Rökkur - 01.10.1922, Qupperneq 42

Rökkur - 01.10.1922, Qupperneq 42
wall, og hann þóttist nú sjá fyrir endann á langri óhappakeðju, því hvað þurfti hann að óttast þar? Hvað gæti náð til hans þangað? Hvorki vatn, eldur eða menn. En Skavinski hafði þó aldrei liðið þrautir vegna annarra manna. Góðir menn höfðu oftar orðið á vegi hans en illgjarnir. En honum hafði æ fundizt, að hann ætti ekki upp á pallborðið hjá höfuðskepnunum. Þeir, sem þekktu hann, sögðu, að ólánið elti hann og það útskýrði allt. En sjálfur gerðist hann sjálfshatari. Honum fannst eins og einhver ósýnileg hefndar- hönd hýddi hann áfram, frá einum stað til annars, á sjó og landi. En það var honum ógeðfellt að ræða um slíkt. Aðeins stundum, ef einhver spurði hann, þá benti hann á pólstjörnuna og sagði: „Það kemur þaðan.“ — í raun og veru voru óhöpp hans svo tíð, að þau voru eitt óendanlegt undarlegt ævintýri, sem auðvitað var beizkju- efni honum, sem reyndi, lifði það, var aðalpersónan eða eina í því. En Skavinski var þolinmóður sem Indíáninn og í honum var þetta takmarkalausa mótstöðuafl og þrek, sem oft er eign þess, sem trútt hjarta ber í brjósti. Á sínum tíma fékk hann mörg byssustingjasár í Ungverjalandi, af því hann vildi ekki falla á kné og biðja um grið. Samhátta beygði hann sig ekki fyrir ógæfunni. Hann skreið upp fjallið eins þolinmóðlega og maurinn. Hent niður hundrað sinnum hóf hann æ förina að nýju. Hann var einkennilega frum- legur á margan hátt. Þessi gamli hermaður, sem hafði oftlega rafta troðið í brennum og marga straumelfu vaðið sterklega, bar barns- hjarta í karlmannsbrjósti. Og þegar sóttin geysaði á Kúbu, náði hún martökum á honum, af því að hann hafði gefið hinum veiku allt kínínið sitt, en af því átti hann drjúgar birgðir. En er hann veiktist, átti hann ekki korn eftir handa sjálfum sér. En skap- vermirinn bezti var hæfileikinn til þess að vona. Á eftir hverju óhappi fæddist ný von, og hann bjóst æ við, að allt myndi fara vel á endanum. Á hverjum vetri óx fjör hans og hann bjóst við stór- tíðindum, stórviðburðum, er voraði. Elann beið eftir þeim og hver hugsun um þá frjóvgaði líf hans sumar hvert og á haust fram. En hvert árið leið í vonum einum. Og á vetri hverjum hvítnaði hár hans æ lítið eitt meira. Og loks varð hann að kannast við það sjálfur, að hann væri að verða gamall. Innri orka minnkaði. Þrekið hvarf. Forna þolinmæði þekkti hann ei lengur, og gamli hermað- urinn gat oft eigi, þó aðeins eitthvað smávægilegt bjátaði á, varizt því, að hvarmar yrðu rakir. Og ofan á þetta bættist, að heimþrá tók að grípa hann æ tíðar. Hún vaknaði þegar minnst varði og oft, 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.