Rökkur - 01.10.1922, Qupperneq 4

Rökkur - 01.10.1922, Qupperneq 4
Silfurhærur Erindi flutt 21. júní 1922 í Lundum (Lundar), Manitoba. Erindi þetta var flutt í þorpinu Lundum (Lundar), Manitoba, fyrir meira en fjórum áratugum. Lesendur eru beðnir að hafa í huga, að það var samið og flutt fyrir 44 árum og er hér birt óbreytt. Mér þótti þó fara vel á, að geta hér ættar móður minnar, og hef sett um hana neðanmálsgrein. — Fjölskyldumyndin, sem birtist hér með greininni er eldri en sú, sem birt er í bók Hannesar Péturssonar, og var mér hún lánuð til þess að taka eftir henni, eftir að bók Hannesar kom út. Þessi mynd mun vera tekin 1906. Tildrög erindis þessa voru þau, að Sigurður Júlíus Jóhannesson læknir og skáld kom heim til mín í Winnipeg, og sagði umsvifalaust, er hann hafði heilsað mér og tyllt sér: „Ert þú ekki fyrirlesari góður?“ Ég lét lítið yfir því, enda aldrei flutt neinn fyrirlestur, en tekið hafði ég til máls á málfundum í Hvanneyrarskóla, og flutt ræðu á þjóðhátíð í Argylebyggð rétt áður eða 17. júní, og því ekki með öllu óvanur ræðu- flutningi, en mér fannst af litlu að státa, og færðist heldur undan, en Sigurður stakk upp á því, að ég færi norður í byggðir, þar sem hann hafði verið læknir, og flytti þar erindi. „Semdu erindi um föður þinn,“ sagði hann, „því verður vel tekið. Það eru margir þar, sem fóru að heiman með ljóðmælin hans í koffortinu sínu, og mörg fallegustu ljóðin hans eru enn sungin þar, af ungum og gömlum.“ Ég lét til leiðast. Samkomuhúsið var hvorki stórt né skrautlegt, og mér er minnisstætt, að það gustaði dálítið inn í það utan af sléttunni, því að ekki voru allar rúður heilar í gluggum, en þarna var hvert sæti skipað á hörðum trébekkjunum, af öldnum og ungum, og það talaði sínu máli um það hvern hug menn báru til föður míns, að áður en ég flutti erindið, og eins er því var lokið, söng kór nokkur ljóða hans, en það var Brynjólfur Þorláksson fyrrverandi organisti við dómkirkjuna í Reykjavík, sem æft hafði kórinn, en Brynjólfur dvaldist þá þarna norður frá, en í hópi söngmanna var annar Reykvíkingur, sem ég þekkti vel, 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.