Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 52

Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 52
Íris Björk Davíðsdóttir er fimmtán ára fimleikamær sem kemur frá Njarðvík. Hún stefnir að því að læra arkitektúr í framtíðinni og hún er ákveðin í að ná markmiðum sínum og gera allt vel sem hún tekur sér fyrir hendur. Hvað gerir þú utan skóla? „Ég fer á fimleikaæfingar fimm sinnum í viku. Ég hitti líka vinahópinn minn og við finnum okkur alltaf eitthvað skemmtilegt að gera. Síðan þjálfa ég fimleika líka.“ Hvert er skemmtilegasta fagið? „Ég myndi segja stærðfræði, því ég er mjög góð í henni og ég hef líka mjög mikinn áhuga á henni.“ Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? „Freysteinn er líklegastur til að verða frægur vegna þess hann gæti náð langt í fótbolta.“ Skemmtilegasta saga úr skólanum: „Skemmtilegasta sagan ur skólanum er örugglega þegar ég og vinkona mín keyptum okkur vatnsbyssu í frítímanum okkar og ákváðum að sprauta á vini okkar í matartím- anum. Það endaði reyndar ekkert svakalega vel því vinur minn sprautaði óvart á kenn- arann okkar og endaði hjá stjórnanda.“ Hver er fyndnastur í skólanum? „Ég get ekki valið eina manneskju þannig ég myndi segja Heimir og Hildigunnur. Ég er alltaf í hláturskasti í kringum þau tvö.“ Hvert er uppáhaldslagið þitt? „Mitt uppáhaldslag er WAIT FOR U með Future (feat. Drake & Temes).“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Minn uppáhaldsmatur er Sushi.“ Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? „Mín uppáhaldsmynd er og hefur alltaf verið Regína, alveg síðan ég var krakki.“ Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? „Þessi spurning er mjög erfið en ég myndi líklega taka með mér risastóra vatnsflösku, sveðju og kveikjara.“ Hver er þinn helsti kostur? „Minn helsti kostur er að ég er mjög ákveðin með allt sem ég ætla mér að gera og geri það mjög vel.“ Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? „Ég myndi velja það að geta flogið.“ Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? „Mér finnst heiðarleiki það besta við fólk.“ Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? „Ég er að stefna á að læra arkitektúr.“ Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? „Ákveðin.“ Jökull Eyfjörð Ingvarsson er fimmtán ára og er nemandi á viðskipta- og hag- fræðibraut við Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Hann segir stefnuna fyrir fram- tíðina vera óskýra, eins og er ætlar hann að setja körfuboltaæfingar í fyrsta sætið en hann vonast til þess að verða annað hvort atvinnumaður í körfubolta eða leikari í framtíðinni. Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? „Líklega af því að þetta er heimabærinn minn og ég þekki marga.“ Hvers saknar þú mest við grunnskóla? „Einmitt núna sem busi fatta ég hversu þakklátur ég var fyrir Skólamat, það kostar alveg að borða í hádeginu ef þú tekur ekki með þér nesti.“ Hver er helsti kosturinn við FS? „Örugglega fólkið, fólkið í þessum skóla er svo skemmtilegt og það er eiginlega aldrei leiðinlegt í tíma.“ Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? „Ég var nú bara að koma í skólann en ég veit að félagslífið er eitt það besta á landinu.“ Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? „Ég þekki nú Kiddababy, hann er frægur en það myndi örugglega vera Kristó vinur minn, hann er einn besti „barber“ á landinu.“ Hver er fyndnastur í skólanum? „Það er eiginlega jafntefli á milli Mána Fifa (moonshine) eða Alla beikon þeir tveir fá mig alltaf til að deyja úr hlátri.“ Hvað hræðist þú mest? „Það sem ég hræðist mest í heiminum er örugglega dauðinn sjálfur, kannski frekar leiðinlegt svar en ég vil ekki deyja.“ Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? „Heitt einmitt núna væri örugglega New Balance skór, ég get sagt að ég er að hoppa á þá lest en skítkaldur hlutur hlýtur að vera „skinny jeans“.“ Hvert er uppáhaldslagið þitt? „Vá, ekkert eðlilega erfið spurning. Uppá- haldslagið mitt væri annað hvort Time með Pink Floyd eða Afgan með Bubba Morthens.“ Hver er þinn helsti kostur? „Minn helsti kostur er jákvæðni, ég reyni alltaf að vera jákvæður eða fyndinn, koma fólki í gott skap og hætta fýlunni.“ Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? „Það er örugglega TikTok og snappið, ég er samt mikill Clash of Clans-gæi og er mikið í því.“ Hver er stefnan fyrir framtíðina? „Stefnan einmitt núna er svolítið óskýr en ég er með körfuboltann og á meðan ég finn út úr því hvað ég vil verða þá verður körfu- boltinn í fyrsta sæti.“ Hver er þinn stærsti draumur? „Minn stærsti draumur er að verða atvinnu- maður í körfubolta eða leikari, bæði hefur alltaf heillað mig.“ Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? „Þetta kemur ekki frá mér sjálfum en ég er mjög sammála því að ég sé mikill „gormur“ því ég er einhvern veginn alltaf hoppandi og í stuði.“ Alltaf hoppandi og í stuði FS-ingur vikunnar: Nafn: Jökull Eyfjörð Ingvarsson Aldur: 15 ára Námsbraut: Viðskipta- og hagfræðibraut Áhugamál: Körfubolti og tónlist Ákveðin fimleikamær Ungmenni vikunnar: Nafn: Íris Björk Davíðsdóttir Aldur: 15 ára Skóli: Njarðvíkurskóli Bekkur: 10. bekkur Áhugamál: Fimleikar Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS 52 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.