Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 45

Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 45
taka upp fyrir Keflavík TV. Ég mæti á alla körfuboltaleiki, alla fótbolta- leiki, er að taka upp, tromma eða bara horfa á.“ Ertu á lyfjum við tourette eða ertu farinn að stjórna þessu betur? „Ég er á lyfjum og svo reyni ég líka að passa mataræðið líka. Það kemur fyrir að ég fæ mér sætindi en það hefur mikil áhrif. Fólk man alveg eftir mér hoppandi í hringi, þetta eykst og minnkar. Eins og staðan er núna þá er þetta bara fínt, ég er farinn að ráða miklu betur við þetta.“ Ættleiddur frá Indlandi Magnús Orri var ættleiddur frá Kal- kútta á Indlandi þegar hann var um sex mánaða gamall og hann segist ekki getað hafa verið heppnari með fjölskyldu. „Ég hef verið að reyna að komast að uppruna mínum en það hefur ekki tekist enn. Það er eitthvað nafn skrifað á blað sem við fáum þegar barnið er ættleitt en svo getur alltaf verið að það sé falsað. Þú veist, mamman sem fæddi mig vill kannski ekki að ég finni hana. Það er ekki vitað, við höfum ekki farið lengra með það. Það er gríðarleg fátækt þarna og staða kvenna oft og tíðum ekki góð – ég er kannski bara einn af þessum heppnu og ég á yndislega foreldra sem hugsa vel um mig.“ Magnús hefur nóg fyrir stafni en auk þess að sinna áhugamálum og vinnu hefur hann stofnað sitt eigið fyrirtæki, MOA Produc- tion. „Ég er mikið að gera aug- lýsingar fyrir alls konar fyrir- tæki svo það er nauðsynlegt að hafa fyrirtæki í kringum það. Það er nóg að gera, ég er ein- mitt að fara að gera auglýsingu fyrir hann Issa fish & chips. Ég er með mjög öfluga tölvu heima þar sem ég vinna allt þetta efni. Svo keppti ég á síðustu Special Olympics í fimleikum. Ég ætla ekki að keppa næst en það gæti verið að ég fari með sem fjölmiðlamaður. Þá fyrir hönd Special Olympics á Íslandi og mun taka upp innslög og pósta á Instagram og Facebook og svoleiðs, auglýsa leikana aðeins.“ Elskar flugelda Aðspurður hvort hann eigi fleiri áhugamál segir Magnús að hann elski að fara á flugeldasýningar. „Ég elska flugeldasýningar og reyni á fara á eins margar og ég get. Frá því að ég byrjaði í Björgunar- sveitinni Ægi fyrir átta árum síðan þá hef ég elskað flugelda. Ljósanótt, Sandgerðisdagar, Jökulsárlón – ég fer út um allt. Ég missi ekki af neinni flugeldasýningu, var á Akureyri um versló.“ Magnús sem er 21 árs kom út úr skápnum sem samkynhneigður á síðasta ári, við spurðum hann hvort það það hafi verið eitthvað sem var búið að velkjast fyrir honum lengi. Var það erfitt skref að taka, að koma út úr skápnum? „Nei, kannski pínu. Það voru margir farnir að spyrja mig út í þetta svo ég ákvað bara að pósta status á Fa- cebook og leyfa öllum að sjá. Þessi status hefur vakið mesta athygli síðan ég fékk Facebook.“ Þannig að þú vissi þetta alveg, hafðir bara ekkert verið að aug- lýsa það. „Já, ég vissi það alveg. Ég hafði bara ekki haft neina þörf fyrir að skil- greina mig fram að því.“ Og hefurðu mætt góðum skilningi? „Já, bara miklum skilningi og fengið mörg skilaboð frá góðu fólki. Ég hef ekki upplifað neitt slæmt í sambandi við mína kynhneigð en ég er alltaf viðbúinn því að það komi upp eitt- hvað slíkt, þá þarf maður bara að tækla það eins og allir aðrir. Ég er mjög duglegur á mínum samskipta- miðlum að vekja athygli og útskýra hvað er tourette, hvað er einhverfa – skrifa langa statusa þar sem ég skýri hvernig það er svo fólk átti sig á hvað ég er að glíma við andlega og hvað aðrir geta verið að glíma við það sama og ég. Þú veist, hvað er svona erfitt við að koma út úr skápnum? Hvernig er að vera með einhverfu eða tourette? Ég skrifa bara út frá mínu hjarta og fæ alltaf góð viðbrögð. Það er alltaf gott að vera hreinskilinn,“ segir Magnús Orri sem hefur alltaf nóg fyrir stafni og fellur ekki verk úr hendi – enda hefur hann gaman af lífinu og lifir því svo sannarlega lifandi. Svona virkar þjónustan: Samtalsmeðferð með lyfjafræðingi sem saman- stendur af tveimur viðtölum í sérútbúnu viðtals- rými. Viðtölin taka u.þ.b. 15 mínútur þar sem farið er yfir eftirfarandi atriði: : góðar venjur í lyfjameðferð : helstu atriði tengd meðferðinni þinni : tæknileg atriði tengd lyfjunum þínum og þeim vanda- málum sem gætu komið upp í lyfjameðferð Lyfjastoð samanstendur af tveimur viðtalstímum með lyfjafræðingi. Viðtölin fara fram á fyrstu vikunum eftir að þú hefur nýja lyfjameðferð. Lyfjastoð á sérstaklega við þig ef þú hefur nýlega hafið meðferð með: : Blóðþrýstingslyfjum : Blóðþynningarlyfjum/segavarnarlyfjum : Blóðfitulækkandi lyfjum Fáðu svar við spurningunum sem þú hefur um nýju lyfin þín Pantaðu viðtalstíma á lyfjastod@reykjanesapotek.is eða í síma 421-3393 Reykjanesapótek, Hólagötu 15, 260 Reykjanesbær Sími: 421-3393 - lyfjastod@reykjanesapotek.is Lyfjastoð Reykjanesapótek Ný lyfjameðferð Hvað þarft þú að vita um lyfin þín? Lyfið sjálft Hvers vegna og hversu lengi á ég að taka lyfið? Hversu langan tíma má ég gera ráð fyrir að taki lyfið að byrja að virka? Tæknileg atriði Er erfitt að taka lyfið? Skiptir einhverju máli hvenær ég tek lyfið? Hvað geri ég ef ég gleymi að taka lyfið? Óvenjulegar aðstæður Hverjar eru þekktar aukaverkanir lyfsins og er eitthvað sem ég get gert? Er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga, eins og tengt mat, fæðubótarefnum eða öðrum lyfjum? Lyfjastoð er fyrir þig ef þú ert að hefja nýja lyfjameðferð Björgunarsveitarmaðurinn Magnús Orri elskar flugeldasýningar. vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.