Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 31
Fjölbreytt barna- og fjölskyldudagskrá
er í boði á Ljósanótt í ár. Ofurhetjur,
ávextir og eldlistir eru meðal annars
á dagskrá fyrir börn og ungmenni
bæjarins. Hér að neðan má finna allar
helstu upplýsingar um viðburði fyrir
fjölskylduna á Ljósanótt.
Hæfileikakeppni Ljósanætur er nýr
viðburður haldinn af Reykjanesbæ
fyrir börn í 3.–10. bekk í grunn-
skólum bæjarins. Forkeppni fer fram
dagana 30. og 31. ágúst í Frumleik-
húsinu, hluti þátttakenda fer svo
áfram í úrslit sem fara fram á Tjarn-
argötusviðinu föstudaginn 2. sept-
ember. Keppnin verður skemmtileg
skemmtun fyrir bæjarbúa og eru
allir hvattir að mæta og styðja hæfi-
leikaríka þátttakendur. Sigurvegari
keppninnar fær tækifæri til að flytja
atriðið sitt á stóra sviði Ljósanætur á
laugardeginum 3. september.
Vatnaboltar og teygjuhopp frá Kast-
alar verða í boði við DUUS safnahús
dagana 1.- 3. september fyrir þá sem
vilja sýna kúnstir sínar eða ganga á
vatni. Frekari upplýsingar um við-
burðinn má sjá á kastalar.is.
Taylors Tivoli verður á sínum stað
dagana 1.- 4. september á Duusgötu
með tæki sem henta fólki á öllum
aldri. Á fimmtudeginum verða tækin
opin frá 16:00 til 23:00, á föstudeg-
inum frá 16:00 til 23:00 og á laugar-
deginum og sunnudeginum milli
13:00 og 23:00. Miðasala verður
opin á miðvikudeginum 31. ágúst
milli 10 og 12 þar sem hægt verður
að kaupa miða á afslætti.
Sýningin Ofurhetjur fara sínar eigin
leiðir verður í Bókasafni Reykjanes-
bæjar fimmtudaginn 1. september
klukkan 17:00 og er aðgangur
ókeypis. Á sýningunni verða ofur-
hetjur í brennidepli og verður hægt
að skoða muni, bækur og blöð sem
tengjast ofurhetjuheiminum. Þá eru
gestir hvattir til þess að mæta í ofur-
hetjubúningum.
Fjörsund Fjörheima verður í Vatna-
veröld fimmtudaginn 1. september
milli klukkan 17:00 og 19:00. Þrauta-
brautin verður blásin upp, allskyns
keppnir verða og DJ á staðnum. Við-
burðurinn er fyrir börn í 5.-7. bekk
(börn fædd 2010, 2011 og 2012).
Ávaxtakarfan slær alltaf í gegn hjá
yngstu kynslóðinni. Þær Gedda
gulrót og Rauða eplið munu vera í
Hljómahöll laugardaginn 3. sept-
ember milli klukkan 10:30 og 11:15
og segja frá ævintýrum Ávaxta-
körfunnar ásamt því að syngja og
skemmta gestum.
Hestateyming verður í boði fyrir
alla krakka á túninu fyrir aftan
Svarta- pakkhúsið á laugardaginn
frá klukkan 14:30 til 17:00.
Dorgveiðikeppni fyrir börn 12 ára og
yngri verður haldin fimmtudaginn
1. september klukkan 17:00 til 18:30
á bryggjunni við Keflavíkurhöfn.
Verðlaun verða veitt fyrir þyngsta,
furðulegasta og minnsta fiskinn.
Börn mæta með sín eigin veiðarfæri
og eru á ábyrgð forráðamanna sinna.
Blaðrarinn mun mæta í bröns á
Hótel Keflavík á laugardeginum 3.
september klukkan 12:00 og búa til
skemmtileg blöðrudýr fyrir gesti og
gangandi.
Sirkus Ananas mun leika listir sínar
á Keflavíkurtúni, við Gömlu búð og
Duus Safnahús, laugardaginn 3. sept-
ember frá klukkan 16:00 til 16:30.
BMX brós verða með sýningu fyrir
gesti og gangandi við Ægisgötu,
laugardaginn 3. september klukkan
16:30. Einnig gefst öllum tækifæri
til að taka þátt og sýna listir sínar á
þrautabrautinni þeirra á sínum eigin
hjólum.
Veltibíllinn verður við Hafnargötu
12, laugardaginn 3. september milli
klukkan 14:30 og 17:00.
Andlitsmálning verður í boði í
portinu á milli Svarta Pakkhússins
og Fishershúss milli klukkan 14:30
og 16:30 laugardaginn 3. september.
Lalli töframaður kemur fram á Götu-
partýssviði við Tjarnargötu laugar-
daginn 3. september klukkan 14:30.
Húllafjör verður á Keflavíkurtúni við
Gömlu búð og Duus hús á laugardeg-
inum 3. september frá klukkan 14:30
til 16:30. Húlladúllan sýnir listir sínar
og býður öllum húllurum sem vilja
prófa að húlla.
Eldlistir verða sýndar við Svarta
Pakkhúsið á laugardeginum 3. sept-
ember klukkan 21:00. Húlladúllan
sýnir listir sínar og stendur sýningin
yfir í hálftíma.
Ljósanæturball fyrir 8.- 10. bekk
verður miðvikudaginn 31. ágúst í
Hljómahöll. Fram koma DJ Rikki G,
Inspector Spacetime og Aron Can.
Ballið er á vegum Fjörheima félags-
miðstöðvar, frekari upplýsingar má
nálgast á miðlum félagsmiðstöðvar-
innar.
Kjötsúpa verður í boði fyrir alla
við götupartýsviðið eða á mótum
Hafnargötu og Tjarnargötu á föstu-
deginum 2. september milli 18:00 og
20:00. Ljúffeng kjötsúpa fyrir alla
fjölskylduna í boði Skólamatar.
Húllahringjagerð er skemmtileg
smiðja þar sem þátttakendur eignast
og skreyta sinn eigin húllahring
undir handleiðslu Húlladúllunnar.
Smiðjan fer fram sunnudaginn 4.
september klukkan 14:00 á efri
hæð Reykjaneshallar og er efnis-
kostnaður 2500 krónur.
Fimleikafjör í Íþróttaakademíunni
verður í boði fyrir hressa krakka á
sunnudeginum 4. september. Um er
að ræða opið hús og kostar aðgangur
1000 kr. fyrir hvert barn. Þau börn
sem eru fædd 2015 og fyrr eru vel-
komin milli klukkan 13:00 og 14:00
og börn fædd 2016 og síðar milli
klukkan 14:30 og 15:30.
Nánari upplýsingar um hvern við-
burð má finna á heimasíðu Ljósa-
nætur: www.ljosanott.is
S AMVERA E R B E S T A F ORVÖRN I N !
SAMTAKA
H Ó P U R I N N
Söfnum góðum fjölskylduminningum,
höfum gaman saman á Ljósanótt.
Verum samferða heim.
Thelma Hrund Hermannsdóttir
thelma@vf.is
Eitthvað fyrir alla á Ljósanótt
vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 31