Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2022, Page 2

Víkurfréttir - 31.08.2022, Page 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS TJÓNASKOÐUN BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR BÍLRÚÐUSKIPTI/VIÐGERÐIR INNSTILLING Á ÖRYGGISBÚNAÐI MYNDAVÉL OG FJARLÆGÐARRADAR Bolafæti 3 – Njarðvík Sími 421 4117 bilbot@simnet.is Rak vélarvana upp í Bergið Björgunarsveitarfólk úr Björg- unarsveitinni Suðurnes í Reykja- nesbæ var komið að makrílveiði- báti sem rekið hafði upp í Bergið við Keflavík aðeins átta mínútum eftir að útkall barst sl. föstudags- morgun. Einn maður var á bátnum sem rak upp og sakaði hann ekki. Björgunaraðgerðir gengu vel að sögn Haraldar Haraldssonar, for- manns Björgunarsveitarinnar Suðurnes, og var báturinn dreginn til hafnar í Keflavíkurhöfn. Þaðan var hann svo dreginn til Njarðvíkur þar sem hann fór í slipp hjá Skipa- smíðastöð Njarðvíkur með laskað stýri og brotinn. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá skipstjóra lítils fiskibáts sem sendi út neyðarkall laust eftir klukkan níu á föstudags- morgun. Báturinn var þá vélarvana rétt utan við Keflavík og var við það að reka upp í bergið í norður af smá- bátahöfninni í Reykjanesbæ. Einn var um borð. Þyrlusveit Landhelgis- gæslunnar var þegar í stað kölluð út á mesta forgangi en áhöfn þyrlunnar var að undirbúa æfingarflug og gat brugðist skjótt við og hélt þegar af stað á vettvang. Sjóbjörgunarsveitir á Suður- nesjum, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, voru jafnframt kall- aðar út sem og lögregla. Skipstjóri báts sem var staddur í nágrenninu var einnig beðinn um að halda á staðinn. Klukkan 9:30, einungis rúmum tuttugu mínútum eftir að neyðarkallið barst, voru björgunar- sveitir komnar með bátinn í tog. Á meðan var þyrla Landhelgisgæsl- unnar í viðbragðsstöðu á vettvangi ef á þyrfti að halda. Björgunarsveitin Suðurnes hélt með bátinn í togi til Keflavíkurhafnar en viðbragð allra sem að málinu komu var snöggt og fumlaust. Enginn leki virðist hafa komið að bátnum þrátt fyrir að hann hafi nuddast utan í bergið. Vélarvana skemmtibát rak að landi austur af Vogum Mikill viðbúnaður var hjá sjóbjörg- unarsveitum á suðvesturhorninu í síðustu viku þegar tilkynning barst um vélarvana skemmtibát sem rak að landi rétt austan Atlagerðist- anga við Voga á Vatnsleysuströnd. Áhöfnin á bátnum hafði rekið mót- orinn niður og varð báturinn vélar- vana um 300-400 metra frá landi. Um hálftíma eftir að útkallið barst rak bátinn að landi, fólkið komst að sjálfsdáðum í land og engin slasaðist. Björgunarsveitarfólk á björgun- arbát frá Reykjanesbæ kom á vett- vang stuttu síðar og dró bátinn til hafnar í Vogum og aðrir björgunar- bátar sem mættir voru á vettvang fylgu bátnum til öryggis. Þrátt fyrir nokkuð rok og öldugang gengu að- gerðir vel. Samtals tóku um 40 björgunar- sveitarmenn þátt í aðgerðinni á bátum frá Sandgerði, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. Myndina tók Jökull Þráinsson frá HSSK. Bókun meirihluta fræðsluráðs vegna stöðu leikskólaplássa í Reykjanesbæ Í Reykjanesbæ hefur fjölgun íbúa verið mjög mikil undanfarin ár. Í því samhengi má nefna að síðustu 12 mánuði hefur fjölgunin verið 7,7% en slík fjölgun telst mikil á einu ári. Íbúar Reykjanesbæjar voru í júlí 2022 orðnir 21.420 talsins. Alls eru 1478 börn á aldr- inum 0-5 ára í bænum okkar en fjölgun barna á þessu aldursbili hefur verið mjög hröð. Árgangurinn 2020 er til að mynda stærsti ár- gangur sveitarfélagsins sem farið hefur í leikskóla. Í Reykjanesbæ eru alls 11 leik- skólar og hafa öll tæplega 300 börnin fædd árið 2020 fengið pláss í leikskóla. Ljóst er að börn fædd 2021 bíða því eftir lausu plássi sem losna alla jafna ekki fyrr en elsti árgangurinn fer í skóla, en við höfum alla jafna ekki náð að taka inn börn undir tveggja ára vegna fjölda barna. Reykjanesbær vex sem aldrei fyrr og verðum við að horfa í breyttar aðstæður. Foreldrar sem til okkar flytja þurfa dagvistun- arúrræði og við sem sveitarfélag á öflugu atvinnusvæði verðum að svara því kalli. Fjölgun íbúa er vissulega áskorun en að sama skapi tækifæri. Fyrirhugað er að þrír nýir leik- skólar opni í Reykjanesbæ á næstu árum: Leikskóli í Dalshverfi 3, leik- skóli í Hlíðarhverfi auk þess sem að leikskólinn í Stapahverfi klárast. Skipulagsvinna við alla leikskólana er hafin en komin mislangt á veg. Þar til að þessar byggingar verða tilbúnar er ljóst að grípa þarf til annarra úrræða til að brúa bilið. Aðgerðaráætlun því tengd er hafin þar sem kannað er mögu- leika til fjölgunar dagvistunarúr- ræða auk mögulegrar stækkunar við núverandi leikskóla. Meirihluti fræðsluráðs vil árétta að málefnið er í hæsta forgangi og leitað verður allra leiða til að komast til móts við foreldra í samfélaginu okkar. Um leið og við höfum frekari svör til kynningar munu þau verða birt og reynt að hraða ferlinu eins faglega og hægt er í hag barnanna í Reykja- nesbæ. Guðný Birna Guðmundsdóttir, Sighvatur Jónsson, Halldór Rósmundur Guðjónsson og Harpa Sævarsdóttir. Algerlega óraun- hæf stefna „Vandi Reykjanes- bæjar í vistunarúr- ræðum barna er stór og mikill. Nú í haust er yfir 140 barna aukning í leikskólum bæjarins á milli ára og fyrirsjáanlegt að næsti árgangur er stærri en sá ár- gangur sem gengur upp í grunnskóla á næsta ári. Stefna meirihlutans í aldursviðmiði upp á 12-18 mánaða börn er algerlega óraunhæf og ekki sjáanlegt að svo verði á þessu kjör- tímabili,“ segir í bókun frá Margréti Þórarinsdóttur, bæjarfulltrúa Um- bótar, á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Þá segir í bókuninni: „Allir leik- skólar bæjarins eru komnir að þol- mörkum og búið er að hagræða og endurskipuleggja til að koma sem flestum börnum að í vistun. Yfir- lýsingar um ungbarnadeildir á leik- skólum hafa letjandi áhrif á aðsókn í dagforeldrastarfið. Reykjanesbær þarf að gefa út skýra stefnu í þessum málum þannig að það sé fyrirsjáan- legt atvinnuöryggi dagforeldra. Dagforeldrar eru nú einn af mikilvægustu hlekkjunum í þeim úrræðum sem í boði gætu verið til að finna lausn á þessu vanda- máli. Það er nokkuð ljóst að fara þarf í bráðaaðgerðir og mætti þar huga að frekari stuðning við dag- foreldra. Telur Umbót að það væri hraðvirkasta leiðin til lausnar á vist- unarvanda ungra barna. Horfa má til þeirra gæsluvalla sem allir eru nú komnir úr notkun og koma þar fyrir bráðabirgðahúsnæði fyrir verðandi dagforeldra sem geta ekki boðið upp á gæslu í heimahúsi. Stækka þarf strax þá leikskóla sem eru með hús- næði í boði. Leita þarf allra lausna sem mögulegar eru til að koma til móts við þessa stóru áskorun.“ Frá vettvangi björgunarinnar undir Berginu nærri smábátahöfninni í Gróf. Mynd: Haraldur Haraldsson. Báturinn dreginn til hafnar í Keflavíkurhöfn. VF-mynd: Hilmar Bragi Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Thelma Hrund Hermannsdóttir og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is 2 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.