Rökkur - 01.10.1922, Side 22

Rökkur - 01.10.1922, Side 22
— og svo langt sem augað eygir — er mín eign. Skilurðu það, min eign, mitt ríki.“ Svo hvarf hann inn í skóginn, jafnhljóðlega og hann kom. Þetta atvik kom fyrir mig seinni hluta júlímánaðar, sumarið sem ég dvaldi á Ási. Ég gat ekki gleymt karlinum .gamalmenninu einmana, sem reik- aði fram og aftur um skóginn, til þess að telja daggardropana á laufum trjánna. Eitthvað var það í fari hans, sem gaf til kynna, að hann ætti sér einhverja sögu, einhverja einkennilega raunasögu. Bóndinn á Ási sagði mér sögu hans, skömmu síðar, þegar ég hafði fært þetta í tal við hann. Þórður hét hann og var einbirni. Faðir hans var ríkur. Hann átti Ás og allan skóginn hér umhverfis. Ás hafði lengi verið í sömu ættinni. Mann fram af manni búnaðist öllum hér á Ási. Þangað til Björn, faðir Þórðar, kom til sögunnar. Hann drakk mikið; vanrækti að sýsla um búið. Loks var Ás seldur upp í skuldirnar og skógurinn með. Björn dó um sama leyti í eymd og vanhirðu. Þórður var 18 ára þegar þetta gerðist. Hann hafði verið léttlyndið og kætin sjálf; máske 'viðkvæmur um of. Hún hét Ásta, stúlkan hans. Þegar Ás var farinn, yfirgaf hún hann, bað hann að gleyma sér, fyrirgefa sér. Hún hefði ekki vitað hvað ást var, þegar hún lofaðist Þórði. Hún elskaði hann ekki. Þá varð hann svona, einrænn og undarlegur. Ég var að hugsa um þetta, vonbrigði Þórðar og hvers hann hefði farið á mis í lífinu, um þessa sorgarsögu, sem hafði gerbreytt lífi hans, þegar Ásbóndinn mælti: „Það hefir líklega átt að fara svona. Ég er búinn að gera mikið á Ási, miklu meira en Þórð nokkru sinni hefir dreymt um.“ Það var sigurhreimur í röddinni. Mér varð litið upp. Ég horfði á hann. En hann horfði á akra og hús, skóga og engjar, og sá, að það, sem hann hafði gert, var „harla gott“. Það var nokkrum vikum seinna. Það var hásumar og brakandi þerrir. Allt var að þorna og skrælna upp, því aldrei kom deigur dropi úr lofti. 22

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.