Rökkur - 01.10.1922, Síða 5
Guðmundur Stefánsson múrari og glímukappi, bróðir Sigvalda tónskálds
og Eggerts söngvara, en Guðmundur hafði bassarödd góða. Báða þessa
menn hafði ég séð nær daglega í uppvexti mínum í miðbænum. Og síðast
en ekki sízt er þess að geta, að Sigurður læknir flutti þarna stutta ræðu og
minntist föður míns af innilegri virðingu og hlýleik — og mikilli mælsku
—, — ekki aðeins sem aðdáandi ljóða hans og þýðinga, heldur og sem
skólapiltur úr latínuskólanum, sem minnist síns gamla kennara.
Axel Thorsteinson
Háttvirta samkoma!
Fyrir allmörgum vikum, eða skömmu eftir að ég kom til Winni-
pegborgar, leit ég íslending, íslenzkan öldung, og það var á þann
hátt, tildrögin voru þannig, að atvik þetta verður mér ógleyman-
legt alla æfi. Og af því nafn þessa stutta fyrirlesturs á að nokkru
rót sína að rekja til þessa atviks, langar mig til þess að skýra frá
því nokkru ger. Um það leyti hafði ég verið liðug fjögur ár að
heiman, liðug fjögur ár voru síðan ég kom til þessarar álfu heims.
Og það mun ekki fjarri sanni að segja, að um það leyti er ég kom
til Winnipegborgar, hafi ég vart heyrt íslenzka tungu talaða eða
Islending augum litið í þrjú ár samfleytt. Mér hafði oft fundizt,
í þessi ár, að ég væri einmana, að sál mín væri ein. Ég hafði oft
saknað íslenzks vinar, þráð íslenzkan málvin, er lagt gæti læknis-
hönd á stærstu, opnustu sár hjartans, þráð samvist við íslenzka sál,
þó ekki væri nema um stund, eða þó ekki væri nema vita af ná-
lægð íslenzkrar sálar, sann-íslenzkrar. Ósk mín, oftlega upp borin
á andvökunóttum, rættist. En það varð með dálítið öðrum hætti,
en ég hafði búizt við. Ég fór á fund, sem Þjóðræknisdeildin „Frón“
lét halda í Winnipegborg. Ég fór þangað einn, ókunnugur öllum.
Ég þekkti engan og ég fann til þess, að ég þekkti engan og að ég
var einn. Mér fannst í fyrstu, að ég hefði aldrei nokkurn tíma verið
eins hræðilega einn eins og einmitt þá, innan um alla þessa íslend-
inga. Þangað til ég leit — silfurhærurnar. Öldungurinn, prúðmenn-
ið, tónskáldið Sveinbjörn Sveinbjörnsson, stóð upp. Hann lék þar
lagið sitt fagra og fræga við lofsöng síra Matthíasar, „Ó, guð vors
lands.“ En það var á þeirri stund, er hann stóð upp og ég sá silfur-
hærurnar hans, að mér fannst eins og sál íslands hefði kysst sál
5
L