Rökkur - 01.10.1922, Page 20

Rökkur - 01.10.1922, Page 20
Niður á fold, að förumannsins hreysi, Fagnandi krýp eg, skó af fótum leysi. Gáttu nú, sál mín, gullinvegi þessa, Guð er í alheims kirkju sinni að blessa. Gleym hverri þraut og þræddu veginn eina, Þrá hverja stund sem nú hið fagra og hreina, Guð er á fold, í förumannsins hreysi. Fagnandi krýp eg, skó af fótum leysi. Rðkkur 1927. Svalan mín Þú komst að sunnan um sólarlag Og söngst við gluggann minn. Æ, lúinn var vesalings vængurinn, En viðkvæmt hljómaði óðurinn Um ástir og eilífan dag. Þú komst að sunnan um sólarlag Og söngst við gluggann minn. Sumarlangt ómaði söngurinn, En suður í löndum var hugurinn Uns heim fórstu hausts um dag. Þú komst að sunnan um sólarlag Og söngst við gluggann minn. — Húmar og kular, en hugurinn Himneskan geymir sönginn þinn Um ástir og eilífan dag. Rökkur 1927. 20

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.