Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 54
Eyþór Jónsson og Svanur Þór Mikaelsson fóru af stað með rekstur
á Sula Guesthouse í október á síðasta ári, þá aðeins átján og
tuttugu og eins árs. Nú, ári seinna, leigja þeir út fimm bústaði
skammt frá Laugarvatni og hafa einnig opnað fyrir útleigu á
tveimur íbúðum á Akureyri undir nafninu Sula Apartments. Þeir
Eyþór og Svanur hafa þekkst frá unga aldri og má segja að segja
að Sula sé afsprengi vináttu þeirra. „Við erum alveg búnir að
þekkjast síðan ég var tíu ára eða eitthvað svoleiðis, við æfðum
Taekwondo saman í mörg ár með Keflavík og landsliðinu, svo
sneri ég mér annað og Eyþór líka. Við héldum alltaf sambandi
sem þróaðist svo í nánari vináttu þegar ég var um átján ára og
erum búnir að vera óaðskiljanlegir síðan þá. Upphafið á Sula er
vináttan okkar, má segja,“ segir Svanur.
Aðspurðir hvort reksturinn sé búinn
að hafa áhrif á vinskap þeirra segir
Eyþór: „Þetta tekur alveg á, ég held
við séum báðir svolítið þrjóskir og
því hefur alveg komið eitthvað upp
á.“ Svanur tekur undir með honum
og bætir við: „Við erum samt ótrú-
lega seigir að aðskilja viðskipti og
vináttu. Ég held við séum alveg á
góðri leið með að „mastera það“.
Þegar við vorum að byrja voru ein-
mitt allir að spyrja okkur hvort við
tímdum þessu því það er alltaf hætta
á að eyðileggja vinskapinn – og við
pældum alveg í því en ákváðum að
taka sénsinn. Það eru náttúrlega
miklir fjármunir bundnir við við-
skiptahliðina á þessu en við höldum
samt fastar í vináttuna.“
„Þetta hlýtur að reddast“
Eyþór og Svanur eru með ólíkan
bakgrunn. Eyþór hefur mikinn áhuga
á auglýsingagerð og markaðssetn-
ingu og rekur meðal annars auglýs-
ingastofuna Alpha Agency. Svanur
er hins vegar menntaður húsa-
smiður og hefur áhuga á viðskiptum.
Hugmyndin að Sula kviknaði þegar
Svanur sá auglýsta bústaði til sölu
og taldi hann ólíkan bakgrunn
þeirra vina vera góð undirstaða fyrir
rekstur í ferðamannaiðnaðinum.
„Ég hugsaði mér mér að við gætum
verið gott teymi því Eyþór er með
tölvu- og tæknihliðina en ég er húsa-
smiður og með ágætis viðskiptavit.
Þegar við skoðuðum bústaðina þá
var einhver rödd innra með mér sem
sagði „þetta hlýtur að reddast“,“ segir
Svanur og Eyþór tekur undir með
honum.
Þeir félagar hófu reksturinn í
október 2021 með útleigu á fjórum
bústöðum skammt frá Laugarvatni,
fljótlega bættist fimmti við og fyrr
á þessu ári opnuðu þeir svo útleigu
á tveimur íbúðum á Akureyri. „Ég
datt inn á einhverja auglýsingu og
það var akkúrat kominn tími til að
stækka við okkur og gera meira,“
segir Svanur aðspurður hvers
vegna þeir bættu við sig íbúðum á
Akureyri. Íbúðirnar eru staðsettar á
Eyrinni og eru með svokallaða „New
York loft stemmningu“ að sögn Ey-
þórs og Svans. „Hugmyndin hjá þeim
sem byggðu þetta var í raun svona
„ski resort“, íbúðirnar eru staðsettar
á Eyrinni en það eru aðeins fimm
mínútur upp í fjall,“ segir Svanur.
En hvernig hefur gengið hingað til?
„Bilað vel,“ segir Eyþór. „Við erum
náttúrlega ennþá að læra en það er
bara eitthvað sem gerist í ferlinu,“
bætir hann við. „Þetta er svo nýtt
fyrir okkur, þetta er ekki einu sinni
orðið eins árs. Það er samt gaman
að sjá hlutföllin á íslenskum og er-
Thelma Hrund Hermannsdóttir
thelma@vf.is
Það er samt
gaman að sjá
hlutföll in á íslenskum
og erlendum
ferðamönnum hjá
okkur. Í bústöðunum
eru 95–99% af
bókunum stí laðar á
erlenda ferðamenn
en svo aftur á móti
er Akureyri eins og
l it la Tenerife fyrir
Íslendinginn og mun
meira um bókanir
frá þeim þar . . .
Thelma Hrund Hermannsdóttir
thelma@vf.is
Vinskapur var
upphafið á
viðskiptahugmynd
Eyþór og Svanur leigja út fimm bústaði skammt frá Laugarvatni.
Vinirnir Eyþór og Svanur við einn af bústöðunum.
54 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM