Víkurfréttir - 31.08.2022, Blaðsíða 24
„Ég byrjaði nú eiginlega bara með tvær hendur og þurfti að nurla fyrir fyrstu hjólbörunum en þetta
hefur vaxið og dafnað á hverju ári eftir að við fengum fyrsta stóra verkefnið í Grindavík fyrir sjö
árum síðan,“ segir Hjalti Már Brynjarsson skrúðgarðyrkjufræðingur og stofnandi fyrirtækisins Grjót-
garðar ehf. Það gerðist snemma árs 2012 eftir að Hjalti útskrifaðist úr Garðyrkjuskóla Íslands.
Hjalti og Geirný Geirsdóttir, eigin-
kona hans fögnuðu áratugs afmæli
fyrirtækisins fyrr á þessu ári en það
er stofnað í marsmánuði. Það var
ekki hentugt að fagna síðasta vetur
þegar heimsfaraldur var enn að
trufla mannlífið en afmælisveislu var
slegið upp í sumar. „Já, við buðum
starfsfólki okkar og helstu sam-
starfsaðilum og héldum upp á tíma-
mótin. Það var gaman. Þetta hefur
gengið glimrandi vel, sérstaklega
eftir 2015. Þá varð ákveðinn vendi-
punktur í rekstrinum. Þetta var
eiginlega bara sumarfyrirtæki fyrstu
2-3 árin, við vorum ekki nema þrír
starfsmenn yfir veturinn en eftir að
við fengum stórt verkefni við nýtt
íþróttamannvirki í Grindavík fóru
hjólin að snúast,“ segir Hjalti þegar
hann settist niður með fréttamanni
Víkurfrétta í húsnæði Grjótgarða við
Fitjabraut 4 í Njarðvík.
Heppinn með starfsfólk
Hjalti vann í tólf ár hjá Jóni Olsen
í Nesprýði og lærði þar góðan grunn
en menntaði sig svo í skrúðgarðyrkju
fræðum. „Við byrjuðum í upphafi í
garðvinnu og lóðafrágangi en því
til viðbótar í dag sinnum við einnig
almennri jarðvinnu, slætti og snjó-
mokstri,“ segir Hjalti.
Það þarf meira en hjólbörur í
þessi verkefni og í dag er fyrirtækið
mjög vel tækjum og tólum búið.
„Og ótrúlega góðu starfsfólki. Við
höfum verið mjög heppin og margir
karlarnir hafa verið lengi hjá okkur,
nokkrir alveg frá upphafi,“ segir
Hjalti en flestir eru þeir „uppaldir“ í
Grjótgörðum en nokkrir hafa farið í
nám og í dag eru tveir nemar í vinnu
hjá fyrirtækinu.
En hverjir eru helstu viðskipta-
vinirnir?
„Við erum með nokkra mjög stóra
viðskiptavini eins og sveitarfélögin,
Bláa lónið, HS Orku og Isavia en
vinnum einnig fyrir minni aðila og
einstaklinga.“
Starfsmenn hafa verið að jafnaði
þrjátíu og fimm hjá Grjótgörðum
undan farin ár en það er eitt nokk-
urra Suðurnesjafyrirtækja sem er
með rammasamning við Isavia sem
snýr að verkefnum við flugstöðina
en þar er gríðarleg uppbygging í
gangi.
Stapaskólalóðin meistaraverk
Þegar Hjalti er spurður út í sér-
stök verkefni sem hann hefur tekið
að sér nefnir hann skólalóðina við
Stapaskóla í Innri Njarðvík. „Þessi
framkvæmd var ótrúlega skemmti-
legt og líklega er þetta ein flottasta
skólalóð landsins. Algjört meistara-
verk segi ég og frábært verkefni.
Lóðin var teiknuð upp og við klár-
uðum hana, fengum góða undir-
verktaka með okkur og þetta gekk
vel. Við leggjum mjög mikla áherslu á
að skila verkum okkar vel frá okkur.
Viljum vanda okkur og gera vel. Þú
ert alltaf dæmdur af þínum verkum
og það hefur verið kappsmál hjá
okkur.“
En hvað með þróun í þessum
málum, hefur lóðafrágangur og
tengd vinna ekki breyst eitthvað
á svæðinu?
„Þróunin er sú að nú vilja allir
klára umhverfið hjá sér, t.d. inn-
keyrslur og lóðir. Þetta er reyndar
svolítið staðbundið við Suður-
nesin. Hér vill fólk ekki hafa malar-
plan hjá sér en það er ekki sama
uppi á teningnum í mörgum öðrum
sveitarfélögum eins og t.d. á Sel-
fossi og Akranesi. Þú sérð ekki nýjar
malar innkeyrslur við hús á Suður-
nesjum. Við viljum helst hafa tjörn
og gosbrunn,“ segir Hjalti og hlær en
viðurkennir að þróunin sé jákvæð
og tengist líka mörgum góðum bygg-
ingaverktökum á Suðurnesjum sem
hafa metnað í þessum málum. Hjalti
nefnir aðilar sem Grjótgarðar hafa
unnið með eins og Sparra, Hugverk-
taka og Bygg en Grjótgarðar sáu um
garðvinnu og frágang í Hlíðahverfi í
Reykjanesbæ. „Við höfum líka verið
í miklu og góðu samstarfi við fleiri
góða aðila eins og Ellert Skúlason,“
segir Hjalti.
Samfélagsleg ábyrgð
Hjalti segir að hann hafi alla tíð
viljað sinna samfélagslegri ábyrgð í
rekstri fyrirtækisins. „Já, við höfum
Grjótgarðar efh. hafa vaxið og stækkað
mikið á tíu árum en fyrirtækið fagnaði
áratugs afmæli á árinu.
„Já, ég er
gallharður
Njarðvíkingur.
Við erum komnir
upp um deild og
stefnum hátt. Það
var gaman þegar
við unnum Keflavík
í bikarkeppninni í
sumar“Hjónin Hjalti Már Brynjarsson
og Geirný Geirsdóttir á
skristofu Grjótgarða.
Þurfti að nurla fyrir fyrstu hjólbörunum
24 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM