Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 49
í hristingnum, því slóðarnir til fjalla
eiga það nú flestir sameiginlegt að
vera ekki rennisléttir.
Bæði skemmtilegt að
keyra og vera farþegi
Íris keypti sér fjórhjól fyrir fjórum
árum síðan og lét þar gamlan draum
rætast. Í dag er hún á þriðja hjólinu
á þessum tíma. Karitas er nýlega
búin að kaupa sér buggybíl en eigin-
maður hennar hefur verið fjórhjóla-
maður. Þau hjónin skiptast því á að
keyra bílinn og Karitas segir bæði
skemmtilegt að keyra og vera far-
þegi. Þú upplifir náttúruna öðruvísi
sem farþegi, því við aksturinn eru
augun föst á leiðinni sem ekin er
og á þeim sem er fyrir framan þig í
röðinni.
Melrakkar vekja athygli þar sem
þeir eru á ferð. Þar sem er stoppað
koma ferðamenn oft að til að for-
vitnast um ferðalagið. Sama á við
um heimamenn. Þannig komu örugg-
lega flestir þorpsbúar á Þórshöfn til
að skoða hjólin og buggybílana þegar
hópurinn stoppaði í kvöldmat þar
eftir að hafa náð áfanganum horn
í horn. Fólk sé forvitið um þennan
ferðamáta og þá vekur athygli að
nær öll tækin eru frá sama fram-
leiðanda, Can Am.
Adrenalín og ánægja
Það getur fylgt því mikil líkamleg
áreynsla að fara um á þessum
tækjum en það fylgir þessu mikið
adrenalín og ánægja. Þó svo fólk
komi dauðuppgefið úr fjórhjólaferð,
þá sé alltaf spenningur að komast í
næsta ferðalag. Framundan er fjöl-
skylduferð í september og svo í fram-
haldinu verða lögð drög að vetrar-
ferðum, því félagsskapurinn starfar
allt árið. Það eru Melrakkar sem hafa
meiri áhuga á sumarferðalögum, á
meðan aðrir Melrakkar eru frekar
fyrir vetrarferðir og að keyra í snjó.
Fleiri
myndir
á vf.is
Melrakkar komnir að Fonti á Langanesi. Ljósmyndir: Karitas Sara G Haesler
vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 49