Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 6
Nýtt fiskveiðiár gengur í garð Þá er fiskveiðiárið 2021-2022 lokið og framundan nýtt fiskveiðiár. Reyndar er nú ekki aukning á þorskkvóta sem er frekar furðuleg ákvörðun því það virðist vera þorskur um allan sjó og það hefur sést mjög vel á undanförnum vetr- arvertíðum. Annars þegar þessi pistill er skrifaður þá eru ekki loka- tölur komnar inn fyrir ágúst, enn það sem komið er ber þess merki að veiði bátanna frá Suðurnesjunum hafi verið nokkuð góð. Hjá dragnótabátunum var Sigur- fari GK með 144 tonn í 10 róðrum og mest 31 tonn. Siggi Bjarna GK 141 tonn í 13 og mest 35 tonn. Ísey EA 99 tonn í 11 og mest 20 tonn og Benni Sæm GK 72 tonn í 10 og mest 11 tonn. Aðalbjörg RE var með 26 tonn í 4 og mest 10 tonn. Allir bát- arnir lönduðu í Sandgerði og Aðal- björg RE hóf veiðar seinnipartinn í ágúst, því að báturinn var í slipp í Njarðvík. Núna er enginn minni bátur að róa á línu frá Suðurnesjunum því þeir eru flestir farnir í burtu. Hóp- snes GK er á Siglufirði og var með 19 tonn í 5 róðrum. Geirfugl GK með 30 tonn í 9 og líka á Siglufirði, enn hann er bilaður á Siglufirði. Daðey GK er á Skagaströnd og með 36 tonn í 6 róðrum. Margrét GK á Neskaupstað og með 84 tonn í 13. Dúddi Gísla GK á Skagaströnd og með 30 tonn í 9. Stóru línubátarnir hófu veiðar um miðjan ágúst og reyndar voru ekki komnir með margar landanir þegar þetta er skrifað. Valdimar GK með 37 tonn í 1, á Djúpavogi. Fjölnir GK 54 tonn í 1. Sighvatur GK 81 tonn í 1 báðir að landa í heima- höfn sinni, Grindavík. Í ágúst kom nokkuð óvænt að makríll fannst í smá veiðanlegu magni og voru alls 9 bátar sem voru á makríl veiðum. Allir að landa í Keflavík nema Júlli Páls SH sem var í Ólafsvík. Alls var landað 117 tonnum af makríl og af því voru 103 tonnum landað í Keflavík. Tjúlla GK sem var fyrsti báturinn sem hóf veiðarnar var aflahæstur með 32 tonn í 11 róðrum, Svala Dís KE kom þar á eftir með rúm 19 tonn í 10 róðrum. Eftir að strandveiðunum lauk í júlí þá fjölgaði nokkuð handfærabát- unum sem fóru að eltast við ufsann og flestir voru að landa í Sandgerði, en ufsaveiðin núna í sumar á hand- færin hefur verið mjög góð og ljóst Lítum á nokkra færabáta. Arnar ÁR með 12 tonn í 5 róðrum og mest 4,2 tonn. Snorri GK 11 tonn í 4 róðrum og mest 3,2 tonn. Dímon GK 6.5 tonn í 4 róðrum. Björn Krist- jánsson SH 6 tonn í 3 róðrum. Tjúlla GK 5 tonn í 2 róðrum. Guðrún GK 98 22 tonn í aðeins 6 róðrum og mest 6 tonn. Von GK 13 tonn í 5 róðrum. Sindri GK 10 tonn í 4 róðrum. Garpur RE 8 tonn í 5 rórðum, Addi Afi GK 22,2 tonn í 5 og mest 7,3 tonn. Margrét SU 15 tonn í 5 róðrum, Sara ÍS 12 tonn í 4, Allur þessi floti var að landa í Sandgerði. Netaveiðarnar gengu nokkuð vel og voru fjórir bátar á netum í ágúst, Maron GK var í þorskinum og með 60 tonn í 21 róðrum og Halldór Afi GK 42 tonn í 18 róðrum báðir að veiðum í Faxaflóa og lönduðu í Keflavík/Njarðvík. Erling KE og Grímsnes GK voru báðir að eltast við ufsann og voru báðir að landa í Grindavík og Þorlákshöfn. Reyndar þegar að þessi pistill var skrifaður var Erling KE kominn í Sandgerði og hafði þá lagt netin á slóðina beint útaf Sandgerði, Grímsnes GK kom til Njarðvíkur og er myndin sem fylgir með tekin af honum frá Vatnsnesi. Aflinn er svo til sá sami hjá báðum bátunum. Grímsnes GK með 156 tonn í 11 og Erling KE 155 tonn í 10 róðrum. aFlaFrÉttir á suðurNEsJuM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLU Á OPNUNARDEGI Huppa opnar 2. september á Hafnargötu 6 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.