Rökkur - 01.10.1922, Side 24

Rökkur - 01.10.1922, Side 24
„Alfarinn! Já. Hér verður ekki gaman að vera, þegar skógurinn er farinn.“ Og hann brosti við hálfraunalega. „Við skulum vona, að guð hlífi skóginum þínum, vinur minn.“ „Nei. Það er ekki guðs að hlífa. Hann refsar. Og hann eyðir og lætur aftur vaxa.“ Hann gekk í áttina til kofans síns. Þegar ég kom á fætur næsta dag, stóð margt manna á hlaðinu á Ási. Menn ræddu þar um yfirvofandi hættu af skógareldinum. Bónd- inn á Ási talaði hæst og mælti, um leið og hann benti til austurs: „Eldurinn færist stöðugt nær — og breyti hann ekki vindstöðunni eða nái að rigna, þá er úti um Ásskóg.“ En vindstaðan breyttist ekki — og það var ekkert útlit fyrir rigningu. Eldurinn nálgaðist óðum. Um hádegisbilið var hann kominn í austasta jaðarinn á Ásskógi. Reykjarmökkinn lagði út á Skuggavatn og huldi það. Það snark- aði og brakaði í trjánum og eldflóðið breiddist um allan skóginn. Um kvöldið var enginn skógur í Áslandareigninni. Þar sem skóg- urinn hafði staðið, var svart öskuflag, sem nokkrir hálf-brunnir stofnar gægðust upp úr. Þórður dó í skóginum, eins og tiginn konungur, sem vill held- ur líða undir lok með ríki sínu, en lifa eftir, rændur því bezta, sem lífið hafði veitt honum: konungstigninni. — Nýr skógur er þegar byrjaður að nema land á rústum gamla, horfna skógarins. Þegar sá skógur verður fullvaxinn, man enginn eftir konungs- ríkinu hans Þórðar gamla. Gaska Gaska! Það var gælunafnið. Skírnarnafnið var langt og leiðinlegt: Katharíana. Enginn nefndi hana því. Alli sögðu Gaska. Hún var af pólskum ættum og var ung og falleg. 24

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.