÐ 1. SEPT Ofurhetjur fara sínar eigin leiðir Sýningin „Ofurhetjur fara sínar eigin leiðir“ verður opnuð í Bókasafni Reykjanesbæjar fimmtudaginn 1. september kl. 17.00. Á sýningunni verða munir, bækur og blöð er tengjast ofurhetjuheiminum. Hvetjum alla til þess að mæta í ofurhetjubúningi! Kíktu Visit Reykjanesbær til að sjá alla dagskrána Á Visit Reykjanesbær má finna margvíslegar upplýsingar um Reykjanesbæ og þá afþreyingu sem þar er í boði fyrir börn og fullorðna. www.visitreykjanesbaer.is Ljósanótt Velkomin á Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar. Viðamiklar uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags með stórtónleikum á útisviði og flugeldasýningu á laugardagskvöldi. Allt um dagskrána á ljosanott.is Listasafn Reykjanesbæjar, býður upp á Rauðvínsyoga, klukkan 12:00 laugardaginn 3. september. Rauðvíns- jóga er rólegt jóga sem hentar öllum 20 ára og eldri sem drekka rauðvín. LISTASAFNIÐ 3. SEPT KL. 12:00 Rauðvínsjóga „Kynslóðir“ er ný uppistandssýning þar sem Bergur Ebbi skemmtir fólki í heila kvöldstund með gamanefni sínu um vesenið sem fylgir því að búa á Íslandi og lifa á tímum stórkostlegra tækni- og þjóðfélagsbreytinga. HLJÓMAHÖLL 23. SEPT KL. 20:00 Bergur Ebbi- „Kynslóðir“ Það er sannkölluð menningarveisla framundan í september en þá verður Ljósanótt loksins haldin með öllum sínum fjölbreyttu viðburðum eftir þriggja ára hlé. Á vefsíðu Ljósanætur er heildardagskrá hátíðarinnar að finna og telur hún í kringum 150 viðburði. Menningarstofnanir bæjarins taka að vanda virkan þátt í hátíðinni og bjóða ókeypis aðgang yfir Ljósanæturhelgina bæði í Duus Safnahús og Rokksafn Íslands. Nýjar sýningar verða opnaðar og fjölbreytt dagskrá verður í húsunum. Ljósanótt er frábær innspýting inn í haustið og veturinn framundan og markar upphafið að vonandi innihaldsríkum og fjölbreyttum viðburðum vetrarins. vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.