Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS TJÓNASKOÐUN BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR BÍLRÚÐUSKIPTI/VIÐGERÐIR INNSTILLING Á ÖRYGGISBÚNAÐI MYNDAVÉL OG FJARLÆGÐARRADAR Bolafæti 3 – Njarðvík Sími 421 4117 bilbot@simnet.is Rak vélarvana upp í Bergið Björgunarsveitarfólk úr Björg- unarsveitinni Suðurnes í Reykja- nesbæ var komið að makrílveiði- báti sem rekið hafði upp í Bergið við Keflavík aðeins átta mínútum eftir að útkall barst sl. föstudags- morgun. Einn maður var á bátnum sem rak upp og sakaði hann ekki. Björgunaraðgerðir gengu vel að sögn Haraldar Haraldssonar, for- manns Björgunarsveitarinnar Suðurnes, og var báturinn dreginn til hafnar í Keflavíkurhöfn. Þaðan var hann svo dreginn til Njarðvíkur þar sem hann fór í slipp hjá Skipa- smíðastöð Njarðvíkur með laskað stýri og brotinn. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá skipstjóra lítils fiskibáts sem sendi út neyðarkall laust eftir klukkan níu á föstudags- morgun. Báturinn var þá vélarvana rétt utan við Keflavík og var við það að reka upp í bergið í norður af smá- bátahöfninni í Reykjanesbæ. Einn var um borð. Þyrlusveit Landhelgis- gæslunnar var þegar í stað kölluð út á mesta forgangi en áhöfn þyrlunnar var að undirbúa æfingarflug og gat brugðist skjótt við og hélt þegar af stað á vettvang. Sjóbjörgunarsveitir á Suður- nesjum, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, voru jafnframt kall- aðar út sem og lögregla. Skipstjóri báts sem var staddur í nágrenninu var einnig beðinn um að halda á staðinn. Klukkan 9:30, einungis rúmum tuttugu mínútum eftir að neyðarkallið barst, voru björgunar- sveitir komnar með bátinn í tog. Á meðan var þyrla Landhelgisgæsl- unnar í viðbragðsstöðu á vettvangi ef á þyrfti að halda. Björgunarsveitin Suðurnes hélt með bátinn í togi til Keflavíkurhafnar en viðbragð allra sem að málinu komu var snöggt og fumlaust. Enginn leki virðist hafa komið að bátnum þrátt fyrir að hann hafi nuddast utan í bergið. Vélarvana skemmtibát rak að landi austur af Vogum Mikill viðbúnaður var hjá sjóbjörg- unarsveitum á suðvesturhorninu í síðustu viku þegar tilkynning barst um vélarvana skemmtibát sem rak að landi rétt austan Atlagerðist- anga við Voga á Vatnsleysuströnd. Áhöfnin á bátnum hafði rekið mót- orinn niður og varð báturinn vélar- vana um 300-400 metra frá landi. Um hálftíma eftir að útkallið barst rak bátinn að landi, fólkið komst að sjálfsdáðum í land og engin slasaðist. Björgunarsveitarfólk á björgun- arbát frá Reykjanesbæ kom á vett- vang stuttu síðar og dró bátinn til hafnar í Vogum og aðrir björgunar- bátar sem mættir voru á vettvang fylgu bátnum til öryggis. Þrátt fyrir nokkuð rok og öldugang gengu að- gerðir vel. Samtals tóku um 40 björgunar- sveitarmenn þátt í aðgerðinni á bátum frá Sandgerði, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. Myndina tók Jökull Þráinsson frá HSSK. Bókun meirihluta fræðsluráðs vegna stöðu leikskólaplássa í Reykjanesbæ Í Reykjanesbæ hefur fjölgun íbúa verið mjög mikil undanfarin ár. Í því samhengi má nefna að síðustu 12 mánuði hefur fjölgunin verið 7,7% en slík fjölgun telst mikil á einu ári. Íbúar Reykjanesbæjar voru í júlí 2022 orðnir 21.420 talsins. Alls eru 1478 börn á aldr- inum 0-5 ára í bænum okkar en fjölgun barna á þessu aldursbili hefur verið mjög hröð. Árgangurinn 2020 er til að mynda stærsti ár- gangur sveitarfélagsins sem farið hefur í leikskóla. Í Reykjanesbæ eru alls 11 leik- skólar og hafa öll tæplega 300 börnin fædd árið 2020 fengið pláss í leikskóla. Ljóst er að börn fædd 2021 bíða því eftir lausu plássi sem losna alla jafna ekki fyrr en elsti árgangurinn fer í skóla, en við höfum alla jafna ekki náð að taka inn börn undir tveggja ára vegna fjölda barna. Reykjanesbær vex sem aldrei fyrr og verðum við að horfa í breyttar aðstæður. Foreldrar sem til okkar flytja þurfa dagvistun- arúrræði og við sem sveitarfélag á öflugu atvinnusvæði verðum að svara því kalli. Fjölgun íbúa er vissulega áskorun en að sama skapi tækifæri. Fyrirhugað er að þrír nýir leik- skólar opni í Reykjanesbæ á næstu árum: Leikskóli í Dalshverfi 3, leik- skóli í Hlíðarhverfi auk þess sem að leikskólinn í Stapahverfi klárast. Skipulagsvinna við alla leikskólana er hafin en komin mislangt á veg. Þar til að þessar byggingar verða tilbúnar er ljóst að grípa þarf til annarra úrræða til að brúa bilið. Aðgerðaráætlun því tengd er hafin þar sem kannað er mögu- leika til fjölgunar dagvistunarúr- ræða auk mögulegrar stækkunar við núverandi leikskóla. Meirihluti fræðsluráðs vil árétta að málefnið er í hæsta forgangi og leitað verður allra leiða til að komast til móts við foreldra í samfélaginu okkar. Um leið og við höfum frekari svör til kynningar munu þau verða birt og reynt að hraða ferlinu eins faglega og hægt er í hag barnanna í Reykja- nesbæ. Guðný Birna Guðmundsdóttir, Sighvatur Jónsson, Halldór Rósmundur Guðjónsson og Harpa Sævarsdóttir. Algerlega óraun- hæf stefna „Vandi Reykjanes- bæjar í vistunarúr- ræðum barna er stór og mikill. Nú í haust er yfir 140 barna aukning í leikskólum bæjarins á milli ára og fyrirsjáanlegt að næsti árgangur er stærri en sá ár- gangur sem gengur upp í grunnskóla á næsta ári. Stefna meirihlutans í aldursviðmiði upp á 12-18 mánaða börn er algerlega óraunhæf og ekki sjáanlegt að svo verði á þessu kjör- tímabili,“ segir í bókun frá Margréti Þórarinsdóttur, bæjarfulltrúa Um- bótar, á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Þá segir í bókuninni: „Allir leik- skólar bæjarins eru komnir að þol- mörkum og búið er að hagræða og endurskipuleggja til að koma sem flestum börnum að í vistun. Yfir- lýsingar um ungbarnadeildir á leik- skólum hafa letjandi áhrif á aðsókn í dagforeldrastarfið. Reykjanesbær þarf að gefa út skýra stefnu í þessum málum þannig að það sé fyrirsjáan- legt atvinnuöryggi dagforeldra. Dagforeldrar eru nú einn af mikilvægustu hlekkjunum í þeim úrræðum sem í boði gætu verið til að finna lausn á þessu vanda- máli. Það er nokkuð ljóst að fara þarf í bráðaaðgerðir og mætti þar huga að frekari stuðning við dag- foreldra. Telur Umbót að það væri hraðvirkasta leiðin til lausnar á vist- unarvanda ungra barna. Horfa má til þeirra gæsluvalla sem allir eru nú komnir úr notkun og koma þar fyrir bráðabirgðahúsnæði fyrir verðandi dagforeldra sem geta ekki boðið upp á gæslu í heimahúsi. Stækka þarf strax þá leikskóla sem eru með hús- næði í boði. Leita þarf allra lausna sem mögulegar eru til að koma til móts við þessa stóru áskorun.“ Frá vettvangi björgunarinnar undir Berginu nærri smábátahöfninni í Gróf. Mynd: Haraldur Haraldsson. Báturinn dreginn til hafnar í Keflavíkurhöfn. VF-mynd: Hilmar Bragi Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Thelma Hrund Hermannsdóttir og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is 2 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.