Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 12
Einnig birt á www.naudungarsolur.is Uppboð mun byrja á Vatnsnes- vegi 33, 230 Reykjanesbæ, þann 8. september nk., kl. 12:15, á eftirfarandi ökutækjum sem hér segir: AYN95 AYP13 GOK78 GZY19 LGF34 NED77 RXF36 SNG31 ZLM08 Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 29. ágúst 2022 uPPbOð Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi skipi verður háð á skrifstofu sýslumanns, Vatnsnesvegi 33, Keflavík, sem hér segir: SARA, KE, Keflavík, (FISKISKIP), fnr. 1618, þingl. eig. Brimaldan ehf., gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Austurlandi og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 6. sept- ember nk. kl. 09:00. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hátún 1, Keflavík, fnr. 208-8331, þingl. eig. Jakub Polkowski, gerðar- beiðendur HS Veitur hf., Sýslu- maðurinn á Norðurlandi vestra og Reykjanesbær, þriðjudaginn 6. september nk. kl. 09:20. Fífumói 1A, Njarðvík, 50% ehl. gþ., fnr. 209-3132, þingl. eig. Birgitta Rut Fox Helgadóttir, gerðarbeið- andi Greiðslumiðlun ehf., þriðju- daginn 6. september nk. kl. 10:00. Seljudalur 26A, Njarðvík, fnr. 231-2556, þingl. eig. Arnar Már Jónsson, gerðarbeiðendur Elvar Hallgrímsson og Húsnæðissjóður, þriðjudaginn 6. september nk. kl. 10:20. Skógarbraut 919, Ásbrú, fnr. 230- 8453, þingl. eig. Þórhallur Guð- mundsson, gerðarbeiðandi Sýslu- maðurinn á Norðurlandi vestra, þriðjudaginn 6. september nk. kl. 10:40. Gerðavegur 14C, Garði, 3,924% ehl. gþ., fnr. 233-2952, þingl. eig. Jóhannes Ingi Sigurðsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra, þriðjudaginn 6. september nk. kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 29. ágúst 2022 uPPbOð Reykjanesbær hefur um árabil verið með samning um móttöku einstakl- inga í leit að alþjóðlegri vernd. Þessu höfum við sinnt af kostgæfni og alúð enda samfélagslega mikilvægt verk- efni. Við höfum leitast við að tryggja dreifða búsetu í sveitarfélaginu og reynt eftir bestu getu að hlúa að að- lögun fólks á flótta í samfélaginu. Reykjavík og Hafnarfjörður eru einnig með slíkan samning en fleiri sveitarfélög hafa ekki verið tilbúin að taka á móti einstaklingum í leit að vernd. Auk þessa verkefnis hefur Reykja- nesbær ásamt Akureyri, Árborg, Hafnarfirði og Reykjavík tekið við stórum hóp flóttafólks í gegnum samræmda móttöku flóttafólks. Að okkar mati erum við að sinna okkar samfélagslegu skyldum og það viljum við gera almennilega. Þrátt fyrir það hefur Útlendingastofnun (sem fór með málaflokkinn þar til nýlega) og nú Vinnumálastofnun ýtt sterklega á sveitarfélagið á að taka við fleiri einstaklingum og stækka samninginn. Þessu höfum við ítrekað neitað undanfarin ár með eftirfarandi rökum: Við erum þegar að sinna um- ræddu verkefni og erum með samn- inga sem teljast vera stórir fyrir tæp- lega 22.000 manna sveitarfélag. Með auknum fjölda flóttafólks þykir okkur eðlilegt að aukið fjár- magn fylgi einnig til styrktar grunn- stoðum og innviðum sem eru komin að þolmörkum líkt og til Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja, fyrir sálfræði- þjónustu, til ráðningar á starfsfólki í leik- og grunnskóla, í löggæslu og sjúkraflutninga. Slíkt hefur ekki fylgt en reynslan sýnir að slík þjónusta er grundvöllur þess að vel takist. Ekki er talið ásættanlegt að ríkis- stofnun hafi á leigu húsnæði í einu og sama hverfinu þar sem mörg hundruð einstaklingar eru búsettir sem ekki eru í þjónustu sveitar- félagsins heldur er þjónustan á vegum ríkisins. Þar sem fjármagn til grunnstoða samfélagsins fylgir ekki skiljum við ekki af hverju umræddar ríkis- stofnanir hafa, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um annað, komið sér upp leiguhúsnæði sem rúmar á fimmta hundrað einstaklinga á flótta í Ásbrúarhverfi umfram þá um 270 sem sveitarfélagið þjónustar. Það er algjörlega ótækt að samráð ríkis og sveitarfélags sé ekki betra og að ekki séu tekin til greina málefnaleg rök sem borist hafa frá Reykjanesbæ. Lykillinn að áframhaldandi far- sælu starfi í þessum málaflokki felst í vönduðum og vel ígrunduðum vinnubrögðum öllum til heilla. Þessi vinnubrögð eru algerlega forkast- anleg og benda ekki til mikils sam- starfsvilja né virðingar gagnvart íbúum og ekki síst þeim sem hingað leita skjóls. Í okkar huga er aðeins ein lausn í málinu sem við höfum rætt marg- sinnis áður. Hún er að reglugerð verði lögð fram um að sveitarfélög á stórhöfuðborgarsvæðinu taki við ákveðnum fjölda einstaklinga miðað við íbúafjölda hvers þeirra. Ljóst er að þetta gengur ekki lengur með nú- verandi skipulagi. Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og Velferðarráð Reykjanesbæjar. Samband Útlendingastofnunar og Vinnumálastofnunar við Reykjanesbæ Breytingar mikilvægar svo allir sitji við sama borð Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir til- lögu að breytingu og innlausn á bú- seturétti/hlutdeildaríbúðum í félags- legu leiguhúsnæði aldraðra á síðasta fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar. Velferðarráð vísaði málinu til bæj- arráðs. Ráðið telur þessar breytingar mjög mikilvægar til þess að allir sitji við sama borð hvað úthlutun á hús- næði aldraðra varðar. Einnig eru líkur á að breytingarnar muni stuðla að því að minnka biðlista eftir hús- næði og væri það til mikils vinnandi. Sérfræðiþekking starfsfólks nýtist betur – og ekki þarf að kaupa dýr úrræði Álagsmæling starfsfólks barna- verndar Reykjanesbæjar var fram- kvæmd var í júlí 2022. Niðurstöður úr þeirri mælingu voru kynntar á fundi barnaverndar Reykjanesbæjar á dögunum. „Í ljósi þess að fjárhagsáætlunar- gerð er í vinnslu ítrekar barnavernd- arnefnd mikilvægi þess að fjöldi stöðugilda í barnavernd Reykjanes- bæjar haldi sér áfram. Loksins hefur náðst sá árangur að álag starfsfólks í barnavernd er orðið ásættanlegt. Þetta skilar sér m.a. í lægri kostnaði vegna úrræða þar sem sérfræði- þekking starfsfólks nýtist betur og ekki þarf að kaupa dýr úrræði, auk þess sem yfirvinna hefur minnkað umtalsvert. Með viðeigandi mönnun er hægt að tryggja að uppfylltur sé sá lagalegi rammi sem barnavernd er settur og viðhalda gæðum þjón- ustunnar,“ segir í afgreiðslu barna- verndar Reykjanesbæjar. Reiknistuðlar fast- eignamats lækkaðir „Eins og öllum er kunnugt að þá hefur fasteignamat á fasteignum í Reykjanesbæ hækkað verulega á síðustu árum sem hefur haft bein áhrif á fasteignaskatt sveitar- félagsins. Reykjanesbær hefur á undanförnum árum mildað áhrif þessara hækkana verulega og lækkað reiknistuðla um tugi pró- senta,“ segir í bókun sem bæjarráð Reykjanesbæjar lagði fram á dög- unum. Einnig segir í bókuninni: „Nú er ljóst að fasteignamat A-stofns íbúð- arhúsnæðis í Reykjanesbæ mun hækka um 26,5% og fasteignamat C-stofns atvinnuhúsnæðis 13,4% um næstu áramót. Þessar hækk- anir koma til vegna verðhækkana við sölu fasteigna í Reykjanesbæ á síðasta ári og fjölgun eigna. Bæjarráð leggur því til að áfram verði reiknistuðlar lækkaðir, bæði á fyrirtæki og einstaklinga og áhrif hækkunar fasteignamats milduð. Lagt er til að hækkun fasteigna- skatts verði í takt við verðbólgu- þróun ársins. Hlutfallið í A stofni fer úr 0,3 í 0,25 og í C stofni úr 1,50 í 1,45. Brúttóálagning á árinu 2023 verða því 2.135 milljónir króna.“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefur óskað eftir því að umhverfis- og skipulagsráð bæjarins taki til skoð- unar hvort breyta megi ákvæðum skipulags á Hafnargötunni þannig að skemmtistöðum sé gert að loka fyrr á kvöldin/næturnar en núverandi skipulag gerir ráð fyrir. Ástæðan eru stöðugar kvartanir frá íbúum og hóteleiganda á Hafn- argötunni um almennt ónæði og ósóma ásamt hávaða langt fram á nótt. Hafinn er undirbúningur deili- skipulags neðri hluta Hafnargötu sem áætlað er að komi til afgreiðslu á vormánuðum. Þar verður þetta málaefni auk annarra skoðuð, segir í afgreiðslu ráðsins. Stöðugar kvartanir frá íbúum og hóteleiganda á Hafnargötunni um almennt ónæði og ósóma Hafðu það extra gott á LJÓSANÓTT OPIÐ 24/7 Hafnargötu 51 Reykjanesbæ 12 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.