Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 50

Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 50
fjörutíu ár hafði hann ekki litið land sitt, og Guð einn veit, í hvað mörg ár nann hafði ekki heyrt tungu sinnar eigin þjóðar talaða. Og nú, er hann leit orð sinnar eigin tungu, svört á hvítu, leit þau á blöðum Ijóðmæla stórskáldsins, var það sem ylhýr orð þess hefðu náð til hans, yfir hafið, til annarrar heimsálfu, ylhýr, ástkær orð málsins fagra, tignaða. Hver gráthviðan leysti aðra af hólmi, en engri þeirra fylgdi sviði, aðeins ást, óendanleg, ótakmörkuð, ást, sem var svo öflug, að allt annað virtist lítið, einskis vert, ekki neitt, er hún hefur hugann. Og í gegnum grátinn hafði hann beðið landið, sem hann elskaði, um fyrirgefningu, en neitt slíkt hafði honum aldrei dottið í hug þarna í einverunni, gamalmenninu, sem var orðið svo vant klettinum sínum og umhverfinu, að það var hætt að langa. En nú vaknaði ný löngun, eins og fyrir áhrif kraftaverks. Og því barðist hjartað svo ótt um í brjósti hans. Hvert andartakið leið af öðru, en hann lá þarna kyrr. Mávahópar flugu með skríki- látum yfir vitanum, eins og til þess að aðvara vin sinn. Það var komið að þeirri stund, er hann var vanur að fleygja til þeirra mol- um sínum. Og sumir mávarnir flugu til hans, þar sem hann lá þarna á sandinum. Og einn eða fleiri skóku vængi sína yfir höfði hans og nörtuðu í hann nefjum sínum. Þytur vængjanna vakti hann. Hann hafði grátið augu sín þurr, en það sló eldi úr þeim, eldi frá sál líðandi manns. Óafvitandi næstum henti hann öllum matvælaforða sínum til mávanna, sem flögruðu yfir þeim, sem hrafnar yfir hræi. En öldungurinn tók sér bókina í hönd að nýju. Sóln var hnigin bak við garðana og pálmalundina við Panama. En það var enn bjart á hafinu; það var enn lesbjart og hann hélt áfram: „Flyt þú nú löngun líðandi sálar til skógi- vaxinna hlíðanna, til grænna engjanna —“ Og myrkrið sígur á, og hann fær eigi lengur greint stafina. Hann leggur höfuð sitt aftur á harðan steininn og lokar augum sínum. Þá tekur „hún, sem heldur verndarhönd sinni yfir Chenstohova", sál hans og flytur hana til „litauðugra akra og blómskrýddra engja.“ — Á himninum loguðu enn gylltir teinar, rauðir og gullnir, og á þessum geislarákum stiklaði sál hans til landsins elskaða. Hann heyrði þyt greniskóganna og seitl lækjanna heima. Hann sá allt, 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.