Rökkur - 01.10.1922, Page 18

Rökkur - 01.10.1922, Page 18
Kæru tilheyrendur! Efnið er ótæmandi fyrir mig. Ég gæti haldið áfram svo lengi, því það er svo margt annað, sem væri ljúft að minnast á. Ég vona, að ég hafi ef til vill varpað einhverri skímu á hann sem mann, að þið þekkið hann öll lítið eitt betur; vona, að ykkur þyki ef til vill ofurlítið vænna um hann eftir en áður, eftir þenna stutta og ófullkomna fyririestur. Því að tilgangur minn var sá, að segja yður, að Steingrímur var ekki aðeins fallegur sem skáld, hann var og fallegur sem maður, og á ég þar ekki við útlitið ein- göngu. Og í þeim skilningi var hann einnig að fríkka allt fram í andlátið. Og í lolt þessa fyrirlesturs vil ég skýra yður frá ummælum tveggja manna, eða vitna í tvær heimildir. Hin fyrri heimildin er úr grein, sem prófessor Guðmundur Finnbogason skrifaði í Skírni. Guðmundur prófessor var góðvinur föður míns og hann mat hann mikils. En áður en ég les þennan kafla úr greininni, vil ég geta þess, sem yður er eft til vill ekki kunnugt, að andlát föður míns bar að á ágústdegi seinni hluta dags. Hann var staddur fyrir utan bæinn. Var þar á göngu. Líklega ætlað að ganga um og bíða sólarlagsins, sjá sólina hníga í djúpið, sjá hana lýsa upp „þetta einkennilega bláa og hvíta fjall, sem hann var fæddur undir“ (próf. H. N. í Andvara). Snæfellsjökul. Hann fékk aðsvif og snert af hjartaslagi. Maður, sem að kom, ók honum heim. Móðir mín var ein heima. Hún var ein við hvílu hans, er hann gaf upp öndina. Hann andaðist í faðmi hennar fáum andartökum eftir að heim kom. Prófessor Guðmundur segir í Skírnisgrein sinni: Steingrím Thorsteinsson dreymdi eina nótt í desembermánuði 1912, að hann væri að lesa í bók, sem honum fannst hálft í hvoru vera eitthvert æfintýri eftir sjálfan sig. Þegar hann vaknaði, mundi hann þetta: Ró, ró syngur himininn heiður. Ró, ró syngur foldin fríða, Ró, ró syngur hafið spegilfagurt, Ró, ró syngur kvöldið með gullskýjunum í vestrinu, Ró, ró syngur hjartað í mér sjálfum. Ró, ró! Amen. Það er eins og barnslegur lofsöngur um sólarlagið eða draum- borin drög að kvæði um sólarlagið. Var það ekki kveðja hreinnar sálar, sem borið hafði þjóð sinni ljós og yl?“ , 18

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.