Rökkur - 01.10.1922, Side 17
Faðir minn var ern fram á síðasta dag. Ég sá lítinn mun á hon-
urn síðustu tíu ár lífs hans, þó að hárið væri að smáhvítna. Og hann
var eins vel vakandi andlega síðustu ár æfi sinnar og tíu árum
áður. Eitthvert síðasta, kannske síðasta, bréf hans, var skrifað til
mín, og er nú í Landsbókasafninu. Ég var þá norður í Þingeyjar-
sýslu. Hann drap þar á ýmislegt, sem á döfinni var, á þingi og
víðar. Og það vildi svo einkennilega til, að mér barst bréf þetta
um sama leyti og andlátsfregn hans. Ég sló með sláttuvél þetta sum-
ar — ég er búfræðingur að nafninu til — hjá þeim Laxamýrar-
bræðrum, bræðrum Jóhanns heitins skálds. En þessa vikuna sló ég
á Hraunkotsengjunum. Ég man mér leið illa þann dag. Þykkni
var í lofti seinni hluta þess dags. Það var eins og skýjaþykknið væri
að færast nær manni úr öllum áttum. Og þá er heim í Hraunkot,
heim í bæ var komið, kom Egill á Mýri sjálfur og sagði mér tíðindin.
Tíðindin um andlát föður míns, sem frænka mín syðra hafði símað
til hans. Og Egill söðlaði hest sinn og vildi mér segja sjálfur, áður
en ég heyrði á skotspæni. Ég get þessa hér, af því unglingurinn hefir
eklti enn og mun aldrei gleyma nærgætni Egils, gleyma stuttri stund
í Hraunkotsstofunni, meðan regnið dundi á glugganum, og reið
okkar heim að Mýri, þó að hvorugur mælti orð. Hann hafði hugsun
á því hann Egill, að koma með hest handa mér. Það datt í mig að
fara heim. En ég vildi ekki láta hana móður mína vita um það. Mér
fannst, að hún hefði nógu þunga sorg að bera, þó að það bættist ekki
við, að vita af mér einum á ferð á ókunnum slóðum. Skipaferðir
voru engar suður um það leyti. Og ég hafði engin önnur ráð en að
fara fótgangandi mestan hluta leiðarinnar. Ég ætla ekki að segja
frá skipsför frá Húsavík til Akureyrar eða gönguför frá Akureyri til
Borgarness. Ekki í þetta sinn. En löng var gangan um Langadal og
sárfættur og lúinn var ég orðinn, er ég kom niður í Borgarfjarðar-
hérað. Er ég kom á þær fornu stöðvar, sem voru æskustöðvar mínar,
ekki síður en Reykjavík og nágrenni. En það, sem knúði mig áfram
dag hvern, frá því snemma á morgni og á nótt fram, var unglingsleg
löngun, von um, að fá einn einu sinni að sjá silfurhærurnar hans
pabba míns. Það átti ekki að vera svo. Ég kom hálfum öðrum degi
of seint. Og ég get eða gat að nokkru leyti sjálfum mér um kennt, því
að ég eyddi meira en degi á Akureyri, áður en ég komst af stað. En
það var samt gott að koma heim, heim til hennar, sem ein skildi;
heim, þó að þar væri nú meiri auðn fyrir en nokkru sinni áður.
17
2