Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2022, Qupperneq 31

Víkurfréttir - 31.08.2022, Qupperneq 31
Fjölbreytt barna- og fjölskyldudagskrá er í boði á Ljósanótt í ár. Ofurhetjur, ávextir og eldlistir eru meðal annars á dagskrá fyrir börn og ungmenni bæjarins. Hér að neðan má finna allar helstu upplýsingar um viðburði fyrir fjölskylduna á Ljósanótt. Hæfileikakeppni Ljósanætur er nýr viðburður haldinn af Reykjanesbæ fyrir börn í 3.–10. bekk í grunn- skólum bæjarins. Forkeppni fer fram dagana 30. og 31. ágúst í Frumleik- húsinu, hluti þátttakenda fer svo áfram í úrslit sem fara fram á Tjarn- argötusviðinu föstudaginn 2. sept- ember. Keppnin verður skemmtileg skemmtun fyrir bæjarbúa og eru allir hvattir að mæta og styðja hæfi- leikaríka þátttakendur. Sigurvegari keppninnar fær tækifæri til að flytja atriðið sitt á stóra sviði Ljósanætur á laugardeginum 3. september. Vatnaboltar og teygjuhopp frá Kast- alar verða í boði við DUUS safnahús dagana 1.- 3. september fyrir þá sem vilja sýna kúnstir sínar eða ganga á vatni. Frekari upplýsingar um við- burðinn má sjá á kastalar.is. Taylors Tivoli verður á sínum stað dagana 1.- 4. september á Duusgötu með tæki sem henta fólki á öllum aldri. Á fimmtudeginum verða tækin opin frá 16:00 til 23:00, á föstudeg- inum frá 16:00 til 23:00 og á laugar- deginum og sunnudeginum milli 13:00 og 23:00. Miðasala verður opin á miðvikudeginum 31. ágúst milli 10 og 12 þar sem hægt verður að kaupa miða á afslætti. Sýningin Ofurhetjur fara sínar eigin leiðir verður í Bókasafni Reykjanes- bæjar fimmtudaginn 1. september klukkan 17:00 og er aðgangur ókeypis. Á sýningunni verða ofur- hetjur í brennidepli og verður hægt að skoða muni, bækur og blöð sem tengjast ofurhetjuheiminum. Þá eru gestir hvattir til þess að mæta í ofur- hetjubúningum. Fjörsund Fjörheima verður í Vatna- veröld fimmtudaginn 1. september milli klukkan 17:00 og 19:00. Þrauta- brautin verður blásin upp, allskyns keppnir verða og DJ á staðnum. Við- burðurinn er fyrir börn í 5.-7. bekk (börn fædd 2010, 2011 og 2012). Ávaxtakarfan slær alltaf í gegn hjá yngstu kynslóðinni. Þær Gedda gulrót og Rauða eplið munu vera í Hljómahöll laugardaginn 3. sept- ember milli klukkan 10:30 og 11:15 og segja frá ævintýrum Ávaxta- körfunnar ásamt því að syngja og skemmta gestum. Hestateyming verður í boði fyrir alla krakka á túninu fyrir aftan Svarta- pakkhúsið á laugardaginn frá klukkan 14:30 til 17:00. Dorgveiðikeppni fyrir börn 12 ára og yngri verður haldin fimmtudaginn 1. september klukkan 17:00 til 18:30 á bryggjunni við Keflavíkurhöfn. Verðlaun verða veitt fyrir þyngsta, furðulegasta og minnsta fiskinn. Börn mæta með sín eigin veiðarfæri og eru á ábyrgð forráðamanna sinna. Blaðrarinn mun mæta í bröns á Hótel Keflavík á laugardeginum 3. september klukkan 12:00 og búa til skemmtileg blöðrudýr fyrir gesti og gangandi. Sirkus Ananas mun leika listir sínar á Keflavíkurtúni, við Gömlu búð og Duus Safnahús, laugardaginn 3. sept- ember frá klukkan 16:00 til 16:30. BMX brós verða með sýningu fyrir gesti og gangandi við Ægisgötu, laugardaginn 3. september klukkan 16:30. Einnig gefst öllum tækifæri til að taka þátt og sýna listir sínar á þrautabrautinni þeirra á sínum eigin hjólum. Veltibíllinn verður við Hafnargötu 12, laugardaginn 3. september milli klukkan 14:30 og 17:00. Andlitsmálning verður í boði í portinu á milli Svarta Pakkhússins og Fishershúss milli klukkan 14:30 og 16:30 laugardaginn 3. september. Lalli töframaður kemur fram á Götu- partýssviði við Tjarnargötu laugar- daginn 3. september klukkan 14:30. Húllafjör verður á Keflavíkurtúni við Gömlu búð og Duus hús á laugardeg- inum 3. september frá klukkan 14:30 til 16:30. Húlladúllan sýnir listir sínar og býður öllum húllurum sem vilja prófa að húlla. Eldlistir verða sýndar við Svarta Pakkhúsið á laugardeginum 3. sept- ember klukkan 21:00. Húlladúllan sýnir listir sínar og stendur sýningin yfir í hálftíma. Ljósanæturball fyrir 8.- 10. bekk verður miðvikudaginn 31. ágúst í Hljómahöll. Fram koma DJ Rikki G, Inspector Spacetime og Aron Can. Ballið er á vegum Fjörheima félags- miðstöðvar, frekari upplýsingar má nálgast á miðlum félagsmiðstöðvar- innar. Kjötsúpa verður í boði fyrir alla við götupartýsviðið eða á mótum Hafnargötu og Tjarnargötu á föstu- deginum 2. september milli 18:00 og 20:00. Ljúffeng kjötsúpa fyrir alla fjölskylduna í boði Skólamatar. Húllahringjagerð er skemmtileg smiðja þar sem þátttakendur eignast og skreyta sinn eigin húllahring undir handleiðslu Húlladúllunnar. Smiðjan fer fram sunnudaginn 4. september klukkan 14:00 á efri hæð Reykjaneshallar og er efnis- kostnaður 2500 krónur. Fimleikafjör í Íþróttaakademíunni verður í boði fyrir hressa krakka á sunnudeginum 4. september. Um er að ræða opið hús og kostar aðgangur 1000 kr. fyrir hvert barn. Þau börn sem eru fædd 2015 og fyrr eru vel- komin milli klukkan 13:00 og 14:00 og börn fædd 2016 og síðar milli klukkan 14:30 og 15:30. Nánari upplýsingar um hvern við- burð má finna á heimasíðu Ljósa- nætur: www.ljosanott.is S AMVERA E R B E S T A F ORVÖRN I N ! SAMTAKA H Ó P U R I N N Söfnum góðum fjölskylduminningum, höfum gaman saman á Ljósanótt. Verum samferða heim. Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is Eitthvað fyrir alla á Ljósanótt vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.