Rökkur - 01.10.1922, Qupperneq 23
Loftið var óhreint. í margar vikur hafði enginn séð heiðbláan
himin.
Dagblöðin voru að geta um skógarelda í næstu byggðalögum og
bóndinn á Ási var orðinn hræddur um skóginn sinn.
Þann dag gekk ég um Ásskóg. Ég gekk fram á Þórð. Hann sat
þar á grenistúf. Mér sýndist hann hafa grátið. Ég var orðinn honurn
kunnugur og gekk því til hans.
„Hefir þú grátið, Þórður minn?“ spurði ég.
„Gamlir menn gráta sjaldan. Ég skammast mín ekkert fyrir það.
Ég hefi grátið, grátið yfir skóginum mínum. Bráðum hefir hann
lifað sitt fegursta. Og kannske á ég ekki langt eftir.“
„Heldurðu það? Hefir þig dreymt um þetta?“
„Já. Mig dreymdi svo undarlega í nótt.“
„Viltu segja mér drauminn, Þórður?“
Hann hugsaði sig um, en sagði svo:
„Það var vor — og ég gekk um skóginn minn. Ég hlustaði á dill-
andi fuglasönginn, sem alls staðar hljómaði, í öllum runnum.
Ég sat á vatnsbakkanum og horfði á hvernig bjarkirnar spegl-
uðust í því. Það var yndislegt kvöld, eins og þau eru fegurst á
vorin.
Svanir kvökuðu angurvært og blítt. Þá kom skóggyðjan út úr
höllinni sinni og — hún, sem einu sinni var unnusta mín.“
Hann þagnaði stundarkorn, en hélt svo áfram:
„Loksins komum við,“ sagði skóggyðjan. „Þú ert búinn að bíða
lengi, en nú skaltu fá hana.“
Og mér fannst Ásta koma til mín og kyssa mig á ennið, eins og
hún gerði stundum í gamla daga.“
„Var ekki draumurinn lengri?“ spurði ég.
„Jú. Þegar hún hafði kysst mig, litum við til austurs. Loftið var
eins og gullhvelfing. Við sáum mann riða í loftinu á kolsvörtum
hesti.
Maðurinn hélt á logandi kyndli í hendinni og varpaði honum
í Ásskóginn.“
Við þögðum báðir.
Mér fannst ég ekki geta hughreyst Þórð með því, að ráða draum-
inn fyrir góðu. Mér fannst, að Þórður yrði að ráða hann eftir
eigin geðþótta.
„Ég verð víst að kveðja þig núna, Þórður minn. Annað kvöld fer
ég alfarinn frá Ási.“
23