Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 60

Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 60
Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, flugfreyja og varabæjarfulltrúi í Reykjanesæ hefur verið á fleygiferð í allt sumar. Hún veiddi sinn fyrsta lax, fór hringinn í kringum landið og einnig í sólina á Spáni. Hvernig varðir þú fyrsta sumar- fríinu án Covid-takmarkana? „Þetta sumar er búið að vera hreint út sagt æðislegt, fyrir utan veðrið kannski. Ég reyni að stunda eins mikla útivist og get, áhugamálin eru að verða dálítið mörg. Við byrjuðum sumarið á að fara til Marbella, áttum þar æðislega daga í stórum fjöl- skylduhóp. Krakkarnir voru í fríi í júlí og þá fórum við hringinn í kringum landið í hjólhýsi, gaman að geta skapað minningar fyrir krakkana úti á landi í íslenskri náttúru. Ég fór einnig í mína fyrstu veiði í sumar og ég held að veiðidellan sé strax búin að ná mér, það var æðislega gaman. Hvað stóð upp úr? „Veiðiferðin er klárlega með því skemmtilegasta sem ég gerði í sumar. Náði að veiða Maríu-laxinn. Laxinn var 62 cm. og ég sleppti því að bíta veiðiuggann af og fór frekar í sleik við hann og skálaði í kampa- víni. Ég útskrifaðist einnig sem yfir- flugfreyja hjá Icelandair og það var virkilega gaman að gegna nýrri stöðu í vinnunni núna yfir sumartímann. Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Við byrjuðum sumarið á að lappa upp á pallinn. Við keyptum okkur matarborð og stóla til að hafa úti og ég sá fyrir mér að við myndum borða úti í hádeginu og kvöldin. Það sem kom mér síðan „skemmtilega“ á óvart er að það hefur aldrei verið sest við borðið, né grillað í sumar.“ Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Ég held að uppáhaldsstaðurinn minn heim að sækja sé heimilið mitt. Við eigum það til að vera svo upp- tekin og á farandsfæti að það er alltaf best að koma heim.“ Hvað ætlar þú að gera í vetur? „Ég ætla halda áfram að vera dugleg í útivist og reyna að fara oftar á skíði en í fyrra. Ég er búin að vera á svigskíðum lengi en er ný byrjuð á fjallaskíðum og búin að prófa göngu- skíðin. Við ætlum að fara í allavega eina skíðaferð erlendis og svo er bara að vona að við fáum góðan vetur hér á íslandi og nóg af snjó.“ Hvernig finnst þér Ljósanótt? „Það er alltaf ákveðin sjarmi yfir Ljósanótt finnst mér, þó við virð- umst vera í áskrift að rigningu og roki fyrstu helgina í september. Þetta hefur verið stór viðburður hér í bænum í mörg ár, við verðum að passa að halda honum á lofti með jafn miklum ef ekki meiri metnaði en áður. Ég elska að labba í bænum, það eru allir eitthvað svo glaðir á Ljósanótt.“ Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt? „Það er hefð að labba Hafnargötuna þegar búðirnar eru með afslætti og sjoppa aðeins með hvítvínsglas í hönd. Síðan ætla ég að fara á heima- tónleikana á föstudeginum, en mér finnst það búið að vera toppurinn á Ljósanótt síðustu ár. Það er einnig nýr viðburður hér i hverfinu okkar sem heitir „í Holtunum heima“ en það er gaman að sjá metnaðinn í því að halda uppi stemningu þessa helgi. Á laugardeginum er planið að fara með krakkana í bæinn og skoða barnadagskránna og kíkja á sýningar.“ Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt? „Ætli það hafi ekki verið 2011 þegar ég dró vinkonur mínar úr Reykjavík á Ljósanótt í von um að hitta einn sjúklega sætan strák úr Keflavík sem ég var ný byrjuð að tala við sem reynist nú vera maðurinn minn í dag.“ Maríulaxinn og háloftin Gígja, Ásgeir Elvar, maður hennar, og börnin, Dagbjört og Vilhjálmur. Á fjallaskíðum að sumri. Útivistarkonan hjólaði upp að gosi og veiddi Maríulaxinn í sumar. Páll Ketilsson pket@vf.is 60 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.