Rökkur - 01.10.1922, Síða 37

Rökkur - 01.10.1922, Síða 37
Og í blænum milda talar rödd hennar, sem var saklaus og trú til dauðans: „Vinur minn! Hlustaðu á rödd mína í blænum. Hún hvíslar því í eyru þín, að andi minn sveimar þar sem þú ert. — Hlustaðu á rödd mína og þú munt geta borið mótlæti lífsins. Hlustaðu á rödd mína, því ég elskaði þig, en guð talaði gegnum ást mína. Elskaðu mig til hinztu stundar lífs þíns, því gleði og hamingja lífsins og guð sjálfur býr í ástinni. Láttu heiminn kasta steinum að þér, mættu hatri og fyrirlitningu með ró, því ástin — ást okkar — verndar þig frá öllu illu, — ástin okkar, sem bjó þögul í hjartanu — mínu og þínu — til dauða míns, ástin okkar, sem nær út yfir gröf og dauða. Vinur minn! Trúðu! — Trúðu á ástina, sem guð skapaði, til þess að sameina hjörtun; trúðu á sakleysið og tryggðina. Vertu mér tryggur í sál þinni, því „tryggðin er kóróna lífsins“ Hann hugsar um hana daga og nætur, um hverja stund, er þau lifðu saman. Hann hugsar um hana, þegar hún gekk berfætt gegnum skógar- runnana, til funda við hann, ástvininn sinn. Og aftanblærinn, sem strauk sporin hennar, færir honum kveðju hennar, kyssir vanga hans, eins og hann kyssti spor hennar. Þenna litla sveig hefi ég knýtt til minningar um Gösku — og Gunnar, ástvin hennar. Þau eru nú bæði horfin til „ókunna landsins“. Ég veit eigi, hvar leiði hans er. En hann hvxlir í fjarlægu landi, ásamt fjölda mörgum öðrum, sem létu líf sitt á vígvöllunum. Hann hafði gróðursett hegg á leiði hennar. Á vorin, þegar allt vaknar á ný, berst angan hans með blænum — langar leiðir. Þann ilm hefi ég fundið, þá er ég stóð við leiði hennar. Það var eins og mér með honum bærust fagnaðarrík hugskeyti úr öðru lífi. Þessi unaðslegi sæluilmur hefir síðan búið í sál minni. Og hann vísar mér leiðina heim, heim til „ódauðleikalandsins mikla“. 1916. 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.